Lestrarormur Síðuskóla

Við í Síðuskóla erum öll að taka þátt í lestrarátaki þessa dagana, nemendur og starfsfólk. Við erum að keppast við að lengja lestrarorminn okkar og markmiðið er að ná yfir 200 metra og láta hann hlykkjast um sem flesta ganga skólans. Við byrjuðum í síðustu viku og erum strax komin með 54 metra og 675 miða. Við ætlum að vera í þessu út mars þannig það verður spennandi að sjá hve langan orm okkur tekst að búa til í sameiningu og hvort við náum jafnvel að hringa hann :) Hver árgangur er með sinn lit þannig að hann verður litríkur fyrir alla árganga skólans og starfsfólkið er með sinn eigin.

Sjá flotta orminn okkar hér