Lestur er lífsins leikur

Lestrarátak Síðuskóla stendur nú yfir í þrjár vikur og lýkur 11. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir verja til lestrar, hvort sem er heima eða í skólanum. Sérstakt skráningarblað verður þessa daga til að halda utan um lesturinn og æskilegt er að hafa blaðið alltaf í lestrarmöppunni eða skólatöskunni. Verðlaun verða veitt þeim árgangi á hverju stigi er mest les. Tekið verður mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á heildarskráningu mínútufjölda hjá bekknum og skrá í sérstakt skjal. Á haustin eru gjarnan keyptar nýjar bækur á bókasafnið þannig allir lestrarhestar ættu að finna eitthvað nýtt og við sitt hæfi, sjá sýnishorn hér.