Göngum í skólann - Lestrarkeppni Síðuskóla

Í morgunsárið voru tilkynnt úrslit í æsispennandi lestrarkeppni Síðuskóla sem stóð yfir dagana 23. september – 11. október. Auk þess voru afhentir sigurbikarar fyrir „Göngum í skólann“ sem stóð yfir frá 4. september til  2. október, sem og fyrir danskeppni sem var haldin á afmæli skólans.

Úrslitin í lestrarkeppninni fóru þannig að 9. bekkur las mest á unglingastigi, hver nemandi að meðaltali 340 mín yfir tímabilið. Á miðstigi var það 6. bekkur las mest og var sannkallaður hástökkvari með 804 mín. að meðaltali. Á yngsta stigi voru það nemendur 4. bekkjar sem lásu að meðaltali 514 mín. yfir tímabilið. Allir þessir lestrarhestar fá ísveislu á morgun í viðurkenningaskyni.

Í verkefninu „Göngum í skólann“ voru það nemendur 5. bekkjar sem voru hæstir með með virkan ferðamáta í skólann þetta tímabil og enduðu í 99,9% virkum ferðamáta. Þau fá ferð í skautahöllina í verðlaun. Myndir frá sal hér.