Fréttir

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Síðuskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

 

Lesa meira

Öskudagsball/búningaball fyrir 1.-7. bekk fimmtudaginn 29. febrúar

Búningaball 29. febrúar 2024
Öskudagsball (búningaball) verður í Síðuskóla, fimmtudaginn, 29. febrúar, gengið inn hjá íþróttahúsinu.
1.-4. bekkur kl. 17:00-18:30 
5.-7. bekkur kl. 19:00-21:00
Það kostar 500 krónur inn á ballið. Ágóði ballsins rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Sjoppa verður á staðnum.
Verðlaun fyrir besta búninginn.
 
A costume ball will be held in Síðuskóli on February 29th, walk in next to the gymnasium.
1.-4. class at 17:00-18:30
5.-7. class at 19:00-21:00
It costs ISK 500 to enter the ball. The profit goes to the travel fund for the 10th graders.
There will be a shop where the kids can buy some candy and drinks. 
Prize for best costume.
 

 

Lesa meira

Upphátt upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í morgun var undankeppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, haldin á sal skólans. Þar lásu 8 nemendur úr 7. bekk sem höfðu komist áfram eftir bekkjarkeppnina. Allir keppendur stóðu sig mjög vel, en að lokum þurfti að velja tvo nemendur áfram til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður 7. mars næstkomandi í Hofi. Þeir nemendur sem voru valdir eru þau Hlynur Orri Helgason og María Líf Snævarsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í lokakeppninni í næstu viku. 

Hér má sjá myndir frá keppninni í morgun.

Lesa meira

Söngsalur og úrslit í flokkunarkeppni

Í morgun var söngsalur hjá okkur, að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið með Heimi Ingimarssyni. 

Einnig voru tilkynnt úrslit í flokkunarkeppni Síðuskóla en sú hefð hefur skapast í skólanum að árgangar  keppa í flokkun. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu 4. bekkur, 7. bekkur og 8. bekkur. Sigurvegarar voru 7. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.

Myndir frá flokkunarkeppninni.

Myndir frá söngsal í morgun. 

Lesa meira

Algóritminn sem elur mig upp

Algórtiminn sem elur mig upp var yfirskrift á fyrirlestri sem nemendur í 8.-10. bekk fengu í morgun frá Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Þar fór Skúli Bragi yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútímasamfélagi. Virkilega vel heppnaður fyrirlestur og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Viðurkenning í Eldvarnargetraun í 3. bekk

Í gær fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en þá kom Jóhann frá slökkviliðinu til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í árlega. Hilmir Kató var svo heppin að vera annar af tveimur nemendum í 3. bekk á Akureyri sem voru dregin út. Hann fékk viðurkenningarskjal og gjafabréf í Spilavini. Hér með fréttinni má sjá mynd sem var tekin við þetta tækifæri. Til hamingju Hilmir!

Lesa meira

Samtalsdagar í Síðuskóla

Fimmtudaginn 1. febrúar og föstudaginn 2. febrúar verða samtalsdagar í Síðuskóla. Kennsla fellur niður þessa daga en nemendur mæta með foreldrum í samtal á bókuðum tíma. 

Lesa meira

Skrímsli í heimsókn

Í morgun fengum við í skólanum góða heimsókn frá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið er þessa dagana að sýna Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið, byggt á bók sem margir nemendur þekkja og komu skrímslin í heimsókn á sal í morgun. Þau spjölluðu við nemendur í 1. – 4. bekk, sungu eitt lag og dönsuðu. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn sem nemendur höfðu gaman af eins og sjá má á þessum myndum.

Lesa meira

Skipulagsdagur þriðjudaginn 16. janúar

Við í skólanum minnum á skipulagsdaginn þriðjudaginn 16. janúar. Þann dag er engin kennsla og Frístund er lokuð allan daginn eins og sjá má á skóladagatali. 

Lesa meira

Jólakveðja

Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.

 

Lesa meira