Jólakveðja
Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.
Í gær fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn en þá kom Jóhann frá slökkviliðinu til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í árlega. Hilmir Kató var svo heppin að vera annar af tveimur nemendum í 3. bekk á Akureyri sem voru dregin út. Hann fékk viðurkenningarskjal og gjafabréf í Spilavini. Hér með fréttinni má sjá mynd sem var tekin við þetta tækifæri. Til hamingju Hilmir!
Fimmtudaginn 1. febrúar og föstudaginn 2. febrúar verða samtalsdagar í Síðuskóla. Kennsla fellur niður þessa daga en nemendur mæta með foreldrum í samtal á bókuðum tíma.
Í morgun fengum við í skólanum góða heimsókn frá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið er þessa dagana að sýna Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið, byggt á bók sem margir nemendur þekkja og komu skrímslin í heimsókn á sal í morgun. Þau spjölluðu við nemendur í 1. – 4. bekk, sungu eitt lag og dönsuðu. Þetta var mjög skemmtileg heimsókn sem nemendur höfðu gaman af eins og sjá má á þessum myndum.
Við í skólanum minnum á skipulagsdaginn þriðjudaginn 16. janúar. Þann dag er engin kennsla og Frístund er lokuð allan daginn eins og sjá má á skóladagatali.
Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Skrifstofan er lokuð þannig að hringja verður beint í síma Frístundar 461 3473.
Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag, 20. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 10. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Bryndís Huld, Gunnar Brimir og Sóley Eva. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.
Litlu jólin verða þann 21. desember. Það koma allir í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Fyrst verður hópnum skipt í salinn þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og heimastofur en eftir það hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.
Frístund er opin þennan dag frá kl. 8.00-9.00 og 11.00-16.15 fyrir þá sem þar eru skráðir.
Síðustu ár hefur farið fram hurðaskreytingakeppni í Síðuskóla. Úrslit liggja fyrir þetta skólaárið, val dómnefndar var erfitt og hefði hún viljað veita fleiri verðlaun.
Sigurvegari keppninnar í ár er 3. bekkur. Verkið sýnir mikið hugmyndaflug, það er samþætt við margar námsgreinar og þar er að finna mikla natni í útfærslu.
Það er virkilega skemmtilegt að fara um skólann og sjá allar skreytingarnar og lífgar svo sannarlega upp svartasta skammdegið.
Hér eru myndir af öllum hurðunum.
Fimmtudaginn 7. desember var sannkölluð jólastund í Síðuskóla. Dagurinn hófst á jólasöngsal þar sem okkar eini sanni Heimir Ingimars leiddi söng. Í hádeginu var síðan sannkallaður jólamatur á boðstólnum, skinka og tilheyrandi meðlæti.