Bleiki dagurinn 23. október 2024

Miðvikudaginn 23. október er bleiki dagurinn sem er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Þá eru öll hvött til að „vera bleik“ með einhverjum hætt, t.d. klæðast bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við í Síðuskóla ætlum svo sannarlega að taka þátt og eru nemendur og starfsmenn hvött til að mæta í einhverju bleiku þennan dag. Athugið þetta er fyrsti dagurinn eftir haustfrí þannig það er um að gera að hugsa fyrir þessu strax í dag 😊