Áfallaráð

Hér má finna áfallaáætlun Síðuskóla

Hvað er áfallahjálp?

Í hugtakinu "áfallahjálp" felst m.a sálræn hjálp til þeirra sem verða fyrir áfalli af völdum utanaðkomandi áreiti eða áfalli s.s.náttúruhamförum eins og til að mynda af völdum snjóflóða, slysi sem viðkomandi hefur lent í eða komið að, missir ástvina/r t.d. vegna slyss eða sjúkdóms, annarra voðaatburða sem hefur áhrif á líf viðkomandi,vegna söknuðar s.s. vegna skilnaðar foreldra.

 

Hlutverk áfallaráðs er gerð vinnuáætlunar um hvernig skuli bregðast við þegar áföll hafa orðið svo sem dauðsföll, slys, eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð hjá nemendum. 

Áætlunin felur í sér hvað skuli gera, í hvaða röð og hver sinni hvaða hlutverki. 

Áfallaráð getur kallað til sín utanaðkomandi aðstoð.

 

Áfall er oft skilgreint sem sálræn þjáning sem verður vegna atburðar sem er svo mikill að hann heltekur sálarlífið og veldur oft mikilli truflun á daglegu lífi.

    • Alvarlegir atburðir hafa áhrif á fólk en hversu mikil áhrifin eru er einstaklingsbundið.

    • Áfall felst ekki í atburðinum sjálfum heldur í upplifun/viðbrögðum þeirra sem lenda í 

      ákveðnum atburði.

    • Eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum

 

Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða alvarleg slys kemur þeim til skólastjóra, staðgengil skólastjóra, eða annarra í áfallaráði. Eigi atburðurinn sér stað um helgi er samt sem áður mikilvægt að láta áfallaráð vita. Skólastjóri eða staðgengill skólastjóra sér um að afla staðfestra upplýsinga  um atburðinn og kallar saman áfallaráð. Áfallaráð tekur ákvarðanir um frekari aðgerðir. Hlutverk áfallaráðs er m.a. að koma upplýsingum til starfsfólks og nemenda í samráði við kennara þeirra.

 

Áfallahjálp er oft greind niður í tvö stig; þ.e. sálræna skyndihjálp sem veitt er strax eftir áfall og langtímameðferð sem þar sem tekist er á við langtímaafleiðingar áfalla.

Varðandi þessi atriði mun skólinn koma að áfallahjálp af fyrra stigi.

 

Í áfallaráði Síðuskóla veturinn 2022-2023 sitja eftirtaldir:

 

Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri, gsm 6977795

Marías Ben. Kristjánsson, deildarstjóri, gsm 8654936

Anna Dagbjört Andrésdóttir, gsm 6593685

Bryndís Karlsdóttir,skólaliði, gsm 8233219

Alda Stefánsdóttir, ráðgjafi, gsm 6168214