12.05.2010
Próftafla fyrir 7. - 10. bekk er kominn inn á vefinn.
Hana má nálgast í valstikunni vinstra meginn á síðunni.
Lesa meira
07.05.2010
/*
/*]]>*/
Dagskrá dagsins13:30 Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir.
Dagskrá á sviði
14:00 Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur orð
14:05 Ávarp skólastjóra
14:10 Foreldraráð afhendir skólanum gjöf til minningar um Stefán Má
14:30 Nemendur syngja skólasönginn
14.45 Berglind Pétursdóttir nemandi í 7. bekk, les ljóðið Holtasóley
15:00 Einar einstaki sýnir töfrabrögð
15:20 Unnur Lára spilar á píanó
Kl. 15:00 – 16:00 Hestar á bak við íþróttahús.
Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur.
Tombóla í stofu 25 og 26 á B – gangi.
Andlitsmálun í stofu 31 á A – gangi.
Hoppukastali fyrir framan innganginn á íþróttahúsi.
Í innigarði, pylsur og svali kr. 100
Kaffhlaðborð í mötuneyti
Fullorðnir kr. 300
6-16 ára kr. 100
0-6 ára kr. 0
Svali kr. 50
Skólaföt til sýnis og sölu í anddyri íþróttahúss.
Lesa meira
06.05.2010
/*
/*]]>*/
Halló krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur,
frændur og frænkur.
Þá er komið að því !!!
Vorhátíðin okkar verður sunnudaginn 9. Maí
og hefst hún kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00
Að þessu sinni verða krakkarnir með opnar stofurnar sínar og verður þar ýmislegt til sýnis sem þau hafa
verið að vinna að í vetur.
Úti verður hoppukastali, í innigarðinum verða grillaðar pylsur
og skemmtiatriði verða á sal.
Kaffihlaðborðið verður á sínum stað sem og tombólan.
___________________________________________________________________________________________
Frá Kaffinefnd:
Okkur langar til að biðja hvert heimili um að leggja til góðgæti á kaffihlaðborðið
og til þess að allir komi nú ekki með það sama höfum við skipulagt eftirfarandi:
1. - 3. bekkur - sallöt og kex, pönnukökur eða kleinur
4. - 6. bekkur - heitir réttir, smurtertur eða smurbrauð, flatbrauð
7. – 9. bekkur - Rjómatertur – súkkulaðitertur eða sætabrauð
Munið að merkja kökuföt vel og taka til baka
Tekið er á móti kaffibrauðinu í mötuneytinu frá kl. 13-14 á hátíðardaginn.
_____________________________________________________________________________________________
Frá Tombólunefnd:
Tombólan er á sínum stað og er auðvitað bara til fyrir gjafmildi heimilanna
á skemmtilegum hlutum sem ekki er lengur verið að nota. Frábært væri ef
börnin gætu komið með 3-4 hluti þ.e. tombólan er mjög vinsæl.
Kennarar taka við hlutunum á tombóluna en þeim má einnig koma til Svövu í afgreiðslu skólans.
Vinsamlegast komið með hlutina í skólann eigi síðar en 5. maí.
Með bestu kveðju og fyrirfram þökk
Foreldra og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira
04.05.2010
Þann 30. apríl síðastliðinn var Grænfáninn afhentur við hátíðlega athöfn í Síðuskóla.
Myndir frá athöfninni má sjá hér.
Lesa meira
04.05.2010
Matseðill fyrir maí og júní er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
30.04.2010
Valblöð fyrir valgreinar í 8.-10. bekk eru komnar inn á heimasíðuna.
Valblöðin má nálgast hér.
Lesa meira
30.04.2010
Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi
viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að
halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi
skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.
Tenglarnir á formin eru hér að neðan.
http://www.surveymonkey.com/s/nemendavidurkenning
http://www.surveymonkey.com/s/starfsmannavidurkenningar
Lesa meira
28.04.2010
Miðvikudaginn 28. apríl var 4. bekkur að endurvinna pappír í textílmennt.
Myndir má sjá hér.
7. bekkur fór út að hreinsa rusl af skólalóðinni. Vel gekk að tína upp rusl og náðist að fylla nokkra poka eins og sjá má
á myndunum.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
26.04.2010
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja
vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Með afhendingu verðlaunanna er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik- grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu
verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Fólk er hvatt til að láta málið til sín taka og líta eftir verðugum verkefnum í sínu nærumhverfi.
Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí.
Nánari upplýsingar um Foreldraverðlaunin er að finna á heimasíðu samtakanna www.heimiliogskoli.is. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu samtakanna í síma 562 7475.
Lesa meira
23.04.2010
Nýjar myndir eru komnar inn á myndasvæði 6. bekkjar.
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að fara í myndaalbúm.
Nemendur í 6. bekk læra að endurvinna pappír.
Lesa meira