Eldhús

Matráður

Matráður annast daglegan rekstur og verkstjórn mötuneytis fyrir starfsfólk og nemendur í samvinnu við skólastjóra. Hann annast matreiðslu, undirbúning, umgengni og frágang matvæla í eldhúsi og hefur gæði matar og næringargildi að leiðarljósi og gætir hagkvæmni í rekstri. Matráður sér um gerð matseðla eftir manneldismarkmiðum fyrir hvern mánuð skólaársins og kynnir þá foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans. Hann sér um innkaup fyrir mötuneyti skólans, fylgist með rekstrarstöðu mötuneytis hjá skólastjóra og leitast við að innkaup og skipulagning séu sem hagkvæmust. Matráður hefur umsjón með því að tæki og búnaður í eldhúsi starfi eðlilega og lætur umsjónarmann skóla vita ef viðgerða eða lagfæringa er þörf. Fylgist með borðbúnaði og öðrum lausamunum í eldhúsi og sér um endurnýjun og innkaup þegar þörf er á. Matráður aðstaðar við undirbúning og móttöku gesta þegar tilefni eru til. Hann leiðbeinir nemendum í samskiptum og umgengni.

Aðstoðarmatráður

Aðstoðarmatráður starfar undir stjórn matráðs. Megintilgangur starfs er að vera til aðstoðar vð gerð og framreiðslu fæðis fyrir nemendu rog starfsfólk skóla samkvæmt skilgreindu dagsskipulagi s.s. morgunhressing, hádegismatur og síðdegishressing frístundabarna. Aðstoðarmatráður annast frágang í mötuneyti og eldhúsi og sér um að halda rýminu hreinu. Aðstoðarmatráður leiðbeinir nemendum um framkomu og umgengni í matsal.