Síðuskóli tekur þátt í Evrópuverkefni sem kennt er við Comenius. Þessu fylgir að nemendur og kennarar fara milli þátttökulanda í heimsókn. Í þessu verkefni eru skólar frá Ítalíu, Slóveníu, Þýskalandi og Noregi auk okkar. Kennarar og nemendur úr Síðuskóla hafa farið í heimsókn til Ítalíu og Noregs og nú erum við með 9 kennara og 15 nemendur í heimsókn í Síðuskóla. Nemendurnir gista á heimilum okkar nemenda og taka þeir þátt í skólastarfinu með þeim. Einnig eru kynningar á verkefnum sem þau hafa verið að vinna að og heimahögum þátttakenda. Auk þess fer hópurinn í kynnisferðir um Akureyri og nágrenni. Í dag er ferðinni heitið í Mývatnssveit og Húsavík.
Verkefnið er þroskandi og lærdómsríkt fyrir alla sem að því koma og hefur verið ánægjulegt að hafa þessa góðu gesti í skólanum.