Flokkunarkeppni Síðuskóla

Í gær var haldin hin árlega flokkunarkeppni. Þá keppa bekkirnir milli sín um að flokka sem réttast og á tíma. Gaman að sjá hvað krakkarnir okkar hafa gaman af því að taka þátt í þessari keppni og þetta er að sjálfsögðu lærdómur í leiðinni. Að þessu sinni sigraði 9. bekkur en 1. og 7. bekkur unnu á sínu stigi. Árgangurinn fær köku í lok skóladagsins. Sjá myndir frá keppninni hér.