Fréttamenn óskast

Ert þú nemandi á unglingastigi í einhverjum af grunnskólum Akureyrarbæjar og langar að freista gæfunnar sem fréttamaður/kona? Grenndargral.is leitar að fréttamönnum til að flytja nýjustu tíðindi eða fréttir af hinu liðna úr heimabyggð. Óskað er eftir fréttum sem á einhvern hátt tengjast sögu og/eða menningu Eyjafjarðar. Fréttir fjölmiðlanna eru sjaldnast unnar af unglingum og því höfða þær gjarnan meira til eldra fólks. Unglinga þyrstir þó ekkert síður í fróðleik þó áhugi þeirra liggi stundum á öðrum sviðum en hinna sem eldri eru. Til að ná augum og eyrum unglinganna þarf einfaldlega að segja fréttir með þarfir og áhugsvið þeirra í huga. Hverjir eru betur til þess fallnir en unglingarnir sjálfir að afla frétta og segja frá þeim? Nú getur þú, nemandi góður, lagt þitt af mörkum svo að rödd ykkar heyrist. Allt sem þú þarft að gera er að finna spennandi viðfangsefni og búa til úr því frétt sem síðan verður birt á www.grenndargral.is (heimasíða Leitarinnar að grenndargralinu).Viltu gerast leikhúsgagnrýnandi, fjalla um skólalífið eða segja frá því þegar fyrstu bresku hermennirnir komu til Eyjafjarðar? Kannski höfðar rannsóknarblaðamennska til þín. Hvað hefur áunnist með sameiningu Þórs og KA í meistaraflokki karla í handbolta? Hvers vegna sameinast ekki knattspyrnudeildirnar? Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað þú getur fjallað um. Í hverjum mánuði verður valin áhugaverðasta fréttin og hljóta fréttamennirnir á bak við fréttina viðurkenningu auk veglegra verðlauna. Ert þú næsta vonarstjarna Íslands á vettvangi fjölmiðlanna? Kynntu þér málið á www.grenndargral.is.

Ert þú nemandi á unglingastigi í einhverjum af grunnskólum Akureyrarbæjar og langar að freista gæfunnar sem fréttamaður/kona? Grenndargral.is leitar að fréttamönnum til að flytja nýjustu tíðindi eða fréttir af hinu liðna úr heimabyggð. Óskað er eftir fréttum sem á einhvern hátt tengjast sögu og/eða menningu Eyjafjarðar.

Fréttir fjölmiðlanna eru sjaldnast unnar af unglingum og því höfða þær gjarnan meira til eldra fólks. Unglinga þyrstir þó ekkert síður í fróðleik þó áhugi þeirra liggi stundum á öðrum sviðum en hinna sem eldri eru. Til að ná augum og eyrum unglinganna þarf einfaldlega að segja fréttir með þarfir og áhugsvið þeirra í huga. Hverjir eru betur til þess fallnir en unglingarnir sjálfir að afla frétta og segja frá þeim?

Nú getur þú, nemandi góður, lagt þitt af mörkum svo að rödd ykkar heyrist. Allt sem þú þarft að gera er að finna spennandi viðfangsefni og búa til úr því frétt sem síðan verður birt á www.grenndargral.is (heimasíða Leitarinnar að grenndargralinu).Viltu gerast leikhúsgagnrýnandi, fjalla um skólalífið eða segja frá því þegar fyrstu bresku hermennirnir komu til Eyjafjarðar? Kannski höfðar rannsóknarblaðamennska til þín. Hvað hefur áunnist með sameiningu Þórs og KA í meistaraflokki karla í handbolta? Hvers vegna sameinast ekki knattspyrnudeildirnar? Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað þú getur fjallað um.

Í hverjum mánuði verður valin áhugaverðasta fréttin og hljóta fréttamennirnir á bak við fréttina viðurkenningu auk veglegra verðlauna.

Ert þú næsta vonarstjarna Íslands á vettvangi fjölmiðlanna?

Kynntu þér málið á www.grenndargral.is.