Undirbúningur fyrir Skólahreysti er hafinn í Síðuskóla og nemendur fá nú tækifæri til að æfa sig í ýmsum greinum keppninnar. Æfingar fara fram í frímínútum á föstudögum, þar sem nemendur geta mætt og æft styrk, þol og þrautseigju undir leiðsögn kennara.
Auk þess er stöðvavinna í íþróttum hjá 8.–10. bekk sérstaklega sniðin að undirbúningi fyrir keppnina, svo allir fái tækifæri til að spreyta sig í keppnisgreinum.
Skólahreystikeppnin sjálf fer fram þann 30. apríl næstkomandi.