ÍSAT

1. bekkur 2010-2011

34 börn hófu nám í 1. bekk Síðuskóla í haust. Það eru 15 drengir og 19 stúlkur. Tveir umsjónarkennarar eru með hópinn ásamt stuðningsfulltrúa. Nemendur vinna saman í fjölbreyttum hópum allt eftir viðfangsefni hverju sinni.  Unnið er samkvæmt Byrjendalæsi og aðrar námsgreinar samþættar því eins og tækifæri gefast til. ,,Skólaárið fer vel af stað hjá bekknum og þessir nýjustu nemendur Síðuskóla eru mjög iðnir og skapandi" segja Elfa Björk Jóhannsdóttir og Margrét Bergmann Tómasdóttir sem eru stoltir kennarar 1. bekkjar skólaárið 2010-2011. Það hafa verið teknar fjölmargar myndir af krökkunum og má finna sjá eitthvað af þeim hér og verið er að vinna í því að setja fleiri myndir inn.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fram í Síðuskóla í dag, fimmtudaginn 30. september, með miklum glæsibrag. Nemendur og starfsfólk fóru samtals meira en 900 kílómetra og margir nemendur sýndu frábæra tilburði og kennarar og starfsfólk tóku einnig vel á því. Nemendum var skipt í 3 hópa og voru veitt verðlaun fyrir þrjá fyrstu strákana og þrjár fyrstu stelpurnar í hverjum hópi. Í 8.-10. bekk voru þessir fyrstir:  Kolbeinn Höður Gunnarsson 10. be.  Anton Freyr Jónsson 10. be.  Emil Þór Arnarson 8. be.    Erla Sigríður Sigurðardóttir 8. be.  Helena Rut Pétursdóttir 9. be.  Eva Kristín Evertsdóttir 9. be. Í 5.-7. bekk voru þessir fyrstir:  Haukur Brynjarsson 5. be.  Sævar Þór Fylkisson 5. be.  Hafþór Már Vignisson 6. be.  Melkorka Ýr Ólafsdóttir 7. be.  Karen Sif Jónsdóttir 7. be.  Hulda Björg 5. be. Í 1.-4. bekk voru þessir fyrstir:  Sindri Már Sigurðsson 4. be.  Elmar Þór Jónsson 3. be.  Karl Raguel Alexandersson 4. be.  Hulda Karen Ingvarsdóttir 4. be.  Inga Rakel Pálsdóttir 4. be.  Fanney Rún Stefánsdóttir 4. be. Í heildina tókst hlaupið mjög vel og verða birtar myndir frá hlaupinu hér mjög fljótlega.
Lesa meira

Skipulagsdagur 1. október.

Föstudaginn 1. október er skipulagsdagur í skólanum og engin kennsla. Frístund er opin eftir hádegi. Starfsfólk skólans mun þennan dag taka þátt í ráðstefnunni Samstarf og samræða allra skólastiga sem haldin er hér á Akureyri. Fjallað verður um nýjar aðalnámskrár og grunnþætti menntunar. Ólafur B. Thoroddsen Skólastjóri Síðuskóla
Lesa meira

Fræðslufundur fyrir foreldra um SMT – skólafærni

Þann 30. september klukkan 17:00 til 18:00 verður fræðslufundur um SMT – skólafærni fyrir foreldra barna í 1. bekk og aðra foreldra sem vilja rifja upp eða hafa ekki farið á slíka fræðslufundi. Fundurinn verður haldinn á sal Síðuskóla og við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu 2010

Þriðja vika í Leitinni er hafin. Tæplega 50 krakkar úr Giljaskóla, Glerárskóla og Síðuskóla hafa við upphaf þriðju viku skilað inn úrlausnum við fyrstu þraut og fengið fyrsta bókstafinn. Nokkrir úr þessum hópi hafa skilað inn réttum úrlausnum við þraut nr. 2. Enn er hægt að hefja leik og mun fyrsta þraut standa verðandi þátttakendum til boða út þessa viku. Ef einhver vill hefja leik eftir þann tíma er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við umsjónarmann Leitarinnar. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leitarinnar. Slóðin er www.grenndargral.is.
Lesa meira

Valgreinin útivist

Valgreinin útivist, hreyfing og skyndihjálp er að hefja sinn þriðja starfsvetur. Í vetur eru 22 nemendur sem koma úr öllum grunnskólum Akureyrar.  Aðalmarkmið valgreinarinnar er að stunda útivist s.s. fjallgöngur, hjólaferðir, skíði og fl.  og einnig að læra skyndihjálp. Fyrsta gönguferðin var farin 8. september og var gengið upp í Fálkafell sem er gamall skátaskáli fyrir ofan bæinn. Þaðan var gengið yfir í Gamla sem er skáli fyrir dróttskáta á Akureyri. Síðan gengum við í gegnum Naustaborgir og heim. Fengum mjög gott veður og mikið var um berjatínslu á leiðinni. Frábær ferð í alla staði og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Umsjónaraðili með útivistarvalinu er Anna Sigrún Rafnsdóttir kennari í Síðuskóla. Myndir úr ferðinni má skoða hér.
Lesa meira

Síðuskóli umfaðmaður

Á umhverfisdegi Síðuskóla 6. september s.l. tóku nemendur og starfsfólk skólans höndum saman og umföðmuðu skólann í sameiningu. Það náðist hringur utan um allan skólann og rúmlega það. Fleiri myndir af umfaðminu má sjá hér. Ekki er vitað hversu stórt umfaðmið var en eins og myndirnar sýna þá var keðjan býsna löng.
Lesa meira

Byrjendalæsi vekur athygli

Á föstudaginn 10. sept. var opið hús í öllum grunnskólum á Akureryri í tengslum við námsstefnu um Byrjendalæsi sem haldin var á vegum skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.  Í Síðuskóla komu í heimsókn nær 40 kennarar frá Rimaskóla, Hvaleyrarskóla, Laugarnesskóla, Klébergsskóla, Hafralækjarskóla og Breiðagerðisskóla til að kynna sér starf skólans. Á námsstefnunni í HA sem ætluð var kennurum sem tekið hafa þátt í þróunarstarfinu í Byrjendalæsi, voru fjórir kennarar skólans með málstofu. Margrét Baldvinsdóttir og Sara E. Svanlaugsdóttir, kennarar í 3. bekk, höfðu málstofu um skipulag náms og kennslu í Byrjendalæsi og Laufey Svavarsdóttir og Sigrún Ásmundsdóttir, kennarar í 2. bekk, voru með málstofu þar sem þær fjölluðu um ritun, frá texta að ritun. Sigrún var einnig með málstofu þar sem hún kynnti meistaraverkefni sitt "Læsisnámið þarf að vera skemmtilegt".  Kynningum kennaranna úr Síðuskóla var mjög vel tekið og lífleg umræða í þeirra málstofum. Það er greinilegt að starfið sem unnið er í Byrjendalæsi í Síðuskóla er farið að vekja athygli og það víðar en hjá nemendum og foreldrum þeirra.  
Lesa meira

Guðrún náttúrufræðingur skólans annað árið í röð

Allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal í morgun þar sem úrslit keppninnar um sæmdarheitið náttúrufræðingur Síðuskóla voru tilkynnt. Keppnin fólst í því að nemendur áttu að greina 15 myndir sem birtust á tjaldi ein og ein í senn, 5 af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslagsmyndir af þekktum stöðum á Íslandi. Guðrún Baldvinsdóttir nemandi í 10. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð. Í 2. -3. sæti voru jöfn þau Kjartan Atli Ísleifsson 8. bekk og Fanney Rún Stefánsdóttir 4. bekk en fast á hæla þeirra í 4. sæti varð Sóley Gunnarsdóttir nemandi í 2. bekk. Þau fengu öll viðurkenningarspjald frá skólanum og mikið klapp frá skólasystkinum. Þetta var hin ánægjulegast stund þar sem endað var á því að syngja skólasönginn. Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með mjög góðan árangur  þar sem keppnin er ekki auðveld og sömu myndir eru lagðar fyrir alla nemendur. Þeir fuglar sem bera þurfti kennsl á voru snæugla, steindepill, þúfutittlingur, langvía (hringvía) og lóuþræll. Plönturnar voru jakobsfífill, holurt, hrútaberjalyng, hrafnafífa og týsfjóla. Landslagsmyndirnar voru af Eldey, Sauðárkróki, Glym, Hvannadalshnjúk og Mývatni. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu 2010

Leitin að grenndargralinu hefst mánudaginn 6. september. Þetta er í þriðja skipti sem nemendur í 8.-10. bekk hefja leit að hinu eftirsóknaverða grali. Hugmyndin að verkefninu fæddist í Giljaskóla sumarið 2008 og um haustið hófu nemendur skólans leit að grenndargralinu í fyrsta skipti. Árið 2009 tók Síðuskóli þátt og nú hefur Glerárskóli bæst í hópinn. Bjóðum við nemendur Glerárskóla velkomna til leiks. Þrautir verða settar upp á vissum stað í skólunum þremur eins og tíðkast hefur. Þær koma upp eftir hádegi á mánudögum. Heimasíða  Leitarinnar hefur verið tekin í notkun en þar má jafnframt nálgast þrautirnar og annað sem þeim tilheyrir auk almennra upplýsinga um verkefnið. Slóðin er www.grenndargral.is. Framundan eru 10 vikur fullar af spennandi viðfangsefnum og ljóst að keppnin harðnar með hverju árinu. Við viljum hvetja foreldra og aðra sem koma að uppeldi þeirra sem taka þátt í Leitinni til að aðstoða þau við úrvinnslu þrautanna. Leitin er góður vettvangur fyrir fjölskylduna að koma saman og vinna að sameiginlegu verkefni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir geta tekið þátt. Umsjónarmenn verkefnisins eru Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla, Helga Halldórsdóttir kennari í Glerárskóla og Sigrún Sigurðardóttir kennari í Síðuskóla.
Lesa meira