Nemendur og starfsmenn Síðuskóla hafa keppst við að lesa undanfarnar vikur. Þeir settu sér markmið að ná 200 metra löngum ormi sem myndi hlykkjast um alla ganga skólans. Við gerðum svo gott betur og náðum í allt 253 metrum sem samanstóð af 3159 litríkum hringum, en hver hringur táknaði eina lesna bók. Nemendur og starfsmenn Síðuskóla lásu því 3159 bækur dagana 12. febrúar-31. mars sem gerir um 8 bækur á mann að meðaltali. Ormurinn byrjaði í matsal skólans og fór um allt hús og náði loks að hringa sig í matsalnum aftur. Þetta er frábær árangur og virkilega gaman að sjá hvað allir lögðu sig fram um að lesa og hvað samvinnan skilar okkur góðum árangri. Hver árgangur og starfsmenn voru með sinn einkennislit þannig að ámyndbandinu sést einmitt vel hvað ormurinn varð á endanum langur og litríkur þegar allir leggjast sitt að mörkum.