ÍSAT

Skíðadagur Síðuskóla 2010

Útivistardagur er áætlaður þriðjudaginn 16. mars ef veður leyfir. Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00. Farið verður upp í Hlíðarfjall og fyrsta rúta leggur af stað þangað ca. 8:30. Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Heimferð með kennurum er kl. 12:00 og 12:15 en þeir nemendur í 5.-10. bekk sem ætla að vera lengur verða að koma sér heim sjálfir. Nemendurþurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman ef þeir ætla að vera lengur en til 12:00 uppi í fjalli. Nemendur í frístund fara þangað eins og venjulega. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu. Skóla er lokið eftir hádegismatinn. Muna eftir næringaríku og góðu nesti og klæða sig vel! Við hvetjum ykkur eindregið til að sjá um að börnin ykkar noti hjálm og bendum á að það er hægt að fá lánaða hjálma í fjallinu. Starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Myndir frá undirbúningi árshátíðar

Komnar eru inn myndir frá æfingum nemenda. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Skólahreysti

Fimmtudaginn 11. mars fer Skólahreysti fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst keppnin klukkan 18:00. Síðuskóli hefur sína fulltrúa á svæðinu og eru þeir eftirfarandi: Fyrir stráka keppa: Páll Hólm Sigurðarson og Arnór Þorri Þorsteinsson. Fyrir stelpur keppa: Auður Kristín Pétursdóttir og Helena Rut Pétursdóttir. Varamenn eru Hákon Guðni Hjartarson og Vilborg Austfjörð.
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Mánudaginn 8. mars var foreldrasýning á verkefni um Snorra Sturluson og Sturlungaöldina sem 6. bekkur hefur verið að læra um í samfélagsfræði. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Undanúrslit í stóru upplestrarkeppninni

Föstudaginn 5. mars fóru fram undanúrslit í stóru upplestrarkeppninni í Síðuskóla. Aldís Sveinsdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson voru valin til að keppa fyrir hönd Síðuskóla í úrslitunum sem fara fram miðvikudaginn 17. mars. Berglind Pétursdóttir var kjörinn varamaður.
Lesa meira

Byrjendalæsi í 1. bekk - myndir

Nemendur í 1. bekk í byrjendalæsi þar sem notast var við söguna um Pétur og úlfinn. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Árshátíðarundirbúningur

Nú styttist í árshátíðina og eru nemendur á fullu að æfa atriði og sinna öðrum undirbúningi. Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá nokkra nemendur úr 7. bekk æfa dans sem þau sömdu sjálf. Fleiri myndir eru væntanlegar.
Lesa meira

Lestrarvefur

Við vekjum athygli á vef hjá Kennaraháskóla Íslands sem fjallar um læsi og lestrarörðugleika. Þar gefur að líta m.a. fræðsluefni, niðurstöður rannsókna og ýmsar leiðbeiningar. Vefurinn er afar aðgengilegur http://lesum.khi.is
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla

/* /*]]>*/ Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 11. og 12. mars. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskráin er sem hér segir. Fimmtudagur 11. mars  Klukkan 11:30verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. SB, 5. HL, 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin.           Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. ASR, 4. SG, 5. SB, 7. bekkur, 8. HF og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu.  Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu í stofu 31 meðan á sýningu stendur. Föstudagur 12. mars Klukkan 15:00verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur 1. og 2. bekk (umsjónarkennarar láta vita um skiptingu), 3. TS, 4. SS, 5. HL, 8. B og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. – 7. bekk. Kaffihlaðborð verður eftir sýningu. Það kostar 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna, 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk, frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Klukkan 19:30verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekkur, 8. HF, 8. B og 10. bekkur. Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. Þeir sem koma eingöngu á ballið borga 700 kr. Ball, sjoppa, tómstundaherbergi og kaffihús eftir sýningu. Ballið stendur til 24:00 en nemendur í 6. og 7. bekk fara heim klukkan 22:30.                  Frístund er opin árshátíðardagana fyrir nemendur 1. - 4. bekkjar. Foreldrar þurfa að láta vita ef þeir ætla að nota þessa þjónustu og er síminn í frístund 461-3473. Þeir nemendur sem eru ekki í annaráskrift þurfa að koma með nesti. Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti a.m.k. 15 mín. áður en sýning hefst. Við hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni og vonum að þið skemmtið ykkur vel. Starfsfólk og nemendur Síðuskóla
Lesa meira

Bingó

Laugardaginn 27. febrúar kl. 16:00 heldur Undirheimar í Síðuskóla bingó í sal skólans. Bingóið er liður í fjáröflun vegna ferðar á Samfés hátíðina. Hvert spjald kostar 300 kr. sjoppa á staðnum. Allir velkomnir
Lesa meira