Stjórnendur

Skólastjóri

Grunnskólalög kveða á um skyldur skólastjóra:

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Við grunnskóla skal vera skólastjóri sem er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans. Skólastjóri sér um að starf skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og gildandi aðalnámskrá og ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar og skólanámskrár. Frístund er á ábyrgð skólastjóra.

Skólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun. Skólastjóri sér um ráðningar starfsfólks og starfsmannahald. Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins og hefur forystu um gerð forvarnaráætlunar, endurmenntunaráætlunar og innra mat.

Skólastjórnendur funda vikulega og skólastjóri boðar til kennarafunda og stigsfunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skólans. Skólastjóri boðar til starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir. Skólastjóri ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra.

 

Deildarstjóri/staðgengill

Annar af tveimur deildarstórum skólans er staðgengill skólastjóra og kemur að almennum stjórnunarstörfum eftir þörfum. Hann er faglegur forystumaður innan skólans og tekur ásamt öðrum stjórnendum þátt í að móta og viðhalda menningu skólans. Hann vinnur að skipulagi skólastarfs og fylgist með því að það sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Hann tekur þátt í stefnumótun skólans, vinnur ásamt öðrum að gerð skólanámskrár, þróunar- og umbótaáætlunar, endurmenntunaráætlunar, innra mats og stuðlar að virkri þátttöku kennara eftir því sem tilefni gefast. Hann sér um gerð stundaskrár og skipuleggur forfallakennslu. Hann hefur ásamt deildarstjóra forgöngu um að kennarar kynni sér nýjungar á sviði námsefnis og námsgagna. Hefur yfirumsjón með námsgögnum, annast stjórn námsmats og prófa í skólanum ásamt deildarstjóra. Hann hefur umsjón með valgreinum nemenda á unglingastigi. Deildarstjóri/staðgengill sér um móttöku kennaranema og hefur samstarf við utanaðkomandi vegna kannana sem lagðar eru fyrir í skólanum. Deildarstjórar vinna að lausn agabrota og ágreiningsmála í samstarfi við kennara. Deildarstjóri/staðgenglill stýrir teymisvinnu í kringum nemendur af eldra stigi. Hann situr í stjórnendateymi, lausnateymi SMT og forvarnarteymi gegn einelti ásamt nemendaverndarráði. Deildarstjórar eru ábyrgðaraðilar heimasíðu skólans.

 

Deildarstjóri

Deildarstjóri er hluti af stjórnunarteymi skólans og tekur þátt í faglegum ákvörðunum og skipulagi innra starfs skólans með skólastjórum. Deildarstjóri tekur á agamálum og fylgist með líðan og félagslegri stöðu nemenda í samvinnu við kennara og foreldra og kemur að skólasókn nemenda. Hann er hluti af lausnateymi SMT og forvarnarteymi gegn einelti og situr auk þess í nemendaverndarráði. Deildarstjóri hefur umsjón með gerð fréttabréfs skólans. Deildarstjóri tekur þátt í skipulagninu á uppákomum og heimsóknum á yngra stigi. Hann kemur að skipulagningu á vettvangsferðum. Hann skipuleggur stoðþjónustu skólans ásamt fagstjóra sérkennslu og deildarsjóra sérdeildar. Deildarstjórar eru ábyrgðaraðilar heimasíðu skólans.