Ytra mat er liður í lögbundnu eftirlitsstarfi skóla og skólayfirvalda sem hefur þann tilgang að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum. Markmið mats og eftirlits er einkum þríþætt.
Framkvæmd ytra mats á starfsemi grunnskóla er í höndum Námsmatsstofnunar og var Síðuskóli metinn haustið 2014. Nýlega kom út matsskýrsla úr ytra matinu og í kjölfarið var unnin umbótaáætlun til að bæta úr því sem betur mátti fara.
Matsskýrsla vegna ytra mats Síðuskóla 2014.
Umbótaáætlun Síðuskóla vegna ytra mats til maí 2016.
Umbótaáætlun Síðuskóla vegna ytra mats vor 2017.