Saman í Síðuskóla
Við sem erum saman Síðuskóla
sumir eins og álfar, aðrir tröll,
við sem erum saman í Síðuskóla
sigrum fjöll – alla leið.
Spurt er út úr öllum spjörum,
springur hausinn af og til.
Seinna fyllist allt af svörum
sem ég miklu betur skil.
Seinna fyllist allt af svörum
sem ég miklu betur –
sem ég miklu betur skil.
Við sem erum saman Síðuskóla
sumir eins og álfar, aðrir tröll,
við sem erum saman í Síðuskóla
sigrum fjöll – alla leið.
Kennarar að tómum kofum
koma stundum, þó að hér
á stólum inni í flestum stofum,
stari á þá krakkaher
á stólum inni í flestum stofum,
stari á þá krakka –
stari á þá krakkaher.
Við sem erum saman Síðuskóla
sumir eins og álfar, aðrir tröll,
við sem erum saman í Síðuskóla
sigrum fjöll – alla leið.
Allt of snemma árum saman
er ég vakin upp í hnút.
Stundum væri geðveikt gaman
að geta sofið heima út.
Stundum væri geðveikt gaman
að geta sofið heima –
að geta sofið heima út.
Við sem erum saman Síðuskóla
sumir eins og álfar, aðrir tröll,
við sem erum saman í Síðuskóla
sigrum fjöll – alla leið.
sigrum fjöll – alla leið
BHH