Frístund

Umsjónarmaður

Umsjónarmaður frístundar ber faglega ábyrgð á starfsemi hennar og hefur umsjón með starfinu sem unnið er að skólatíma loknum. Hann verkstýrir þeim stuðningsfulltrúm sem starfa í frístund. Hann sér um skráningar í tölvukerfi og er í samvinnu við kennara yngstu nemenda skólans. Umsjónarmaður ber ábyrgð á því að koma upplýsingum um starfsemi frístundar til foreldra. Hann hefur yfirumsjón með skólaleik í ágúst sem er samstarf leik- og grunnskóla.

 

Stuðningsfulltrúi Frístund

Stuðningsfulltrúi í frístund sinnir gæslu þeirra nemenda í 1. -4. bekk sem skráð eru í frístund undir stjórn forstöðumanns frístundar. Hann tekur ábyrgð á þeim verkefnum og svæðum sem honum er úthlutað hverju sinni. Stuðningsfulltrúi tekur þátt í undirbúningi og skipulagi starfsins eftir þörfum.