Fram til 28. mars er börnum á aldrinum 6-12 ára (1.-7. bekkur) boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Í Síðuskóla fer kosningin fram á bókasafninu, þar hanga uppi veggspjöld með öllum bókum ársins 2024. Á atkvæðaseðlinum má velja eina til þrjár barna og/eða unglingabækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Samhliða kosningu um Bókaverðlaun barnanna er líka kosið um Myndlýsingu ársins. Myndir geta verið magnaðar og aukið áhrif sagna. Þær geta verið fyndnar, óhugnanlegar, sorglegar eða sýnt okkur skemmtileg smáatriði sem ekki standa í textanum. Tilnefndar bækur eru á veggspjaldinu Myndlýsing ársins og er einnig að finna á bókasafninu. Amtsbókasafnið á Akureyri tekur svo við kjörseðlunum og dregur jafnframt einn heppinn þátttakanda úr hverjum skóla sem fær bók að gjöf.