ÍSAT

Skáknámskeiðin í Síðuskóla

Skáknámskeið fyrir 1.-3. bekk og 3.- 6. bekk Í síðustu viku var haldið skáknámskeið fyrir 1. - 3. bekk. Óhætt er að segja að mikill áhugi væri námskeiðinu því samtals tóku yfir 50 nemendur þátt! Nemendur voru flestir mjög  duglegir og stóðu sig vel. Á laugardaginn fór fram meistaramót Síðuskóla fyrir þennan aldursflokk og tóku 16 nemendur þátt.  Leikar fóru þannig að jafnir í 2. - 3. sæti voru Viktor Már Árnason og Tryggvi Snær Hólmgeirsson en efstur varð Elvar Máni Ólafssonog fengu þeir allir viðurkenningarskjöl fyrir frammistöðuna. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Sigurður Arnarson,  Hersteinn Heiðarsson og Andri Freyr Björgvinsson. Nokkrar myndir frá námskeiðinu og frá mótinu má sjá hér. Rétt er að taka fram að Skákfélag Akureyrar er með æfingar fyrir áhugasama nemendur á mánudögum kl. 14.30 í vesturenda Íþróttahallarinnar á Akureyri (gengið inn frá Þórunnarstræti). Heimasíða félagsins er http://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/ og þar má nálgast allar nánari upplýsingar. Í þessari viku verður annað námskeið í skólanum. Það er ætlað nemendum í 3. – 6. bekk sem lært hafa mannganginn. Tímasetningar eru eftirfarandi Fimmtudagur 3. febrúar  kl. 14.30 til 16.00 Föstudagur 4. febrúar kl. 14.00 til 16.00 Laugardaginn 5. febrúar frá kl. 10.00 til 12.00 verður meistaramót Síðuskóla fyrir 3. – 6. bekk. Þeir nemendur sem eiga töfl eru hvattir til að taka þau með. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira

100 miða leikur og söngsalur

Í gær, fimmtudaginn 27. janúar, voru úrslit í 100 miða leiknum kunngerð á sal þar sem allir nemendur skólans voru saman komnir. Vinningshafar voru kallaðir á svið og fengu að vita að þeirra biði ísveisla að hætti skólastjórans í dag, föstudaginn 28. janúar.   Að því loknu var söngsalur fyrir allan skólann sem nemendaráð hafði undirbúið og stjórnað. Textum laganna sem sungin voru, var varpað á tjald. Þetta er í fyrsta skipti sem söngsalur er fyrir alla nemendur skólans og tókst hann vel í alla staði.   Þeir sem voru í vinningslínunni í 100 miða leiknum voru: Kristján Breki í 7. KJK, Mikael í 1. bekk, Aldís Anna í 9. bekk,   Auður Pálsdóttir í 10. KLM, Daníel Orri í 3. MB, Gunnar Ögri í 5. ÁEK,   Sóley Gunnarsdóttir í 2. bekk, Hugrún Bylgja í 3.MB, Jóna María í 5. SEB,   og Bjarni Fannar í 3. MB
Lesa meira

Skák í Síðuskóla

Skáknámskeið Fyrirhugað er að halda námskeið í skák fyrir nemendur Síðuskóla. Aðal leiðbeinandi verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar. Námskeiðið verður tvískipt. Fyrri hlutinn verður fyrir nemendur í 1.-3. bekk en seinni hlutinn fyrir 3. – 6. bekk. Gott væri að nemendur tækju með sér töfl ef þeir eiga þau, en slíkt er ekki skilyrði. Tímasetningar eru eftirfarandi 1.- 3. bekkur Fimmtudaginn 27. jan. kl. 14.15-16.00  Föstudaginn 28. jan. kl. 13.15-15.15  Laugardaginn 29. jan. kl. 10.00-12.00 verður skákmót.  3.- 6. bekkur (framhaldsnámskeið) Fimmtudaginn 3. feb. kl. 14.30 -16.00  Föstudaginn 4. feb. kl. 14.00 -16.00  Laugardaginn 5. feb. kl 10.00-12.00 verður skákmót. Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu.
Lesa meira

100 miða leikurinn

Foreldrar hafa eflaust orðið varir við það hjá börnum sínum að nú er í gangi leikur í skólanum sem nefnist 100 miða leikurinn. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum, til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu hjá ritara og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Þegar tíminn er liðinn verða tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann. Við erum á þriðja degi í dag, mánudaginn 17. janúar, og leikurinn skapar góða stemmingu hjá nemendum.
Lesa meira

Íþróttavaltímar í 1.-6. bekk

Frá og með 17. janúar 2011 fer tilraunaverkefni aftur af stað, þar sem nemendum í 1. - 6. bekk er gefinn kostur á að taka þátt í íþróttavaltíma eftir hádegi.  Fyrirkomulagið og tímasetningin er eins og var fyrir áramót. Tímarnir verða einu sinni í viku, 60 mínútur í senn og fara fram í íþróttahúsi Síðuskóla. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku. Tímasetning er eftirfarandi: 1. og 2. bekkur á mánudögum kl. 13:20 - 14:20 5. og 6. bekkur á mánudögum kl. 14:20 - 15:20 3. og 4. bekkur á fimmtudögum kl. 13:15 - 14:15. Umsjón með tímunum hefur Rainer Jessen íþróttakennari og ef upp koma spurningar varðandi tímana þá vinsamlegast hafið samband til rainer@akmennt.is. Allir nemendur í 1. - 6. bekk geta sótt þessa tíma sem hefjast í næstu viku og eru allir nemendur velkomnir. Kveðja Rainer, íþróttakennari
Lesa meira

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru fyrir 1. - 6. bekk í dag, mánudaginn 10. janúar og fyrir alla bekki á morgun, þriðjudaginn 11. janúar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag

Vegna veðurs og ófærðar fellur skólahald niður í dag. Góða helgi.
Lesa meira

Óveður og skólahald

Þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar að meta hvort óhætt teljist að senda barn í skólann eða til að komast heim úr skóla. Starfsfólk mætir í skólann þannig að þar á einhver að vera til taks. Í verstu veðrum er skóla aflýst og er það gert snemma að morgni í útvarpi og þá fyrir alla skóla á Akureyri. Sé barn heima vegna veðurs þarf að tilkynna það til ritara í síma eða tölvupósti.
Lesa meira

VIÐTALSDAGAR

Kæru nemendur og foreldrar Mánudaginn 10. janúar og þriðjudaginn 11. janúar  verður námsmat afhent með viðtali við nemendur og foreldra. Viðtölin er skipulögð þannig að 10. janúar eru viðtöl hjá 1. -6. bekk en kennt í 7. – 10. bekk.  11. janúar eru viðtöl í öllum bekkjardeildum skólans og ekki kennsla þann dag. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt frá umsjónarkennara og ef sá tími hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara eða ritara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er einfalt að verða við því. Æskilegt er að vera búin að fara yfir leiðsagnarmatið sem unnið var í skólabyrjun og á miðri önninni svo hægt sé að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars starfsfólks. Foreldrar barna í 1. – 4. bekk eru beðnir að hafa samband ef þeir vilja nota frístund fyrir hádegi viðtalsdagana. Síminn í frístund er 461 3473. Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum.
Lesa meira

Jólakveðja til foreldra og nemenda

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs um leið og við þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.  Starfsfólk Síðuskóla   Nú kemur þú brosandi í bæinn blessaða nýja ár, með ferska framtíðarblæinn sem fortíðar þerrar tár. Því finnst mér að framundan létti og fyrnist óhöppin skeð. Því hægri hönd mína rétti, með hinni það liðna kveð.                                         H.G.  
Lesa meira