Fréttir

Bleiki dagurinn 23. október 2024

Miðvikudaginn 23. október er bleiki dagurinn sem er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Þá eru öll hvött til að „vera bleik“ með einhverjum hætt, t.d. klæðast bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við í Síðuskóla ætlum svo sannarlega að taka þátt og eru nemendur og starfsmenn hvött til að mæta í einhverju bleiku þennan dag. Athugið þetta er fyrsti dagurinn eftir haustfrí þannig það er um að gera að hugsa fyrir þessu strax í dag 😊

Lesa meira

Göngum í skólann - Lestrarkeppni Síðuskóla

Í morgunsárið voru tilkynnt úrslit í æsispennandi lestrarkeppni Síðuskóla sem stóð yfir dagana 23. september – 11. október. Auk þess voru afhentir sigurbikarar fyrir „Göngum í skólann“ sem stóð yfir frá 4. september til  2. október, sem og fyrir danskeppni sem var haldin á afmæli skólans.

Úrslitin í lestrarkeppninni fóru þannig að 9. bekkur las mest á unglingastigi, hver nemandi að meðaltali 340 mín yfir tímabilið. Á miðstigi var það 6. bekkur las mest og var sannkallaður hástökkvari með 804 mín. að meðaltali. Á yngsta stigi voru það nemendur 4. bekkjar sem lásu að meðaltali 514 mín. yfir tímabilið. Allir þessir lestrarhestar fá ísveislu á morgun í viðurkenningaskyni.

Í verkefninu „Göngum í skólann“ voru það nemendur 5. bekkjar sem voru hæstir með með virkan ferðamáta í skólann þetta tímabil og enduðu í 99,9% virkum ferðamáta. Þau fá ferð í skautahöllina í verðlaun. Myndir frá sal hér.

Lesa meira

Vika bannaðra bók 7.-11. október 2024

Við fögnum viku bannaðra bóka í Síðuskóla þessa dagana. Fyrir okkur virðist það kannski skrýtið að banna bækur en sú umræða kemur samt stundum upp, jafnvel á Íslandi. Fyrirmyndin kemur frá Bandaríkjunum en árlega er haldin þar vika bannaðra bóka til að vekja athygli á þeim verkum sem hafa verið bönnuð, fjarlægð eða aðgangur að þeim takmarkaður á einhvern hátt, aðallega í skólum og bókasöfnum. Margar bækur hafa verið bannaðar um allan heim á öllum tímum ef þær hafa til dæmis sært blygðunarkennd fólks, hvatt til ósæmilegrar hegðunar, verið fjandsamlegar ákveðnum þjóðum eða þjóðfélagshópum, skírskotun til pólitískra skoðana sem eru stjórnvöldum á móti skapi. Umhugsun og umræða um skoðanafrelsi og ritskoðun af öllu tagi er okkur nauðsynleg og holl til að þjálfa gagnrýna hugsun en líka til að meta hvað hefur breyst í tímans rás, hvað okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt í dag en þótti óviðeigandi og jafnvel hættulegt fyrir einhverjum árum. Af hverju var til dæmis  Andrés Önd  bannaðu? Og af hverju var óviðeigandi að gefa dýrum mennska eiginleika einsog að tala?

Meginmarkmið vikunnar er að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar. Á A og B gangi Síðuskóla er sýnishorn af bókum sem eru í eigu bókasafnsins og fá lánaða þótt þær séu kannski sum staðar bannaðar. Sjá má myndir hér.

Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024

Í dag var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2024 auk þess að veita nemendum í hverjum árgangi viðurkenningu fyrir góðan árangur í "Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar nátttúru. 

Í ár er Birta Ýr Sævarsdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2024 og fer nafn hennar á platta uppá vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Lárus Daði Bernharðsson, 3. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 3. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 4. bekk

Óliver Andri Einarsson, 7. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 5. bekk

Karólína Hanna Guðmundsdóttir, 6. bekk

María Líf Snævarsdóttir, 8. bekk

Sveinbjörn Heiðar Stefánsson, 8. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 9. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 9. bekk

Einnig voru kynnt úrslit úr Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024. Í ár hlupu 365 nemendur samtals 803 km sem er frábær frammistaða. Veittar eru viðurkenningar fyrir fyrstu tvo í hverjum árgangi; fyrstu þrjú sæti á hverju námstigi og að lokum samvinnubikarinn fyrir besta meðaltal í árgangi. Keppnin var æsispennandi í ár en árgangi 2010 tókst að verja bikarinn sem honum hefur tekist að hampa tvö síðastliðin ár.
Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu:

Hákon Hólm Magnússon Blöndal og Þorgils Freyr Arnarsson í 1. bekk

Alexander Ægir Jónsson og Björgvin Stefánsson í 2. bekk

Gunnar Helgi Björnsson og Viktor Aleksander Gusev í 3. bekk

Óliver Máni Andrésson og Ólafur Steinars Steinarsson í 4. bekk

Baldvin Breki Helgason og Sunna María Helgadóttir í 5. bekk

Hafþór Jaki Teitsson og Tristan Andri Knutsen í 6. bekk

Viktoría Rós Guseva og Fanney Mjöll Arnarsdóttir í 7. bekk

Sunneva Ósk Broddadóttir og Emma Júlía Cariglia í 8. bekk

Arna Lind Jóhannsdóttir, Kári Hrafn Víkingsson og Patrekur Tryggvason í 9. bekk

Kristján Davíð Magnússon og Arnþór Einar Guðmundsson í 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni í morgun þar sem viðurkenningar voru veittar.

Lesa meira

5. bekkur tekur þátt í Barnamenningarhátíð 2025

Í gær fór hópur nemenda í 5. bekk ásamt starfsfólki í safnafræðsluferð á Listasafnið á Akureyri. Heimsóknin er í tengslum við Barnamenningarhátíð sem sett verður í april 2025 en 5. bekk í Siðuskóla er veittur sá heiður að fá að taka þátt î sýningunni í ár. Nemendur fá kynningu á tveimur sýningum og þjálfa myndlæsi og vinna síðan verk í myndmennt út frá sýningunum. Frábær heimsókn í dag og nemendur voru virkilega áhugasamir og voru skólanum og sjálfum sér til sóma.

Hér eru myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Lestur er lífsins leikur

Lestrarátak Síðuskóla stendur nú yfir í þrjár vikur og lýkur 11. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir verja til lestrar, hvort sem er heima eða í skólanum. Sérstakt skráningarblað verður þessa daga til að halda utan um lesturinn og æskilegt er að hafa blaðið alltaf í lestrarmöppunni eða skólatöskunni. Verðlaun verða veitt þeim árgangi á hverju stigi er mest les. Tekið verður mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á heildarskráningu mínútufjölda hjá bekknum og skrá í sérstakt skjal. Á haustin eru gjarnan keyptar nýjar bækur á bókasafnið þannig allir lestrarhestar ættu að finna eitthvað nýtt og við sitt hæfi, sjá sýnishorn hér.

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Síðuskóla

Nemendur og starfsmenn Síðuskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri og voru þátttakendur verulega spenntir að taka á rás og hlaupa „Síðuskólahringinn“ en hann er 2,2 km.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með dansi og hoppi undir stjórn nokkurra nemenda á skólalóðinni. Mikil stemning var á lóðinni þegar þátttakendur komu í mark undir dúndrandi tónlist. Meðaltal fyrstu 10 þátttakenda úr hverjum árgangi ráða úrslitum. Úrslitin verða tilkynnt á sal næsta föstudag ásamt Náttúrufræðingi Síðuskóla. Hér má skoða myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

List fyrir alla komu í heimsókn með frábæra dagskrá

Í dag fengum við góða gesti þegar rithöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland komu á vegum verkefnisins List fyrir alla. Þau byrjuðu á að segja frá verkum sínum og fóru svo yfir það hvernig saga verður til. Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.

 

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúrunnar

Í tilefni dags íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsmenn Síðuskóla út að njóta útiveru og náttúrunnar í dag. Ýmist var farið gangandi, hjólandi og meira segja í strætó til fjarlægari áfangastaða. Nemendur höfðu með nesti og skemmtu sér við leik og störf enda var veðrið eins og best verður á kosið til útiveru. Ýmsu var safnað t.d. laufblöðum, prikum, steinum  og líka því sem á ekki heima í náttúrunni eins og rusli sem hefur fokið. Farið var í leiki og framkvæmdar tilraunir til að skilja betur náttúruna og lífríkið allt um kring. Myndir frá deginum má sjá hér.

Lesa meira

Gönguferð og Dagur íslenskrar náttúru

English below

Sæl og blessuð.
Við höfum tekið ákvörðun um að fresta gönguferðinni nk. föstudag. Ástæðan fyrir því er sú að spáin er kólnandi og leiðin sem við ætluðum að fara er að öllum líkindum drullusvað.
Við minnum einnig á að mánudaginn er Dagur íslenskrar náttúru. Við höldum honum hvernig sem viðrar, dagskráin verður þá aðlöguð að veðri.
Ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir munum við hugsanlega skella okkur í gönguferð með litlum fyrirvara.
Kveðja,
Ólöf, Helga og Malli


Hello and greetings,
We have decided to postpone the hike next Friday. The reason is that the forecast is getting colder, and the route we had planned to take is likely to be a mudfield.
We would also like to remind you that Monday is Icelandic Nature Day. We will celebrate it no matter the weather, and the schedule will be adjusted accordingly.
If the weather gods are kind to us, we might go on a hike at short notice.
Best regards,
Ólöf, Helga, and Malli

Lesa meira