ÍSAT

Heimsókn frá landsliðshetjum

Í gær, fimmtudaginn 15. apríl, fengum við heimsókn frá þremur handboltaköppum. Þetta voru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Sturla Ásgeirsson og Arnór Atlason. Þeir eru á landinu vegna landsleikja við Frakka sem fara fram um helgina. Strákarnir kynntu sig og sögðu frá náms- og handboltaferli og svöruðu síðan spurningum frá fróðleiksfúsum nemendum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þessa heimsókn og óskum þeim góðs gengis í leikjunum gegna Frökkum um helgina. Nemendur og starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Myndir frá 3. bekk

Í janúar og febrúar hafa nemendur í 3. bekk verið að læra um það hvernig og úr hverju torfbæir voru byggðir. Nemendur byggðu svo saman torfbæ þar sem þeir m.a. hlóðu steinhleðslu. Verkefnið gekk mjög vel og var virkilega gaman að vinna þetta með nemendunum. Myndir má sjá hér af byggingarvinnunni.
Lesa meira

Páskaleyfi!

Páskaleyfi í Síðuskóla hefst í dag 26. mars. Skipulagsdagur er þriðjudaginn 6. apríl og er frístund lokuð þann dag. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl. Gleðilega páska Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Matseðill fyrir apríl

Matseðill fyrir apríl er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Myndir frá 1. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn á myndasvæði 1. bekkjar. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Lestrarkeppni 4. og 5. bekkja 2010

/* /*]]>*/       Lestrarkeppnin í ár var hörkuspennandi og skemmtileg. Hún stóð frá 15. til 26. mars. (Heldur styttri tími en í fyrra m.a. út af árshátíðinni). Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 32.152 blaðsíður eða að meðaltali 378 bls. á mann. Viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur hljóta: Jóel Fjalarsson 4. SG Bergsveinn Máni Sigurðsson 4. SS Sævar Þór Fylkisson 4. SS Viðurkenningar fyrir miklar framfarir hljóta: Bryndís Huld Þórarinsdóttir 4. SG Berlind Eir Ólafsdóttir 4.SS Guðbjörg Inga Hjaltadóttir 5. HL Ingólfur Þór Hannesson 5. HL Ríkharður Ólafsson 5. HL Sigurður Orri Hjaltason 5. HL Alexander Orri K. Alexandersson 5. SEB Baldur Ingi Jónsson 5. SEB Gunnar Jónas Hauksson 5. SEB Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Dýraríkið - Alfræði barnanna um dýrin í heiminum eftir Penelope Arlon í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Þetta er mjög falleg, skemmtileg og fræðandi bók um dýrin í heiminum. Lestrarhestur í 4. SG er: Steinunn Gréta Kristjánsdóttir Mestar framfarir í 4. SG sýndi: Sunna Steingrímsdóttir Lestrarhestur í 4. SS er: Hákon Alexander Magnússon Mestar framfarir í 4 SS sýndi: Hulda Margrét Sveinsdóttir Lestrarhestur í 5. HL er: Eva Dís Halldórsdóttir Mestar framfarir í 5. HL sýndi: Valgerður Pétursdóttir Lestrarhestur í 5. SEB er: Hafþór Már Vignisson Mestar framfarir í 5. SEB sýndi: Sara Rut Jóhannsdóttir Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni..............:) Það er............ 5. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna en 22.369 blaðsíður samtals.
Lesa meira

15 þúsund laufblöð!

/* /*]]>*/ Í dag héldum við upp á það að nemendur skólans hafa hjálpast að við að safna 15 þúsund laufblöðum (hrósmiðum). Umbun var á sal en þar voru allir bæði nemendur og starfsfólk. Við fengum heimsókn frá Dýrunum úr Hálsaskógi úr Freyvangsleikhúsinu en síðan komu Magni Ásgeirsson og Rúnar Freyr Rúnarsson og spiluðu fyrir okkur og tóku áhorfendur vel undir. Það er óhætt að segja að allir skemmtu sér konunglega bæði fullorðnir og börn. Nú er bara að byrja að safna aftur! Myndir má sjá hér.
Lesa meira

4.SS á Kiðagili

Nemendur í 4. SS fóru á Kiðagil fyrir skemmstu og lærðu þar ýmislegt bæði til gagns og gamans. Ferðin tókst mjög vel og höfðu nemendur, foreldrar og kennari gaman af. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Holugeitungur í Síðuskóla

Þann 9. mars sl. kom Elín Skarphéðinsdóttir með geitung í skólann sem hún hafið séð á pallinum heima hjá sér. Þótti henni að vonum sem geitungurinn væri óvenju snemma á ferðinni. Var haft sambandi við Erling Ólafsson, skordýrafræðing, sem vildi endilega fá dýrið sent til nánari skoðunar. Var það sent til Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt stórri bjöllu sem barst hingað með mandarínum í desember og menn héldu jafnvel vera kakkalakka. Kom í ljós að geitungurinn var holugeitungur en hingað til hafa eingöngu trjágeitungar fundist á Akureyri.  Þetta eru því þáttaskil í útbreiðslu tegundarinnar því til þessa hefur hún ekki gundist með vissu norðar en í Kjós.  Sem sagt, afar áhugavert en kannski ekki mjög spennandi fyrir norðanmenn sem engan sérstakan áhuga hafa á velferð og framgangi geitunga. Um þessa tegund má lesa hér http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1056 Bjallan, sem margir nemendur hafa skoðað, reyndist vera varmasmiður sem er algengur víða erlendis og hefur numið hér land. Um hann má lesa hér.http://www.ni.is/poddur/gardur/poddur/nr/1147
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2010 í 7. bekk grunnskólanna á Akureyri, var haldin í Menntaskólanum miðvikudaginn 17. mars. Keppendur voru 16 og stóðu sig allir með mikilli prýði. Kjartan Atli Ísleifsson keppti fyrir Síðuskóla og lenti í 2. sæti. Í fyrsta sæti varð Aron Elvar Finnson úr Glerárskóla og í þriðja sæti varð Hildur Emelía Svavarsdóttir úr Brekkuskóla. Við óskum keppendum öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira