Alþjóðadagur tungumálsins

Síðastliðinn föstudag, 21.2., á Alþjóðadegi móðurmálsins fór hópur fjöltyngdra barna með ÍSAT kennurum skólans á Amtsbókasafnið. Þar hefur ýmislegt spennandi verið gert alla vikuna af því tilefni. 

Krakkarnir merktu upprunalandið sitt á heimskort, skrifuðu “bros” á sínu móðurmáli og fengu að skoða bókakost safnsins svo eitthvað sé nefnt. Sumir vildu spila og aðrir sýndu barna- og unglingabókum á erlendum tungumálum mikinn áhuga. 

Heimsóknin var mjög skemmtileg og þökkum við fyrir góðar móttökur á Amtsbókasafninu.

Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.