Vika bannaðra bók 7.-11. október 2024

Við fögnum viku bannaðra bóka í Síðuskóla þessa dagana. Fyrir okkur virðist það kannski skrýtið að banna bækur en sú umræða kemur samt stundum upp, jafnvel á Íslandi. Fyrirmyndin kemur frá Bandaríkjunum en árlega er haldin þar vika bannaðra bóka til að vekja athygli á þeim verkum sem hafa verið bönnuð, fjarlægð eða aðgangur að þeim takmarkaður á einhvern hátt, aðallega í skólum og bókasöfnum. Margar bækur hafa verið bannaðar um allan heim á öllum tímum ef þær hafa til dæmis sært blygðunarkennd fólks, hvatt til ósæmilegrar hegðunar, verið fjandsamlegar ákveðnum þjóðum eða þjóðfélagshópum, skírskotun til pólitískra skoðana sem eru stjórnvöldum á móti skapi. Umhugsun og umræða um skoðanafrelsi og ritskoðun af öllu tagi er okkur nauðsynleg og holl til að þjálfa gagnrýna hugsun en líka til að meta hvað hefur breyst í tímans rás, hvað okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt í dag en þótti óviðeigandi og jafnvel hættulegt fyrir einhverjum árum. Af hverju var til dæmis  Andrés Önd  bannaðu? Og af hverju var óviðeigandi að gefa dýrum mennska eiginleika einsog að tala?

Meginmarkmið vikunnar er að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar. Á A og B gangi Síðuskóla er sýnishorn af bókum sem eru í eigu bókasafnsins og fá lánaða þótt þær séu kannski sum staðar bannaðar. Sjá má myndir hér.