Fréttir

11.04.2025

Saman til gleði og góðra verka

Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og tóku nemendur á miðstigi Síðuskóla þátt og héldu góðgerðarhátíð í skólanum. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til í vali undanfarnar vikur ásamt því að flytja ýmis atriði á sviði. Einnig voru veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til seldar. Frábær mæting var og söfnuðust hátt í 600 þúsund krónur sem Barnadeild SAK fær að gjöf. 

Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

Hér má skoða myndir frá því í gær. 

11.04.2025

Hressandi söngsalur á síðasta kennsludegi fyrir páskafrí

Nemendur mættu á söngsal í morgun þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið undir handleiðslu Heimis Ingimarssonar.  Á söngsal fór fram áskorun þar sem Gunnar, umsjónarkennari í 7. bekk,  gaf skeggið sitt til styrktar Barnadeildar SAK.

Hér má sjá myndir frá því í morgun. 

11.04.2025

Vel heppnuðum þemadögum lokið

Í vikunni voru þemadagar í skólanum. Á yngsta stigi var þemað heimabærinn minn þar sem unnið var með hverfin í bænum, innbæinn, þorpið, brekkuna og eyrina.   Miðstig vann við undirbúning Barnamenningarhátíðar sem sjá má frekari upplýsingar um hér á heimasíðunni. Á unglingastiginu fræddust nemendur um hnattrænt jafnrétti, hugtakið rætt og tekjur fjölskyldna víðs vegar um heim bornar saman. Á miðvikudag var stöðvavinna, þá var farið í alls konar leiki sem reyndu á margs konar hæfileika og á fimmtudag var spilað, föndrað og tekinn góður göngutúr auk þess sem nærri helmingur nemenda eyddi morgninum í íþróttahúsinum í alls konar kappleikjum. 

Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.

 
03.04.2025

Páskabingó