Fréttir

100 miða leikurinn

Þann 17. febrúar hófum við 100 miða leikinn sem er árlegur viðburður í skólastarfinu. Leikurinn stendur yfir í tvær vikur og er markmiðið með honum að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglunum. Starfsmenn gefa 10 nemendum á dag sérstaka hrósmiða sem eru settir á spjald með reitum merktum frá 1 til 100. Búið er að velja vinningsröð á spjaldinu og kemur svo í ljós í lok leiks hvaða nemendur eru í vinningsröðinni. Í morgun voru úrslit leiksins tilkynnt og hver verðlaunin voru í ár. 

Í ár var vinningsröðin nr. 71-80 og í henni voru: Aþena Máney 4. bekk, Jóhannes Þór 8. bekk, Elvar Darri 7. bekk, Styrmir Snær 5. bekk, Daníel Arnar 10. bekk, Kristófer Erik 2. bekk, Trausti Freyr 9. bekk, Atli Jakob 10. bekk, Hanna María 6. bekk og Hilmir Kató 4. bekk. Þau fara saman í pílu á Skor og út að borða í hádeginu á Glerártorgi. Til hamingju öll :)

Áður en úrslitin voru tilkynnt hitaði 1. bekkur salinn upp með sigurlagi júróvisjón í ár, laginu Róa með Væb.

Hér má sjá myndir.

 

 

Lesa meira

Upphátt í Síðuskóla

Í dag var undankeppni fyrir Upphátt upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Eftir afar sterka keppni meðal þeirra 11 nemenda sem höfðu lesið sig inn í aðra umferð keppninnar, var það niðurstaða dómnefndar að Katrín Birta og Sóley Katla báru sigur úr býtum og verða fulltrúar Síðuskóla í lokakeppninni sem fram fer í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 18. mars n.k.

Dómarar keppninnar voru þær Eyrún Skúladóttir og Jónína Sveinbjörnsdóttir. Aðrir keppendur voru Einar Máni, Elvar Darri, Katla Valgerður, Katrín, Kolfinna Kara, Natalía Nótt, Óliver Andri, Sigurður Atli og Viktoría Rós. Öll fengu rós og hrós fyrir fallegan og góðan lestur að lokum og gaman að sjá hve mikinn metnað 7. bekkur lagði í verkefnið. Hér má sjá myndir frá keppninni.

Lesa meira

Peysusala 10. bekkjar

10. bekkur stefnir á að fara í skólaferðalag til Skagafjarðar í vor. Hluti af fjáröflun bekkjarins er að selja peysur merktar Síðuskóla. Endilega kaupið góðar peysur og styrkið 10. bekk í leiðinni.

Lesa meira

Framúrskarandi skólastarf - viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar veitti á dögunum viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf í skólum bæjarins. Markmiðið með viðurkenningunum er að benda á og lyfta upp því frábæra starfi sem fram fer í skólunum og hvetja til góðra verka.
Frá okkur í Síðuskóla hlutu þær Ólöf Inga skólastjóri og Victoria Irkha nemandi í 9. bekk viðurkenningu. Meðal þess sem nefnt var um Ólöfu er að gott sé að leita til hennar, hún hafi skapað notalegt umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og byggt upp á faglegan og metnaðarfullan hátt sérdeild skólans með sínu starfsfólki. Í umsögn Victoriu sem kom í skólann frá Úkraínu haustið 2023 kom fram að hún sé dugleg, sýni mikinn metnað í námi, sá ávallt jákvæð og hafi lagt sig fram og sýnt mikinn áhuga á íslenskunámi og hafi á stuttum tíma náð afar góðum tökum á íslensku.
Við óskum þeim til hamingju og erum afskaplega stolt af því að hafa þær í okkar frábæra hópi.

Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna – Myndlýsing ársins

Fram til 28. mars er börnum á aldrinum 6-12 ára (1.-7. bekkur) boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Í Síðuskóla fer kosningin fram á bókasafninu, þar hanga uppi veggspjöld með öllum bókum ársins 2024. Á atkvæðaseðlinum má velja eina til þrjár barna og/eða unglingabækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Samhliða kosningu um Bókaverðlaun barnanna er líka kosið um Myndlýsingu ársins. Myndir geta verið magnaðar og aukið áhrif sagna. Þær geta verið fyndnar, óhugnanlegar, sorglegar eða sýnt okkur skemmtileg smáatriði sem ekki standa í textanum. Tilnefndar bækur eru á veggspjaldinu Myndlýsing ársins og er einnig að finna á bókasafninu. Amtsbókasafnið á Akureyri tekur svo við kjörseðlunum og dregur jafnframt einn heppinn þátttakanda úr hverjum skóla sem fær bók að gjöf.

Lesa meira

Alþjóðadagur tungumálsins

Síðastliðinn föstudag, 21.2., á Alþjóðadegi móðurmálsins fór hópur fjöltyngdra barna með ÍSAT kennurum skólans á Amtsbókasafnið. Þar hefur ýmislegt spennandi verið gert alla vikuna af því tilefni. 

Krakkarnir merktu upprunalandið sitt á heimskort, skrifuðu “bros” á sínu móðurmáli og fengu að skoða bókakost safnsins svo eitthvað sé nefnt. Sumir vildu spila og aðrir sýndu barna- og unglingabókum á erlendum tungumálum mikinn áhuga. 

Heimsóknin var mjög skemmtileg og þökkum við fyrir góðar móttökur á Amtsbókasafninu.

Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.

Lesa meira

Opið hús fyrir foreldra/forráðamenn verðandi 1. bekkinga.

Skólinn okkar býður foreldrum og forráðamönnum væntanlegra fyrstu bekkinga að koma í heimsókn miðvikudaginn 26. febrúar milli klukkan 9 og 10. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér skólann og fá innsýn í starfið sem fram fer innan veggja hans.

Gestum verður sýnt skólahúsnæðið og um leið sagt frá starfinu í skólanum. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn verðandi fyrstu bekkinga til að nýta þetta tækifæri og koma í heimsókn. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hugi.is - Skóli - Myndir - Síðuskóli á Akureyri

Lesa meira

Lestrarormur Síðuskóla

Við í Síðuskóla erum öll að taka þátt í lestrarátaki þessa dagana, nemendur og starfsfólk. Við erum að keppast við að lengja lestrarorminn okkar og markmiðið er að ná yfir 200 metra og láta hann hlykkjast um sem flesta ganga skólans. Við byrjuðum í síðustu viku og erum strax komin með 54 metra og 675 miða. Við ætlum að vera í þessu út mars þannig það verður spennandi að sjá hve langan orm okkur tekst að búa til í sameiningu og hvort við náum jafnvel að hringa hann :) Hver árgangur er með sinn lit þannig að hann verður litríkur fyrir alla árganga skólans og starfsfólkið er með sinn eigin.

Sjá flotta orminn okkar hér

Lesa meira

Skólahreysti í Síðuskóla – Undirbúningur í fullum gangi!

Undirbúningur fyrir Skólahreysti er hafinn í Síðuskóla og nemendur fá nú tækifæri til að æfa sig í ýmsum greinum keppninnar. Æfingar fara fram í frímínútum á föstudögum, þar sem nemendur geta mætt og æft styrk, þol og þrautseigju undir leiðsögn kennara.

Auk þess er stöðvavinna í íþróttum hjá 8.–10. bekk sérstaklega sniðin að undirbúningi fyrir keppnina, svo allir fái tækifæri til að spreyta sig í keppnisgreinum. 

Skólahreystikeppnin sjálf fer fram þann 30. apríl næstkomandi. 

Hér má sjá fleiri myndir. 

Lesa meira