Þróunarverkefnið Zankov stærðfræði
Árið 2014 kom út í Noregi þýtt stærðfræðiefni fyrir 1. bekk sem þýtt var úr rússnesku. Háskólinn í Stavanger vistaði hugmyndina og fékk til liðs við sig Barentsforlag til útgáfunnar. Smeaheia skóli í Sandnes var fyrsti skólinn til að innleiða efnið og kennsluhættina. Næstu ár hafa komið út efni fyrri 1. – 5. bekk og nú er komin ákvörðun um að þýða efnið fyrir 6 og 7 bekk líka.
Fljótlega kom það í ljós að nemendur Smeaheia skáru sig úr á samræmdum prófum í 4 bekk hvað árangur snerti. Þeirra árangur var mikið betri en annarra barna í Noregi. Það hefur svo orðið til þess að námsefnið og aðferðirnar hafa hægt og sígandi fengið byr undir báða vængi og nú er það t.d. svo að allir skólar Sandnesskommune nota Zankov efnið sem í Noregi kallast ,,Utviklende oplæring í matematikk“. Margir aðriri skólar hafa valið að nota efnið.
Þátttakendur í þróunarverkefninu
Oddeyrarskóli og Síðuskóli á Akureyri og Breiðagerðisskóli í Reykjavík eru þátttakendur í verkefninu. Verkefnastjórn er hjá MSHA og hefur Þóra Rósa Geirsdóttir, M.ED yfirumsjón með ráðgjöfinni og verkefninu þar auk aðkomu Rannveigar Oddsdóttur Ph.D.