Nemendur og starfsmenn Síðuskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri og voru þátttakendur verulega spenntir að taka á rás og hlaupa „Síðuskólahringinn“ en hann er 2,2 km. Áður en hlaupið hófst var hitað upp með dansi og hoppi undir stjórn nokkurra nemenda á skólalóðinni. Mikil stemning var á lóðinni þegar þátttakendur komu í mark undir dúndrandi tónlist. Meðaltal fyrstu 10 þátttakenda úr hverjum árgangi ráða úrslitum. Úrslitin verða tilkynnt á sal næsta föstudag ásamt Náttúrufræðingi Síðuskóla. Hér má skoða myndir frá hlaupinu.