ÍSAT

Matseðill fyrir október

Minnum á að matseðill fyrir september er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Á myndasíðu 6. bekkjar eru komnar inn nýjar myndir frá umhverfisdeginum, ferð niður að Hundtjörn og frá siglingu með HúnaII. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna inflúensu

Hér vinstra megin á síðunni hefur verið settur inn hlekkur á viðbragðsáætlun Síðuskóla vegna inflúensu. Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Síðuskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið viðbragðsáætlana skóla eru að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra skólastofnana sem og starfsmanna þeirra þegar til inflúensufaraldurs kemur. Biðjum við alla um að kynna sér þessa áætlun. Viðbragðsáætlun vegna inflúensu
Lesa meira

Norræna skólahlaupið 2009: úrslit

Í dag miðvikudaginn 9. september var Norræna skólahlaupið haldið. Hlaupið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu nemendur sig mjög vel. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum aldursflokk og hér má sjá hverjir náðu bestu tímunum að þessu sinni. Myndir má sjá hér. Til að sjá úrslit hlaupsins smelltu þá á lesa meira.
Lesa meira

Aðalfundur Foreldra-og kennarafélags Síðuskóla (F.O.K.S.)

F.O.K.S. býður upp á súpufund fimmtudaginn 10. september 2009 klukkan 18:00 Dagskrá:Fundarsetning Ávarp skólastjóra Skýrsla stjórnar Afgreiðsla reikninga Alice Harpa Björgvinsdóttir, sálfræðingur flytur fyrirlesturinn. Gaman saman: Mikilvægi jákvæðs hugarfars Kosning í stjórn Önnur mál Gaman væri að sjá sem flesta Stjórn F.O.K.S.
Lesa meira

Auður og Guðrún náttúrufræðingar Síðuskóla

Síðuskóli er stoltur grænfánaskóli og er það vegna þess að nemendur og starfsfólk leggur sig fram um umhverfismennt.  Á hverjum degi er unnið að umhverfismennt og að auki eru árlega í skólanum einn til tveir umhverfisdagar þar sem þema dagsins er umhverfismennt. Annar að hausti og hinn að vori. Á haustin keppa nemendur meðal annars í myndgreiningu, þar sem þeir eiga að þekkja 5 fugla, 5 plöntur og 5 landslagsmyndir. Markmiðið með keppninni er m.a. að auka umhverfisvitund nemenda. Sá sem flest stig fær í keppninni hlýtur sæmdarheitið Náttúrfræðingur Síðuskóla. Að þessu sinni voru tvær stúlkur í 9. bekk efstar og jafnar þær Auður Pálsdóttir 9. SED og Guðrún Baldvinsdóttir 9. BJ. Nokkrir nemendur fengu svo viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í keppninni en þeir eru: Kristján Páll Steinsson 2. SES Fanney Rún Stefánsdóttir 3. ASR Haukur Brynjarsson 4. SG Anna Margrét Bragadóttir 5. SEB Andri Björn Sveinsson 6. EJK2 Svavar Sigurður Sigurðarson 6. EJK1 Elín Erla Káradóttir 10. SS
Lesa meira

Matseðill fyrir september

Minnum á að matseðill fyrir september er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Sóttvarnalæknir og Almannavarnadeild RLS

Til foreldra/forráðamanna Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara. Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla um allt land. Vakin skal athygli á því að í síbreytilegum faraldri kunna að koma aðstæður þar sem endurmeta þarf aðgerðir. Aðgerðir um þessar mundir miða að því að halda skólastarfsemi gangandi og draga úr smithættu. Helstu leiðir til að draga úr smiti: · Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda sig heima í sjö daga frá upphafi veikinda. · Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima. · Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í. · Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á www.influensa.is Seltjarnarnesi, 14. ágúst 2009 Sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjóri, almannavarnadeild
Lesa meira

Afmælis- og hausthátíð Síðuskóla

/* /*]]>*/ Í tilefni af 25 ára afmæli Síðuskóla verður haldin hátíð þann 5. september í skólanum. Margt skemmtilegt og spennandi verður í boði á hátíðinni s.s. hoppkastali, leikir á skólalóð, spákonur og andlitsmálun. Annað sem verður í boði: Slökkviliðsmenn verða með slökkvibíl til sýnis. Árlega tombólan okkar – óbreytt miðaverð kr. 50,- Pylsusala verður í inni garðinum – verð kr. 100,- , Svali kr. 50,- Börn í 1.bekk Síðuskóla verða boðin velkomin og þeim afhend gjöf frá foreldra- og kennarafélagi Síðuskóla Afmæliskaka í boði Síðuskóla. Boðið verður upp á kaffi og djús með kökunni   Hátíðin hefst kl. 13.30 með skrúðgöngu og lýkur kl. 16:00. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Starfsfólk Síðuskóla Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu!

Leitin að grenndargralinu er tilraunaverkefni í samfélagsfræðikennslu á unglingastigi og er um samstarfsverkefni að ræða milli Síðuskóla og Giljaskóla. Tilraunin miðast að því að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því um frjálsa þátttöku að ræða. Um er að ræða leik og/eða keppni þar sem nemendur hafa fengið eina þraut til lausnar í viku hverri, þraut sem á einhvern hátt tengist sögu Akureyrar og nágrennis. Við lausn hverrar þrautar fá nemendur einn bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu.  Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í leitinni að grenndargralinu árið 2009. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Nemendur á unglingastigi í Giljaskóla taka einnig þátt og því er einnig um keppni á milli skóla að ræða.  Umsjón með leitinni hafa þau Sigrún Sigurðardóttir kennari í Síðuskóla og Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla.
Lesa meira