Foreldrafélaginu langar til að bjóða foreldrum og/eða forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu viðSímann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins.
Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá þessum aðilum þá er það margt sem þarf að varast;
· Kannanir SAFT gefa til kynna að netaðgengi grunnskólabarna á Íslandi sé yfir 99%.
· Niðurstöðurnar gefa til kynna að foreldrar séu ekki nægilega upplýstir um notkun barna sinna á netinu þrátt fyrir að börnin vilji að foreldrar sýni notkun þeirra meiri áhuga.
· Myspace lokaði síðum hjá tugþúsundum dæmdra kynferðisafbrotamanna 2007, en Myspace er mjög vinsæl félagsnetsíða hjá ungu fólki.
· Facebook hefur sömuleiðis fengið fjölda ábendinga um dæmda kynferðisafbrotamenn sem leita eftir kynnum við ungt fólk á síðunni.
· Netleikir eru mjög vinsælir hjá börnum. En í leit sinni af áhugaverðum leikjum lenda þau oft inn á síðum sem bjóða upp á að spilað sé með peninga, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
· Vísbendingar um aukið einelti á netinu og að börn fari ein á fund við netvin hafa undirstrikað nauðsyn þess að auka þekkingu almennings á því að netið er stór og opinn miðill og að svipaðar samskiptareglur ættu að gilda þar og í daglegum samskiptum á milli manna.
· Því meira sem foreldrar láta sig varða nethegðun barna sinna því minni líkur eru á að þau taki þátt í áhættuhegðun eða lendi í aðstæðum sem þau ráð illa við
Í erindinu er fjallað um netið sem upplýsingaveitu og tæki til samskipta og þær hættur sem þar kunna að leynast og mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja. En til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað verður um tölfræðilegar upplýsingar, rafrænt einelti, friðhelgi einkalífsins, nettælingu og netvini, og hvernig foreldra sjá netnotkun barnanna sinna og svo hvernig börnin upplifa netnotkun sína og samskipti sín við foreldra. Þá mun Síminn kynna Netvarann, sem boðin er viðskiptavinum Símans endurgjaldslaust.
Nú er tækifærið að koma og hlusta á þetta áhugaverða erindi, hitta aðra foreldra og rabba saman um kosti og galla netsins.
Fyrirlesturinn er í
Brekkuskóla á sal milli kl. 18 - 19
Hlökkum til að sjá ykkur.
Foreldrafélagið