Upphátt í Síðuskóla

Í dag var undankeppni fyrir Upphátt upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Eftir afar sterka keppni meðal þeirra 11 nemenda sem höfðu lesið sig inn í aðra umferð keppninnar, var það niðurstaða dómnefndar að Katrín Birta og Sóley Katla báru sigur úr býtum og verða fulltrúar Síðuskóla í lokakeppninni sem fram fer í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 18. mars n.k.

Dómarar keppninnar voru þær Eyrún Skúladóttir og Jónína Sveinbjörnsdóttir. Aðrir keppendur voru Einar Máni, Elvar Darri, Katla Valgerður, Katrín, Kolfinna Kara, Natalía Nótt, Óliver Andri, Sigurður Atli og Viktoría Rós. Öll fengu rós og hrós fyrir fallegan og góðan lestur að lokum og gaman að sjá hve mikinn metnað 7. bekkur lagði í verkefnið. Hér má sjá myndir frá keppninni.