ÍSAT

Norræni loftlagsdagurinn - Getraun

Á meðan á þemadögum stóð tóku nemendur þátt í getraun í tilefni af norræna loftlagsdeginum sem var 11. nóvember. Getraunin samanstóð af 24 fullyrðingum, og áttu nemendur að svara til um hvort þær væru réttar eða rangar. Þegar getrauninni var lokið var dregið úr réttum svörum og urðu sigurvegarar eftirfarandi: 1. sæti: Daði Hrannar Davíðsson 2. sæti: Guðmann Óskar Haraldsson 3. sæti: Jón Stefán Laxdal Í verðlaun fengu strákarnir plöntur sem gefnar voru af Sólskógum og konfektkassa. Til gamans má sjá getraunina hér.
Lesa meira

Þemadagar - Myndir

Síðustu tvo daga hafa verið þemadagar í Síðuskóla, þar sem nemendur hafa unnið að ýmsum verkefnum, eins og sokkabrúðugerð, mósaík, hljóðfæragerð ásamt mörgu öðru. Myndir segja meira en þúsund orð og er því tilvalið að renna yfir þær myndir sem teknar voru þessa tvo daga. Myndir frá miðvikudegi má finna hér. Myndir frá fimmtudegi má finna hér.
Lesa meira

Þemadagar

/* /*]]>*/ Miðvikudagur 11. nóvember Mæting kl. 8:00 í  heimastofu og stöðvavinnu lýkur kl. 14:00.  Fimmtudagur 12. nóvember Mæting kl. 8:00 og skóladegi lýkur um kl.16:30. Foreldrar athugið að 1.-3. bekkur hættir kl. 16.00. Nemendur þurfa að hafa með sér tvöfalt nesti þennan dag. Allir eru velkomnir á kaffihús og nemendasýningu sem  verður kl. 15: 00 á fimmtudeginum og einnig er hægt að ganga um skólann og skoða afrakstur vinnunnar. Kaffi og djús verða í boði en meðlæti er selt á kostnaðarverði 50-150 krónur.  Að sjálfsögðu eru foreldrar og aðrir aðstandendur velkomnir í skólann til að fylgjast með vinnunni þessa morgna sem og aðra daga.
Lesa meira

Rauðakrossverkefni

/* /*]]>*/ Nemendur  í Síðuskóla í valfaginu Handmennt og hönnun  hafa í samstarfi við Rauðakrossinn á Akureyri verið að sauma og prjóna ungbarnaföt sem send verða til Malavi í Afriku. Verkefnið heitir Föt sem framlag, þetta eru fatapakkar sem sendir eru til þróunar og neyðaraðstoðar. Innihald pakkanna er staðlað, hver pakki inniheldur: tvær peysur, tvær nærskyrtur, tvennar samfellur, fjórar taubleiur, einar buxur, tvö pör af sokkum,eina húfu, eitt teppi og eitt handklæði. Nemendur hafa aðallega verið að sauma buxur, treyjur, húfur og teppi. Þeir hafa einnig verið að prjóna húfur, teppi og sokka. Verkefnið hefur gengið mjög vel og því lýkur eftir miðjan nóvember með því að nemendur skila af sér afrakstri vinnunnar til Rauðakrossins. Myndir af vinnu nemenda má sjá hér.
Lesa meira

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Næstkomandi fimmtudag, 5. nóvember, ætlar 10. bekkur að halda ball fyrir 1.-2. bekk, 3.-4. bekk og 5.-7. bekk. Aðgangseyrir er 300 kr. Sjoppa verður á staðnum. Kl. 16:00-17:30 er ball fyrir 1.-2. bekk. Kl. 17:30-19:00 er ball fyrir 3.-4. bekk. Kl. 19:00-21:00 er ball fyrir 5.-7. bekk.    Hvetjum alla til að mæta í búningum!
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu

Síðustu vikur hafa nokkrir nemendur tekið þátt í leitinni að grenndargralinu. Um er að ræða keppni og/eða leik milli nemenda á unglingastigi Giljaskóla og Síðuskóla þar sem  nemendur leita að grali einu sem falið er innan bæjarmarkanna. Þátttakendur fá eina þraut í viku í 10 vikur þar sem þeir eiga að leysa ýmiskonar verkefni sem tengjast sögu heimabyggðar. Fyrir hverja rétta úrlausn fá þeir einn bókstaf. Þeir keppendur sem skila inn réttum úrlausnum við þrautunum 10 reyna svo að raða bókstöfunum þannig að þeir myndi orð sem tengist heimabygggð. Ef þeim tekst að mynda lykilorðið fá þeir lokavísbendingu sem leiðir þá að gralinu. Þeir sem fyrstir koma á staðinn og finna grenndargralið teljast sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2009. Þau lið sem eftir eru í keppninni má sjá hér.
Lesa meira

Myndir frá 5. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn á myndasíðu 5. bekkjar. Myndirnar má nálgast hér.
Lesa meira

Kæru foreldrar/forráðamenn

/* /*]]>*/ Haustfrí er dagana 26. og 27. október í Síðuskóla. Opið er í frístund þessa daga fyrir þau börn sem þar eru skráð og einnig verður opið í Árholti. Miðvikudaginn 28. október er skipulagsdagur hjá öllu starfsfólki skólans og þá er frí hjá nemendum. Sérstök athygli er vakin á því að lokað er í frístund til kl. 13:00 þann dag. Við vonum að haustfríið verði ykkur ánægjulegt. Bestu kveðjur Stjórnendur Síðuskóla
Lesa meira

Myndir frá 1. bekk

Á myndasíðu 1. bekkjar eru komnar inn myndir frá fyrstu skóladögunum. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira