ÍSAT

Myndir frá 1. bekk

Um daginn fór 1. bekkur í gönguferð út að Grænhól að skoða lömb. Myndir frá þeirri ferð má sjá hér. Í síðustu viku var síðasti heimilisfræðitíminn hjá 1. bekk og af því tilefni gerðum við Lovísubrauð og grilluðum úti ásamt pylsum á heimatilbúnu langgrilli. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og Skólaþróunarsviði HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl. Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu viðurkenninganna.
Lesa meira

Vordagar

Í dag, miðvikudag, og á morgun eru vordagar í Síðuskóla. Mjög fjölbreytt dagskrá er í gangi þessa daga og eru nemendur á fullu út um allan bæ að læra um hina ýmsu hluti. Myndir frá skreytingum 6. bekkjar á skólalóð og kynning fyrir 10. bekk á skyndihjálp má sjá hér. Fleiri myndir eru svo væntanlegar.
Lesa meira

Ferð 6. bekkjar að Hólavatni

Mánudaginn 31. maí fór 6.bekkur að Hólavatni í Eyjafjarðarsveit. Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson fékk styrk úr Æskulýðssjóði ríkisins til að bjóða 11-12 ára börnum í dagsferð að Hólavatni til að fræðast um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta var mjög skemmtileg ferð með samblandi af fræðslu og leik en myndirnar tala sínu máli. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skólaferðalag 10. bekkjar

Nemendur 10. bekkjar eru nú komnir heim eftir vel heppnað þriggjanátta skólaferðalag.  Krakkarnir voru sjálfum sér og skólanum hvarvetna til sóma eins og vera ber. Þeir voru duglegir og tóku þátt í því sem í boði var og stóðu sig með stakri prýði. Meðal þess sem gert var má nefna flúðasiglingu, sund, skotfimi, klettaklifur, paintball, Go Kart og heimsókn í Adrenalíngarðinn.  Krakkarnir borðuðu meðal annars á KFC og Fjörukránni og gistu í Félagsmiðstöðinni Árseli og í Steinsstaðaskóla. Myndir úr ferðinni má sjá hér.
Lesa meira

4. SS í golfi

Mánudaginn 31. maí, fór 4.SS í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau að slá teighögg og pútta. Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel. Eftir golfferðina fóru krakkarnir í skordýraleiðangur út í móa og fundu þar hin ýmsu skordýr. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skóladagatal 2010-2011

Skóladagatal fyrir skólaárið 2010-2011 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að nálgast skóladagatalið ásamt skýringum hér. Einnig er hægt að fara beint á skóladagatalið með því að smella á myndina hér vinstra megin á síðunni.
Lesa meira

4. SG í golfi

Miðvikudaginn 26. maí, fór 4.SG í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau að slá teighögg og pútta. Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Slóveníuferð kennara og nemenda

Föstudaginn 30.apríl lögðum við upp í leiðangur, Bibbi, kennari við Síðuskóla og 3 nemendur, Lena, Kolbrún og Harpa.  Ekið var til Reykjavíkur og flogið Keflavík - London - Graz á leið okkar til Maribor í Slóveníu.  Í Maribor vorum við í 5 daga og nutum þess vel.  Mikið var skoðað t.d. fórum við að skoða hella inni í miðju landinu sem eru 45 kílómetra langir og fjölmennasti ferðamannastðurinn í Slóveníu.  Surtshellir er þó meira spennandi því þarna fórum við um í lest og svo eftir göngustígum.  Við fórum líka að Adríahafinu að skoða Piran, sjávarþorp og eldgamlar salt"námur". Við fórum víða og sáum margt.  Nemendurnir stóðu sig eins og alltaf áður frábærlega og höfum við ávallt komið með úrvalsnemendur á þessa fundi, bæði hvað varðar vinnuframlag og eins hegðun og framkomu. Þetta var síðasta ferðin í þessu verkefni en vonandi verður framhald á samstarfi við erlenda skóla því að það gefur nemendum mikið að fara erlendis, búa hjá erlendum fjölskyldum og læra um menningu annarra Evrópulanda. Bibbi. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Eldgos - krossanesborgir

Það er búið að vera mikið að gera hjá 3. bekk síðustu daga. Eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli kveiktu áhuga nemenda á eldgosum og því sem þeim fylgir. Mikið er búið að spá og spekúlera og m.a. var lesin bókin Edda týnist í eldgosinu. Bókin fjallar um Eddu og systkini hennar sem verða viðskila við foreldra sína í Heimaeyjargosinu. Edda sjálf kom svo í heimsókn til okkar ásamt eldri systur sinni Guðnýju. Edda las einn kafla úr bókinni og gaf svo krökkunum færi á að spyrja þær systur spurninga varðandi gosið. Þökkum við Eddu og Guðnýju fyrir mjög góða stund. Síðustu daga hefur árgangurinn verið að fræðast um fugla. Hluti af fræðslunni var að fara í Krossanesborgir og skoða fugla og hlusta á mismunandi fuglahljóð. Gengið var alla leið að fuglaskoðunarhúsinu sem er nyrst í friðlandinu. Þar vorum árgangurinn svo heppin að rekast á Sverri Thorstensen sem er mikill fuglaáhugamaður og sýndi hann hópnum hreiður silfurmáfs. Í því voru 3 egg og var það toppurinn á ferðinni að sjá hreiðrið. Frábær ferð í alla staði. Myndir má sjá hér.
Lesa meira