Barnamenningarhátíð á Akureyri fer fram þessa dagana og tóku nemendur á miðstigi Síðuskóla þátt og héldu góðgerðarhátíð í skólanum. Þar seldu nemendur muni sem þeir hafa búið til í vali undanfarnar vikur ásamt því að flytja ýmis atriði á sviði. Einnig voru veitingar sem nemendur bjuggu sjálfir til seldar. Frábær mæting var og söfnuðust hátt í 600 þúsund krónur sem Barnadeild SAK fær að gjöf.
Við erum stolt af okkar fólki, bæði nemendum og starfsfólki. Við þökkum foreldrum fyrir þeirra aðstoð og öllum gestum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!