Þann 17. febrúar hófum við 100 miða leikinn sem er árlegur viðburður í skólastarfinu. Leikurinn stendur yfir í tvær vikur og er markmiðið með honum að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglunum. Starfsmenn gefa 10 nemendum á dag sérstaka hrósmiða sem eru settir á spjald með reitum merktum frá 1 til 100. Búið er að velja vinningsröð á spjaldinu og kemur svo í ljós í lok leiks hvaða nemendur eru í vinningsröðinni. Í morgun voru úrslit leiksins tilkynnt og hver verðlaunin voru í ár.
Í ár var vinningsröðin nr. 71-80 og í henni voru: Aþena Máney 4. bekk, Jóhannes Þór 8. bekk, Elvar Darri 7. bekk, Styrmir Snær 5. bekk, Daníel Arnar 10. bekk, Kristófer Erik 2. bekk, Trausti Freyr 9. bekk, Atli Jakob 10. bekk, Hanna María 6. bekk og Hilmir Kató 4. bekk. Þau fara saman í pílu á Skor og út að borða í hádeginu á Glerártorgi. Til hamingju öll :)
Áður en úrslitin voru tilkynnt hitaði 1. bekkur salinn upp með sigurlagi júróvisjón í ár, laginu Róa með Væb.