ÍSAT

4. SS í golfi

Mánudaginn 31. maí, fór 4.SS í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau að slá teighögg og pútta. Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel. Eftir golfferðina fóru krakkarnir í skordýraleiðangur út í móa og fundu þar hin ýmsu skordýr. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skóladagatal 2010-2011

Skóladagatal fyrir skólaárið 2010-2011 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að nálgast skóladagatalið ásamt skýringum hér. Einnig er hægt að fara beint á skóladagatalið með því að smella á myndina hér vinstra megin á síðunni.
Lesa meira

4. SG í golfi

Miðvikudaginn 26. maí, fór 4.SG í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau að slá teighögg og pútta. Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Slóveníuferð kennara og nemenda

Föstudaginn 30.apríl lögðum við upp í leiðangur, Bibbi, kennari við Síðuskóla og 3 nemendur, Lena, Kolbrún og Harpa.  Ekið var til Reykjavíkur og flogið Keflavík - London - Graz á leið okkar til Maribor í Slóveníu.  Í Maribor vorum við í 5 daga og nutum þess vel.  Mikið var skoðað t.d. fórum við að skoða hella inni í miðju landinu sem eru 45 kílómetra langir og fjölmennasti ferðamannastðurinn í Slóveníu.  Surtshellir er þó meira spennandi því þarna fórum við um í lest og svo eftir göngustígum.  Við fórum líka að Adríahafinu að skoða Piran, sjávarþorp og eldgamlar salt"námur". Við fórum víða og sáum margt.  Nemendurnir stóðu sig eins og alltaf áður frábærlega og höfum við ávallt komið með úrvalsnemendur á þessa fundi, bæði hvað varðar vinnuframlag og eins hegðun og framkomu. Þetta var síðasta ferðin í þessu verkefni en vonandi verður framhald á samstarfi við erlenda skóla því að það gefur nemendum mikið að fara erlendis, búa hjá erlendum fjölskyldum og læra um menningu annarra Evrópulanda. Bibbi. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Eldgos - krossanesborgir

Það er búið að vera mikið að gera hjá 3. bekk síðustu daga. Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli kveiktu áhuga nemenda á eldgosum og því sem þeim fylgir. Mikið er búið að spá og spekúlera og m.a. var lesin bókin Edda týnist í eldgosinu. Bókin fjallar um Eddu og systkini hennar sem verða viðskila við foreldra sína í Heimaeyjargosinu. Edda sjálf kom svo í heimsókn til okkar ásamt eldri systur sinni Guðnýju. Edda las einn kafla úr bókinni og gaf svo krökkunum færi á að spyrja þær systur spurninga varðandi gosið. Þökkum við Eddu og Guðnýju fyrir mjög góða stund. Síðustu daga hefur árgangurinn verið að fræðast um fugla. Hluti af fræðslunni var að fara í Krossanesborgir og skoða fugla og hlusta á mismunandi fuglahljóð. Gengið var alla leið að fuglaskoðunarhúsinu sem er nyrst í friðlandinu. Þar vorum árgangurinn svo heppin að rekast á Sverri Thorstensen sem er mikill fuglaáhugamaður og sýndi hann hópnum hreiður silfurmáfs. Í því voru 3 egg og var það toppurinn á ferðinni að sjá hreiðrið. Frábær ferð í alla staði. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Próftafla - maí 2010

Próftafla fyrir 7. - 10. bekk er kominn inn á vefinn. Hana má nálgast í valstikunni vinstra meginn á síðunni.
Lesa meira

Dagskrá vorhátíðar 2010

/* /*]]>*/ Dagskrá dagsins13:30           Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir. Dagskrá á sviði 14:00           Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur orð 14:05           Ávarp skólastjóra 14:10           Foreldraráð afhendir skólanum gjöf til minningar um Stefán Má 14:30           Nemendur syngja skólasönginn 14.45           Berglind Pétursdóttir nemandi í 7. bekk,  les ljóðið Holtasóley 15:00           Einar einstaki sýnir töfrabrögð 15:20           Unnur Lára spilar á píanó Kl. 15:00 – 16:00    Hestar á bak við íþróttahús. Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur. Tombóla í stofu 25 og 26 á B – gangi. Andlitsmálun í stofu 31 á A – gangi. Hoppukastali fyrir framan innganginn á íþróttahúsi. Í innigarði, pylsur og svali kr. 100 Kaffhlaðborð í mötuneyti Fullorðnir kr. 300 6-16 ára kr. 100 0-6 ára kr. 0 Svali kr. 50 Skólaföt til sýnis og sölu í anddyri íþróttahúss.
Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla 2010

/* /*]]>*/ Halló krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur. Þá er komið að því  !!! Vorhátíðin okkar verður sunnudaginn 9. Maí og hefst hún kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00 Að þessu sinni verða krakkarnir með opnar stofurnar sínar og verður þar ýmislegt til sýnis sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Úti verður hoppukastali, í innigarðinum verða grillaðar pylsur og skemmtiatriði verða á sal. Kaffihlaðborðið verður á sínum stað sem og tombólan.  ___________________________________________________________________________________________  Frá Kaffinefnd: Okkur langar til að biðja hvert heimili um að leggja til góðgæti á kaffihlaðborðið og til þess að allir komi nú ekki með það sama höfum við skipulagt eftirfarandi: 1. - 3. bekkur  - sallöt og kex, pönnukökur eða kleinur 4. - 6. bekkur  - heitir réttir, smurtertur eða smurbrauð, flatbrauð 7. – 9. bekkur  - Rjómatertur – súkkulaðitertur eða sætabrauð  Munið að merkja kökuföt vel og taka til baka Tekið er á móti kaffibrauðinu í mötuneytinu frá kl. 13-14 á hátíðardaginn. _____________________________________________________________________________________________   Frá Tombólunefnd: Tombólan er á sínum stað og er auðvitað bara til fyrir gjafmildi heimilanna á skemmtilegum hlutum sem ekki er lengur verið að nota. Frábært væri ef börnin gætu komið með 3-4 hluti þ.e. tombólan er mjög vinsæl. Kennarar taka við hlutunum á tombóluna en þeim má einnig koma til Svövu í afgreiðslu skólans. Vinsamlegast komið með hlutina í skólann eigi síðar en 5. maí. Með bestu kveðju og fyrirfram þökk Foreldra og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira

Afhending Grænfánans

Þann 30. apríl síðastliðinn var Grænfáninn afhentur við hátíðlega athöfn í Síðuskóla. Myndir frá athöfninni má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir maí/júní

Matseðill fyrir maí og júní er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira