Vel heppnuðum þemadögum lokið

Í vikunni voru þemadagar í skólanum. Á yngsta stigi var þemað heimabærinn minn þar sem unnið var með hverfin í bænum, innbæinn, þorpið, brekkuna og eyrina.   Miðstig vann við undirbúning Barnamenningarhátíðar sem sjá má frekari upplýsingar um hér á heimasíðunni. Á unglingastiginu fræddust nemendur um hnattrænt jafnrétti, hugtakið rætt og tekjur fjölskyldna víðs vegar um heim bornar saman. Á miðvikudag var stöðvavinna, þá var farið í alls konar leiki sem reyndu á margs konar hæfileika og á fimmtudag var spilað, föndrað og tekinn góður göngutúr auk þess sem nærri helmingur nemenda eyddi morgninum í íþróttahúsinum í alls konar kappleikjum. 

Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.