Nemendur mættu á söngsal í morgun þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið undir handleiðslu Heimis Ingimarssonar. Á söngsal fór fram áskorun þar sem Gunnar, umsjónarkennari í 7. bekk, gaf skeggið sitt til styrktar Barnadeildar SAK.