12.03.2009
Matseðill fyrir apríl er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat.
Matseðilinn má finna hér.
Lesa meira
11.03.2009
Komnar eru inn myndir frá söngsal 1-5 bekkjar. Stjórnandi er Gunnar Halldórsson. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
11.03.2009
Undanúrslit Síðuskóla í stóru upplestrarkeppninni fóru fram þriðjudaginn 10. mars. Þar kepptu 14 nemendur úr báðum 7.
bekkjunum og stóðu sig með prýði.
Þeir sem komust áfram og keppa til úrslita eru:
Herdís Elín Þorvaldsdóttir 7.B og
Einar Aron Fjalarsson 7.B
Til vara: Elfa Jónsdóttir 7.H.H
Allir nemendur 7. bekkja fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í vetur.
Lokakeppnin verður mánudaginn 16. mars í Kvosinni, Hólum M.A. klukkan 17-19.
Þar taka þátt allir grunnskólar á Akureyri auk Hríseyjar.
Við hvetjum nemendur 7. bekkjar ásamt foreldrum og forráðamönnum 7. bekkinga sem og aðra aðstandendur til þess að mæta.
Lesa meira
06.03.2009
Fleiri myndir eru komnar inn frá námskeiði 6. bekkjar á Friðrik V.
Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
24.02.2009
Lestrarkeppnin í ár var
hörkuspennandi og skemmtileg. Hún stóð
frá 2. til 18. febrúar.
Alls lásu nemendur hvorki
meira né minna en 50.218 blaðsíður eða
að meðaltali
577 bls. á mann.
Viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur hljóta:
Axel
Þór Jónasson 4. bekk HL
Bára
Dís Sigmarsdóttir 4.
bekk HL
Jörundur
G. Sigurbjörnsson 4. bekk SEB
Jelena
Kovacevic 5. bekk 2
Viðurkenningar fyrir miklar framfarir hljóta:
Jenný
Björnsdóttir 4. bekk SEB
Lena Sóley Þorvaldsdóttir 5.
bekk 1
Sigmar
Pálsson 5. bekk 1
Svavar
S. Sigurðarson 5. bekk 1
Harpa
Lind Hjálmarsdóttir 5. bekk 2
Lestrarhestar og þeir sem
sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Undur náttúrunnar, eftir David Burnie. Bókin er mjög falleg og segir frá nokkrum merkilegum stöðum og dýrum á jörðinni.
Lestrarhestur í 4. bekk HL er: Valgerður Pétursdóttir
Mestar framfarir í 4. bekk HL
sýndi: Ingólfur Þór Hannesson
Lestrarhestur í 4. bekk SEB
er: Hafþór Már Vignisson
Mestar framfarir í 4. bekk SEB
sýndi : Anna Margrét Bragadóttir
Lestrarhestur í 5. bekk 1.
er: Fríða Björk
Einarsdóttir
Mestar framfarir í 5. bekk 1
sýndi: Rósa Guðbjört Austfjörð
Lestrarhestur í 5. bekk 2.
er: Ingibjörg Íris
Kristjánsdóttir
Mestar framfarir í 5. bekk 2
sýndi Aron Marvin Þórarinsson
Og hvort var það svo 4. eða
5. bekkur sem vann þessa keppni..............:)
Það
er.............................................. 5. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna
en 34789 blaðsíður samtals.
Lesa meira
24.02.2009
Kötturinn sleginn úr tunnunni.
Að venju verður Norðurorka með kattarslag á Ráðhústorgi á Öskudaginn.
Kötturinn verður sleginn úr tunnunni kl. 10.30
Lesa meira
23.02.2009
/*
/*]]>*/
Foreldrafélaginu langar til að bjóða foreldrum og/eða forráðamönnum barna
í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu
viðSímann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun
netsins.
Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá þessum aðilum þá er það
margt sem þarf að varast;
· Kannanir SAFT gefa til kynna að netaðgengi grunnskólabarna á Íslandi sé yfir 99%.
· Niðurstöðurnar gefa til kynna að foreldrar séu ekki nægilega upplýstir um notkun barna sinna á netinu
þrátt fyrir að börnin vilji að foreldrar sýni notkun þeirra meiri áhuga.
· Myspace lokaði síðum hjá tugþúsundum dæmdra kynferðisafbrotamanna 2007, en Myspace er mjög vinsæl
félagsnetsíða hjá ungu fólki.
· Facebook hefur sömuleiðis fengið fjölda ábendinga um dæmda kynferðisafbrotamenn sem leita eftir kynnum við ungt
fólk á síðunni.
· Netleikir eru mjög vinsælir hjá börnum. En í leit sinni af áhugaverðum leikjum lenda þau oft inn á
síðum sem bjóða upp á að spilað sé með peninga, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
· Vísbendingar um aukið einelti á netinu og að börn fari ein á fund við netvin hafa undirstrikað nauðsyn þess
að auka þekkingu almennings á því að netið er stór og opinn miðill og að svipaðar samskiptareglur ættu að gilda þar og
í daglegum samskiptum á milli manna.
· Því meira sem foreldrar láta sig varða nethegðun barna sinna því minni líkur eru á að þau taki þátt
í áhættuhegðun eða lendi í aðstæðum sem þau ráð illa við
Í erindinu er fjallað um netið sem upplýsingaveitu og tæki til samskipta og þær hættur sem þar kunna að
leynast og mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja. En til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða
hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru
því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað verður um tölfræðilegar upplýsingar, rafrænt einelti, friðhelgi
einkalífsins, nettælingu og netvini, og hvernig foreldra sjá netnotkun barnanna sinna og svo hvernig börnin upplifa netnotkun sína og samskipti sín við
foreldra. Þá mun Síminn kynna Netvarann, sem boðin er viðskiptavinum Símans endurgjaldslaust.
Nú er tækifærið að koma og hlusta á
þetta áhugaverða erindi, hitta aðra foreldra og rabba saman um kosti og galla netsins.
Fyrirlesturinn er í
Brekkuskóla á sal milli kl. 18 - 19
Hlökkum til að sjá ykkur.
Foreldrafélagið
Lesa meira
20.02.2009
Verum klár, borðum fisk!
Á haustdögum fór 6. bekkur í siglingu með Húna II og tók svo þátt í getraun þar sem verðlaunin voru
matreiðslunámskeið á Friðrik V.
Námskeiðið var svo haldið mánudaginn 16. febrúar. Nemendum var skipt í 2 hópa, annar hópurinn fékk að elda og hinn fékk
fræðslu og æfingu í þjónustustörfum.
Matreiðsluhópurinn fékk að hreinsa ýmsan skelfisk eins og t.d humar, tígrisrækju, hörpuskel
og krækling ásamt því að útbúa fiskisúpu og baka brauð. Að því loknu var sest niður að
snæðingi.
Myndir má finna hér.
Lesa meira
20.02.2009
Foreldrar og nemendur Síðuskóla.
Við minnum á vetrarfrí Síðuskóla 25. -27. febrúar. Skólastarf hefst aftur 2. mars samkvæmt stundaskrá.
Vonum að þið njótið vel frídagana, bestu kveðjur, starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira
18.02.2009
Fyrir nokkrum dögum gaf Ester Guðbjörnsdóttir, annar af tveimur fulltrúum foreldra í umhverfisnefnd skólans, skólanum tvo stóra
góða plastdalla sem gera okkur flokkun auðveldari. Vönduð flokkun er forsenda endurnýtingar og endurvinnslu úrgangs og því er þetta
góð gjöf. Við þurfum alltaf að leita að góðum leiðum til að bæta flokkun þannig að minna magn fari til urðunar og vonum
við að með því að gera starfið sýnilegra þá leggi sig fleiri fram og árangur verði meiri. Við þökkum Ester
kærlega fyrir gjöfina sem og þann áhuga sem hún sýnir starfinu. Í Eyjafirði eru 17 úrgangsflokkar sem íbúar geta
flokkað í og eru góðar leiðbeiningar að finna á vefsíðunni http://flokkun.is sem við hvetjum ykkur til að
skoða.
Lesa meira