ÍSAT

Árshátíð í Síðuskóla 31. mars og 1. apríl

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 31. mars og 1. apríl. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskrána má finna hér.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2010 - 2011

Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í gær miðvikudaginn 23. mars. Keppendur voru 17 frá grunnskólunum á Akureyri auk fulltrúa frá Hrísey og Grímsey og hafa aldrei verið fleiri. Fulltrúar Síðuskóla voru Kristrún Jóhannesdóttir og Ósk Tryggvadóttir. Varamaður þeirra var Oddur Pálsson. Uppskeruhátíðin tókst í alla staði vel og var hátíðleg stund. Ávörp voru flutt og nemendur Tónlistarskólans, sem eru í 7. bekk, fluttu nokkur tónlistaratriði.  Nemendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og erum við afar stolt af þeim. Úrslit keppninnar urðu þau að Fannar Már Jóhannsson úr Lundarskóla hlaut 1. sæti, Kristrún Jóhannesdóttir úr Síðuskóla varð í 2. sæti og Urður Andradóttir úr Lundarskóla varð í 3. sæti. Hér má sjá myndir frá uppskeruhátíðinni.
Lesa meira

Furðufatadagur!

Föstudaginn 18. mars er furðufatadagur í skólanum. Allir, nemendur sem starfsmenn, eru hvattir til að koma öðruvísi klæddir og hjálpast þannig að við að gera daginn skemmtilegri.
Lesa meira

Líkami mannsins - 7. bekkur

7. bekkur hefur verið að vinna með líkama mannsins undanfarið í einstaklings- og hópavinnu. Nemendum var skipt í mismunandi hópa og þurfti hver hópur að kynna sitt verkefni fyrir bekknum í lokin. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá hér.  
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

  Undankeppni í stóru upplestrarkeppninni var haldin á sal skólans þriðjudaginn 8. mars.  Þar lásu þeir 14 nemendur úr 7. bekk, sem komust áfram eftir fyrstu umferð. Þau stóðu sig frábærlega vel og voru sér og skólanum til sóma.   Velja þurfti tvo nemendur og einn til vara til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin verður miðvikudaginn 23. mars í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 17:00. Þar mætast fulltrúar allra grunnskólanna í bænum auk nemenda frá Hrísey og Grímsey.  Þeir nemendur sem verða fulltrúar Síðuskóla í ár eru:    Aðalmenn:  Kristrún Jóhannesdóttir og Ósk Tryggvadóttir   Varamaður:  Oddur Pálsson Myndir af hópnum.
Lesa meira

Íþróttavaltímar hjá 1.-6. bekk

Íþróttavaltímar hjá nemendum í 1.- 6. bekk hafa gengið mjög vel. Nemendurnir hafa verið mjög áhugasamir, duglegir og staðið sig vel í þessum tímum. Gaman er að sjá að það skiptir ekki máli hvort nemandinn er styttra eða lengra komin í hreyfi- og félagsþroska, allir njóta sín jafn vel, finna eitthvað við sitt hæfi og þroskast þannig áfram. Jákvæð upplifun og viðhorf gagnvart hreyfingu og íþróttaiðkun í æsku er mjög mikilvæg og er undirstaða þess að einstaklingurinn stundi íþróttir að einhverju leyti í framtíðinni og taki reglulegri hreyfingu sem sjálfsögðum og heilsubætandi hlut í lífinu. Mætingin hefur farið fram úr öllum vonum. Nemendur hafa verið til fyrirmyndar, verið mjög virkir, sýnt tillitssemi og hjálpsemi og notið þess að vera í þessum tímum. Myndir úr tímunum má finna hér. Núna verður gert hlé á þessum íþróttavaltímum, en þeir byrja aftur frá og með 04. apríl 2011 með sama fyrirkomulagi og sömu tímasetningum. Þegar nær dregur verður sent tilkynning um það. Kveðja Rainer, íþróttakennari
Lesa meira

Vetrarleyfi

Miðvikudaginn 9. mars er öskudagur og þá hefst vetrarfrí í skólanum sem verður út vikuna. Vonandi geta foreldrar  og nemendur nýtt vetrarfríið til að vera saman og gert eitthvað skemmtilegt.
Lesa meira

Skemmtun vegna 15.000 hrósmiða

Rúnar Eff og Steini Bjarka skemmtu í Síðuskóla. Í gær, þriðjudaginn 22. febrúar var salur fyrir alla nemendur skólans þar sem Rúnar Eff og Steini Bjarka tróðu upp og skemmtu. Uppákoman var í tilefni þess að alls hafa nemendum fengið 15.000 hrósmiða í vetur. Mikil og góð stemming var hjá áheyrendum, bæði nemendum og starfsfólki, og náðu þeir félagar vel til allra eins og sjá má á myndum sem hér fylgja.
Lesa meira

Rauðakrossverkefni

Þann sjöunda febrúar afhentu nemendur úr grunnskólum Akureyrar, í valáfanganum Fatahönnun og endurnýting afrakstur vinnu sinnar á haustönn, til Rauðakrossins. Skoða má umfjöllun um afhendinguna á heimasíðu Rauðakrossins hér. Þetta er þriðja árið sem Síðuskóli tekur þátt í verkefninu sem heitir Föt sem framlag. Í vetur tóku þátt 9 stúlkur úr 8. 9. og 10.bekk og þær saumuðu ungbarnateppi og barnaföt. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Þar sem skólinn er Grænfánaskóli þá fellur þessi áfangi vel að þeim markmiðum sem þar er unnið að, því gömul föt eru endurnýtt. Fleiri myndir má finna hér.
Lesa meira

Kynningarfundur um val á grunnskóla

Kynningarfundur um val á grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema.  Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í febrúar: Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is
Lesa meira