25.09.2008
Tímar í
íþróttahúsi fyrir skólana í Síðuhverfi
veturinn 2008-2009
Lesa meira
24.09.2008
Umhverfisdagur
Á umhverfisdegi Síðuskóla fór 4. bekkur í gönguferð. Farið var með
strætó að Eikarlundi og þaðan gengið fram hjá golfvellinum, um Naustaborgir og endað í Kjarnaskógi. Stoppað var á Hömrum
þar sem krakkarnir léku sér góða stund í leiktækjum. Veðrið var frábært þennan dag og allir skemmtu sér
vel.
Umbun - andarnefjur
Síðastliðinn föstudag fór 4. bekkur í óvissuferð. Farið var með strætó
niður í bæ og þaðan labbað og andarnefjur skoðaðar.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
23.09.2008
Öllum skólabörnum boðin mjólk
Lesa meira
23.09.2008
Föstudaginn 26. september er
skipulagsdagur í Síðuskóla vegna ráðstefnunnar Ný lög ný tækifæri. Kennsla fellur niður en Frístund og Árholt er
opin frá 7:45 til 13:05 fyrir börn sem á vistun þurfa að halda. (Börn sem þegar hafa verið skráð í vistun eftir hádegi halda
sínum tímum).
Gjaldið er 200 kr. fyrir klst. og greiðist það í Frístund um leið og barnið kemur.
Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu
látið vita fyrir þriðjudaginn 23. september en
símanúmerið í Frístund er 461-3473 og er opið eftir kl. 12:30.
Lesa meira
23.09.2008
Kynningar- og umræðufundur fyrir foreldra barna
í Naustahverfi, sem munu eiga börn í 1. – 7. bekk á næsta skólaári. Fundurinn verður haldinn
í sal Brekkuskóla fimmtudaginn 2. október kl. 20:00-22:00.
Á fundinum mun skólastjóri kynna
þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið, skipulag húsnæðismála, helstu áherslur sem lagt er upp með o.fl.
Þá er óskað eftir því
að foreldrar kjósi fulltrúa í skólaráð sem mun verða skólastjóra til ráðgjafar við vinnuna framundan.
Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta
og hafa mótandi áhrif á skólann okkar frá byrjun.
Ágúst
Jakobsson, skólastjóri
Lesa meira
18.09.2008
Opið er fyrir skráningu í mat og vistun fyrir október.
Matseðil fyrir október má finna hér.
Lesa meira
18.09.2008
Þriðjudaginn 16. september kom Steini Pé með umferðarfræðslu í 1. bekk. Hann ræddi um
örugga leið til og frá skóla og þær hættur sem leynast í umferðinni. Hann lagði líka mikla áherslu á að börn
færu beint heim til sín eftir skólatíma nema annað hafi verið ákveðið fyrirfram. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
12.09.2008
Nemendur 6. bekkjar HB fóru í sjóferð með Húna II í morgun.
Lesa meira
09.09.2008
Skólastjórinn leit inn í íþróttahús skólans þar sem yngsti flokkur drengja í handbolta var að hefja æfingu.
Lesa meira
09.09.2008
Á umhverfisdeginum að hausti er keppt um titilinn Náttúrufræðingur Síðuskóla. Keppnin fer þannig fram að nemendur sjá myndir af
fuglum, plöntum og landslagi eða stöðum á Íslandi...
Lesa meira