07.06.2010
Hin árlega hjólreiðarkeppni Tour de Siduskóli var haldin föstudaginn 4.júní. Keppt var í fyrsta skipti um Stefánsbikarinn til minningar
um Stefán Má Harðarson sem var nemandi í 8.bekk Síðuskóla þegar hann lést í vetur.
Keppnin er á milli nemenda í 5. - 8. bekk. Fyrstu þrír í hverjum árgangi fengu verðlaun. Keppni í opnum flokki þ.e.a.s. á
milli allra keppenda burtséð frá því í hvaða bekk þeir eru var mjög jöfn. Svavar í 6.bekk endaði í þriðja
sæti, Hrannar í 6.bekk varð annar en sigurvegari og þar með fyrsti handhafi Stefánsbikarsins var Ottó í 7.bekk. Ottó vann keppnina
líka í fyrra og hefur því unnið keppnina frá upphafi. Þátttaka var ágæt en vegna ýmissa ástæðna var mikil
óvissa með keppnina og kom það eflaust niður á þátttöku.
Allir keppendur stóðu sig vel.
Lesa meira
03.06.2010
/*
/*]]>*/
/*
/*]]>*/
Skólaslit í Síðuskóla verða mánudaginn 7. júní eftir því sem hér segir:
1. -4. bekkur kl. 9:00
5.-9. bekkur kl. 10:00
Nemendur mæta fyrst á sal en fara síðan í sínar stofur með umsjónarkennara.
Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju kl. 19:00.
Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn
hefst að nýju með viðtölum 23.-24. ágúst.
Með sumarkveðju
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
03.06.2010
Um daginn fór 1. bekkur í gönguferð út að Grænhól að skoða lömb. Myndir frá þeirri ferð má sjá hér.
Í síðustu viku var síðasti heimilisfræðitíminn hjá 1. bekk og af því tilefni gerðum við Lovísubrauð og
grilluðum úti ásamt pylsum á heimatilbúnu langgrilli. Myndir má sjá hér.
Lesa meira
03.06.2010
Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum og
starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem
skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í
skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra
og Skólaþróunarsviði HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum
þann 31. maí sl.
Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu viðurkenninganna.
Lesa meira
02.06.2010
Í dag, miðvikudag, og á morgun eru vordagar í Síðuskóla.
Mjög fjölbreytt dagskrá er í gangi þessa daga og eru nemendur á fullu út um allan bæ að læra um hina ýmsu hluti.
Myndir frá skreytingum 6. bekkjar á skólalóð og kynning fyrir 10. bekk á skyndihjálp má sjá hér.
Fleiri myndir eru svo væntanlegar.
Lesa meira
02.06.2010
Mánudaginn 31. maí fór 6.bekkur að Hólavatni í Eyjafjarðarsveit. Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson fékk styrk úr
Æskulýðssjóði ríkisins til að bjóða 11-12 ára börnum í dagsferð að Hólavatni til að fræðast um
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta var mjög skemmtileg ferð með samblandi af fræðslu og leik en myndirnar tala sínu
máli.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
01.06.2010
Nemendur 10. bekkjar eru nú komnir heim eftir vel heppnað þriggjanátta skólaferðalag. Krakkarnir voru sjálfum sér og skólanum
hvarvetna til sóma eins og vera ber. Þeir voru duglegir og tóku þátt í því sem í boði var og stóðu sig með stakri
prýði.
Meðal þess sem gert var má nefna flúðasiglingu, sund, skotfimi, klettaklifur, paintball, Go Kart og heimsókn í Adrenalíngarðinn.
Krakkarnir borðuðu meðal annars á KFC og Fjörukránni og gistu í Félagsmiðstöðinni Árseli og í Steinsstaðaskóla.
Myndir úr ferðinni má sjá hér.
Lesa meira
31.05.2010
Mánudaginn 31. maí, fór 4.SS í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau
að slá teighögg og pútta.
Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel.
Eftir golfferðina fóru krakkarnir í skordýraleiðangur út í móa og fundu þar hin ýmsu skordýr.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
27.05.2010
Skóladagatal fyrir skólaárið 2010-2011 er komið inn á heimasíðuna.
Hægt er að nálgast skóladagatalið ásamt skýringum hér.
Einnig er hægt að fara beint á skóladagatalið með því að smella á myndina hér vinstra megin á síðunni.
Lesa meira
26.05.2010
Miðvikudaginn 26. maí, fór 4.SG í ferð upp á golfvöll þar sem þeim var kennt ýmislegt varðandi golf. Bæði fengu þau
að slá teighögg og pútta.
Tókst þetta allt vel upp og skemmtu sér allir mjög vel.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira