ÍSAT

Verðlaun fyrir Húna getraun

Nemendur í 6. bekk fóru fyrir skömmu í siglingu með Húna. Eftir ferðina tóku nemendur þátt í getraun þar sem þau svöruðu nokkrum spurningum um það sem þau höfðu lært í ferðinni. Dregið var úr réttum svörum og var það Atli Rúnar Heiðarsson sem varð fyrir valinu. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en hann vann matreiðslunámskeið fyrir allan bekkinn á Friðrik V. Við óskum Atla og bekkjarfélögum hans til hamingju.
Lesa meira

Sjálfbær þróun

Síðuskóli hefur fengið fræðslusýninguna Sjálfbær þróun á heimsvísu sem byggð er á hugmyndum Sáttmála jarðar en hann var saminn af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Sýningin samanstendur af veggspjöldum sem innihalda fróðleik um sjálfbæra þróun og umhverfismál. Sýningin var upprunalega sýnd á Heimsfundinum um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg árið 2002 en SGI á Íslandi þýddi sýninguna og prentaði. Sýningin var svo opnuð í dag þriðjudaginn 18. nóvember á Glerártorgi. Við hvetjum alla til þess að líta þar við og skoða.
Lesa meira

Þemadagar

Þann 11. og 12. nóvember voru haldnir þemadagar í Síðuskóla. Yfirskrift þemadagana var "Fjölgreindaleikar Síðuskóla". Óhætt er að segja að nemendur stóðu sig sérstaklega vel. Starfsfólk skólans þakkar nemendum kærlega fyrir ánægjulega og góða leika þessa daga. Myndir má finna hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir desember

Nú er matseðlillinn fyrir desember kominn inn og viljum við því minna fólk á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má sjá hér.
Lesa meira

Rómarferð

Í síðustu viku var farin ferð á vegum skólans til Ítalíu, nánar tiltekið til Rómarborgar.  Ekki voru margir rómverskir riddarar á sveimi þar en íslenskir, þýskir, slóvenskir og norskir kennarar með nemendur hittust vegna Comeniusarverkefnisins „Litir“.  Gerður var mjög góður rómur af verki íslensku nemendanna sem lögðu hönd á plóg. Ingólfur Tryggvi Elíasson 10.bekk og Sólveig María Árnadóttir úr 9.bekk fóru fyrir hönd nemenda skólans og kynntu þau verk sem skólinn lagði til.  Þau stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur.  Bibbi og Hrönn fóru fyrir hönd kennara og lögðu þar drög að framhaldi verkefnisins.  Næst liggur fyrir að fara til Noregs í byrjun febrúar og í lok apríl munu nemendur og kennarar frá þessum löndum sækja okkur heim.   Í Róm var ýmislegt skoðað og það sem bar hæst var Vatíkanið með öllu því sem þar bar fyrir sjónir og Colesseum (hringleikahúsið) þar sem menn öttu kappi við ljón til forna.  Ljónin voru því miður ekki á staðnum þannig að norrænir víkingar gátu ekki tekist á við þau að þessu sinni.  Það bíður betri tíma.    Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður okkur ferðalöngunum minnistæð þangað til við gleymum henni.   Bibbi
Lesa meira

Skólafötin!

Komið þið sæl, nú getum við afgreitt afganginn af skólafötunum. Þeir sem eiga ósóttar pantanir vinsamlegast komið í skólann (matsalinn) mánudaginn 10. nóv. milli klukkan 17:30 og 18:30. Kærar kveðjur Stjórn FOKS
Lesa meira

Til Foreldra/forráðamanna

Þemadagar í Síðuskóla Í næstu viku 11. og 12. nóvember, verða þemadagar í skólanum hjá öllum árgöngum. Yfirskrift þemadaga í ár eru “Fjölgreindaleikar Síðuskóla” þar sem unnið verður eftir fjölgreindakenningu Gardners. Á þemadögum raskast stundarskrá nemenda og eru nemendur búnir með skóladaginn sinn klukkan 14:00 báða daga.
Lesa meira

Opinn borgarafundur um ný skólalög

Menntamálaráðherra boðar til opins borgarafundar um ný skólalög á Akureyri 5. nóvember kl. 20:00-22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri Fundarstjóri verður Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Fundurinn er opinn borgarafundur á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál. Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins sjá um kynninguna og svara fyrirspurnum og standa fyrir opinni umræðu að erindum loknum. Er hér um einstakt tækifæri að ræða til að ræða við ráðherra um þær miklu breytingar sem nú er verið að gera á íslenska menntakerfinu.
Lesa meira

Foreldrar og forráðamenn barna í Síðuskóla

Þriðjudaginn 4. nóvember er skipulagsdagur í Síðuskóla. Kennsla fellur niður en opið er í Frístund og Árholti frá 7:45 til 13:05 fyrir börn sem á vistun þurfa að halda. (Börn sem eru skráð í Frístund halda sínum tímum). Gjaldið er 200 kr. fyrir klst. og greiðist það í Frístund um leið og barnið kemur. Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu látið vita fyrir 31. október. Símanúmerið í Frístund er 461-3473 og er opið eftir kl. 13:30.
Lesa meira

Vinnuverndarvikan 2008

Í þessari viku, 20. til 24. október er hin árlega vinnuverndarvika. Fyrri vinnuverndarvikur hafa m.a. fjallað um streitu, vinnuslys, hávaða og líkamlega álagseinkenni. Í ár fjallar vinnuverndarvikan um áhættumat á vinnustöðum. Slagorð vikunnar er:    BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA LÍF  ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN Við viljum einnig benda á heimasíðu vinnuverndarvikunnar en hana má finna hér.       
Lesa meira