07.11.2008
Komið þið sæl, nú getum við afgreitt afganginn af skólafötunum. Þeir sem eiga ósóttar pantanir vinsamlegast komið
í skólann (matsalinn) mánudaginn 10. nóv. milli klukkan 17:30 og 18:30.
Kærar kveðjur
Stjórn FOKS
Lesa meira
07.11.2008
Þemadagar í Síðuskóla
Í næstu viku 11. og 12. nóvember, verða þemadagar í skólanum hjá öllum árgöngum. Yfirskrift þemadaga í ár
eru “Fjölgreindaleikar Síðuskóla” þar sem unnið verður eftir fjölgreindakenningu Gardners. Á þemadögum raskast
stundarskrá nemenda og eru nemendur búnir með skóladaginn sinn klukkan 14:00 báða daga.
Lesa meira
03.11.2008
Menntamálaráðherra boðar til opins borgarafundar um ný skólalög á Akureyri 5. nóvember kl.
20:00-22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri
Fundarstjóri verður Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri
Fundurinn er opinn borgarafundur á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra,
nemendur og annað áhugafólk um skólamál. Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins sjá um
kynninguna og svara fyrirspurnum og standa fyrir opinni umræðu að erindum loknum. Er hér um einstakt tækifæri að ræða til að ræða við
ráðherra um þær miklu breytingar sem nú er verið að gera á íslenska menntakerfinu.
Lesa meira
30.10.2008
Þriðjudaginn 4. nóvember er skipulagsdagur í Síðuskóla.
Kennsla fellur niður en opið er í Frístund og Árholti frá 7:45 til 13:05 fyrir börn sem á vistun þurfa að halda. (Börn sem eru
skráð í Frístund halda sínum tímum).
Gjaldið er 200 kr. fyrir klst. og greiðist það í Frístund um leið og barnið kemur.
Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu
látið vita fyrir 31. október.
Símanúmerið í Frístund er 461-3473 og er opið eftir kl.
13:30.
Lesa meira
23.10.2008
Í þessari viku, 20. til 24. október er hin árlega vinnuverndarvika. Fyrri vinnuverndarvikur hafa m.a. fjallað um streitu, vinnuslys, hávaða og
líkamlega álagseinkenni. Í ár fjallar vinnuverndarvikan um áhættumat á vinnustöðum. Slagorð vikunnar er:
BÆTT
VINNUUMHVERFI
BETRA LÍF
ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN
Við viljum einnig benda á heimasíðu vinnuverndarvikunnar en hana má finna hér.
Lesa meira
22.10.2008
Skólafötin frá Cintamani eru komin til okkar en því miður vantar þó nokkuð af svörtu peysunum. Við getum afgreitt allar
buxur og allar rauðar peysur en því miður fengum við ekki allar svörtu peysurnar. Endilega komið samt við á auglýstum
afhendingartíma og athugið hvort ykkar pöntun sé tilbúin, ef ekki þá fáið þið nánari upplýsingar hvernig staðan
er.
Við ætlum að afhenda fötin í matsalnum á morgun miðvikudaginn 22. október milli kl. 19 – 20 og á fimmtudaginn milli kl. 16 – 18.
Það verður hægt að greiða á staðnum. Peysurnar kosta kr. 5.500,- og buxurnar kr. 3.500,- Einnig verður hægt að fá sendan
greiðsluseðil. Upplýsingar um greiðanda þarf að gefa upp við afhendingu.
Stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla
Lesa meira
16.10.2008
Í gær, miðvikudaginn 15. október var norræna skólahlaupið haldið. Hlaupið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu nemendur sig mjög
vel.
Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum aldursflokk og hér má sjá hverjir náðu bestu tímunum að þessu sinni.
Myndir frá verðlaunaafhendingu má sjá hér.
Lesa meira
15.10.2008
Norræna skólahlaupið verður á morgun miðvikudaginn 15. október, klukkan 11:15.
Hvetjum við alla nemendur til að mæta í góðum skóm og viðeigandi fatnaði.
Lesa meira
13.10.2008
/*
Nemendur í 4. og 7. bekk taka samræmd
könnunarpróf í íslensku og stærðfræði á fimmtudag og föstudag. Íslenska,
fimmtudaginn 16. október kl. 9:30 og stærðfræði, föstudaginn 17. október kl. 9: 30.
Frístund verður opin fyrir 4. bekk frá kl 8:00 – 9:30 og frá 12:00 – 13:00
báða prófdagana. Þeir foreldrar sem vilja notfæra sér þjónustu Frístundar eru beðnir um að skrá börn sín í
Frístund í síðasta lagi á miðvikudag. Við hvetjum nemendur til að mæta stundvíslega og óskum þeim
góðs gengis.
Skólastjórnendur.
Lesa meira
06.10.2008
Síðuskóli hefur boðið nemendum í 4. bekk að taka þátt í mentorverkefninu Vináttu í nokkur ár. Á morgun kl.
17:00 er upphafsdagur verkefnisins í ár en þá hitta fjórðu bekkingar í grunnskólanum nemendur í framhaldsskólunum VMA og MA
í Kvosinni (salur í MA).
Lesa meira