ÍSAT

Sumarbúðir Norrænu félaganna

Spennandi tilboð fyrir 11-14 ára börn. Árlegar sumarbúðir Norrænu félaganna verða í Hillerød í Danmörku frá 28. júní til 5. júlí með þátttöku 90 barna frá öllum Norðurlöndunum. Boðið verður upp á spennandi kanósiglingu, ýmsar íþróttir, útivist, tónlist og skapandi smiðjur. Norræna félagið í Noregi og Norræna félagið á Akureyri greiða þátttöku tveggja barna frá Akureyri. Skilyrði er að foreldrar séu í Norræna félaginu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar www.akmennt.is/nu Skráning er með tölvupósti til mariajons@akureyri.is og í síma 462 7000 til og með 29. apríl.
Lesa meira

Matseðill fyrir maí/júní

Matseðill fyrir maí/júní er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira

Til hamingju Valgerður!

Valgerður Pétursdóttir í 4.HL bar sigur úr býtum í skólamjólkursamkeppni MS. Allir 4. bekkir landsins taka þátt í þessari samkeppni og eru 10 myndir valdar úr af þessum stóra hópi mynda. Myndirnar verða svo notaðar í kynningarskyni fyrir Skólamjólk árið 2009. Við óskum Valgerði innilega til hamingju.
Lesa meira

Árshátíð 2009 - Myndir

Myndir frá fyrstu árshátíðarsýningunni eru komnar inn á myndasíðuna.
Lesa meira

Umferðarverkefni á Glerártorgi

1. apríl var sett upp á Glerártorgi sýning á umferðarverkefni 3. bekkja á Akureyri. Sýningin verður opin fram að páskum. Þar eru myndir sem nemendur hafa unnið og gaman væri að foreldrar kíki á þær með börnunum sínum.
Lesa meira

Erlendir gestir í Síðuskóla

Síðuskóli tekur þátt í Evrópuverkefni sem kennt er við Comenius. Þessu fylgir að nemendur og kennarar fara milli þátttökulanda í heimsókn. Í þessu verkefni eru skólar frá Ítalíu, Slóveníu, Þýskalandi og Noregi auk okkar. Kennarar og nemendur úr Síðuskóla hafa farið í heimsókn til Ítalíu og Noregs og nú erum við með 9 kennara og 15 nemendur í heimsókn í Síðuskóla. Nemendurnir gista á heimilum okkar nemenda og taka þeir þátt í skólastarfinu með þeim. Einnig eru kynningar á verkefnum sem þau hafa verið að vinna að og heimahögum þátttakenda. Auk þess fer hópurinn í kynnisferðir um Akureyri og nágrenni. Í dag er ferðinni heitið í Mývatnssveit og Húsavík. Verkefnið er þroskandi og lærdómsríkt fyrir alla sem að því koma og hefur verið ánægjulegt að hafa þessa góðu gesti í skólanum.
Lesa meira

Árshátíð 2. og 3. apríl

Árshátíð Síðuskóla verður haldin 2. og 3. apríl og af því tilefni breytist stundaskrá þessa daga. Ekki verður kennt fyrir hádegi en sýningar eru eftir hádegi sem hér segir. Fimmtudaginn 2. apríl Klukkan 12:30 verður sýning fyrir nemendur í 1. - 5. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 5. EJK2, 7. bekkur, 8. KLM, 8. BJ og 10. bekkur. Verð er 200 kr. og verður ball og sjoppa eftir sýningu. Tómstunda- og leikherbergi verða opin. Klukkan 16:00 verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða nemendur í 2. SÁ, 1. SES, 4. HL, 3. SS, 5. EJK2, 7. bekk, 7. bekk (töfram.), 8. KLM og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn. Kaffisala verður eftir sýningu. Verð í kaffi 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10. bekk og fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. -7. bekk. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Föstudagurinn 3. apríl Klukkan 15:00 verður sýning fyrir foreldra. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 4. SEB, 1. MB, 3. SG, 2. ASR, 5. EJK1, 8. BJ og 10. bekkur. Verð á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn. Kaffisala verður eftir sýningu. Verð í kaffi 600 kr. fyrir nemendur í 8. - 10.bekk og fullorðna og 300 kr. fyrir börn í 1. - 7. bekk. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðið er upp á barnagæslu meðan á sýningu stendur. Klukkan 19:30 verður sýning fyrir nemendur í 6. - 10. bekk. Skemmtikraftar á þeirri sýningu verða 7. bekk, 7. bekk (töfram.), 8. KLM, 8. BJ og 10. bekkur. Verð: 500 kr. fyrir 6. og 7. bekk, 700 kr. fyrir 8. - 10. bekk. 500 kr. bara á ball. Ball, sjoppa og kaffihús eftir sýningu. Tómstundaherbergi verður opið eftir sýningu.    
Lesa meira

Athöfn í sal 20. mars

Kallað var á sal í morgun til að heiðra nokkra nemendur vegna glæsilegrar frammistöðu í ýmsum greinum. Fyrst las Herdís Elín Þorvaldsdóttir ljóð sem hún las í stóru upplestrarkeppninni þar sem hún var í 2. sæti. Svo voru nokkrir íþróttamenn kallaðir á svið: Fyrir Skólahreysti: Hákon Valur Dansson Heiðrún Dís Stefánsdóttir Unnur Lára Halldórsdóttir Arnór Þorri Þorsteinsson Fyrir frjálsar íþróttir: Kolbeinn Höður Gunnarsson Fyrir Íshokkí: Ingólfur Tryggvi Elíasson Jóhann Már Leifsson og fengu hrós klapp og rós fyrir afrek sín. Myndir má sjá hér. 
Lesa meira

Skólahreysti 2009

Þann 13. mars síðastliðinn kepptu nemendur í Síðuskóla í Skólahreysti. Síðuskóli lenti í 2. sæti með 36 stig, rétt á eftir Þelamerkurskóla. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og má til gamans geta að við vorum með besta tímann í hraðabrautinni. Við óskum keppendum öllum til hamingju með þennan árangur. Þeir sem tóku þátt fyrir hönd Síðuskóla voru: Hákon Valur Dansson (10.H.F) Heiðrún Dís Stefánsdóttir (10.H.F) Unnur Lára Halldórsdóttir (9.S.A) Arnór Þorri Þorsteinsson (9.S.J) Varamenn voru: Hákon Guðni Hjartarson (9.S.J) Oddný Gunnarsdóttir (9.S.A)  
Lesa meira

Úrslit úr Stóru upplestrarkeppninni

Í gær 16. mars fóru fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2008/2009 í 7. bekk. Keppendur sem valdir voru til að keppa á Hólum, M.A. voru: Einar Aron Fjalarsson, Herdís Elín Þorvaldsdóttir og Elfa Jónsdóttir til vara. Stóðu keppendur sig með prýði og urðu úrslit sem hér segir: 1. verðlaun hlaut Eva Laufey Eggertsdóttir (Giljaskóla) 2. verðlaun hlaut Herdís Elín Þorvaldsdóttir (Síðuskóla) 3. verðlaun hlaut Aldís Greta Bergdal (Grunnskólanum í Hrísey) Við óskum öllum keppendum til hamingju með þennan árangur.
Lesa meira