17.02.2009
Í byrjun febrúar var annar fundur af 5 í verkefninu. Farið var til Noregs þar sem verkefnið litarhaft
íbúa var þemað. 2 kennarar, Bibbi og Sigrún Sig, fóru með 4 nemendur þau Heklu, Þorkel, Hallgrím og Samúel. Ferðin
gekk mjög vel og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Þau unnu og kynntu fín verkefni sem þau voru búin að undirbúa fyrir
ferðina og fengu lof fyrir. Þau kynntust erlendum nemendum og vonandi halda þau sambandi í framhaldi af ferðinni. Um mánaðamótin mars -
apríl koma hingað til lands nemendur og kennarar frá Ítalíu, Slóveníu, Noregi og Þýskalandi alls 16 nemendur og 8 kennarar.
Nemendurnir koma til með að gista hjá nemendum í Síðuskóla og ítrekum við auglýsingu eftir fjölskyldum til að taka á
móti þessum nemendum. Þeir koma 30. mars og fara heim 3 og 4. apríl.
Myndir eru á
myndasíðu.
Lesa meira
17.02.2009
7. bekkur fór að Reykjum í gær, mánudag, og hefur ferðin gengið mjög vel. Krakkarnir
náttúrulega spenntir fyrsta daginn en allt fór vel fram og allir hafa staðið sig vel. Myndir væntanlegar.
Lesa meira
15.02.2009
Matseðill fyrir mars er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat.
Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira
09.02.2009
11. febrúar er 112 dagurinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og þá
neyðarþjónustuaðila sem tengjast því. Sérstöku 112 blaði verður dreift með fréttablaðinu þennan dag
og er upplagt að nota tækifærið til að minna á númerið og ræða hvað á að gera þegar eitthvað kemur fyrir.
Mikilvægt er að kenna börnum að kalla í einhvern fullorðinn og hringja í 112 ef enginn er nálægur. Þegar hringt er
í 112 þarf að vera viðbúinn að svara spurningum og ekki vera fyrri til að slíta sambandinu því neyðarverðir
ákveða hvenær nægar upplýsingar hafa borist .
Einnig er gott að fara yfir brunavarnir heimila, t.d fara yfir útgönguleiðir. Á vef slökkviliðsins undir liðnum forvarnir www.shs.is má sjá hvernig æfa má flóttaáætlanir fyrir fjölskylduna.
Lesa meira
02.02.2009
Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár er
sérstök áhersla á tannþráðinn og daglega notkun hans. Samstarf og þátttaka ykkar í tannverndarviku er lykilatriði svo efla megi
vitund grunnskólanemenda um mikilvægi góðrar tannheilsu. Gera má ráð fyrir að efnahagsþrengingar geti leitt til versnandi tannheilsu landsmanna og
ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af börnunum.
Minnum foreldra 6 og 12 ára barna á ókeypis skoðun hjá tannlækni.
Vef lýðheilsustöðvar um tannvernd má sjá hér.
Lesa meira
16.01.2009
Matseðill fyrir febrúar er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat.
Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira
12.01.2009
Akureyri 12. janúar 2009
Kæru nemendur og foreldrar
Haustönn lýkur 19. janúar og nú er komið að viðtalsdegi.
Þriðjudaginn 20. janúar verður námsmat afhent með viðtali við nemendur og foreldra. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt
eða í töskupósti.
Ef tíminn sem þið fáið hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja
ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er einfalt að verða við því.
Æskilegt er að vera búin að fara yfir viðtalsblöðin sem rædd voru í skólabyrjun svo hægt sé að hafa þau til
hliðsjónar í viðtölunum.
Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars
starfsfólks.
Boðið er upp á frístund fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar á viðtalsdaginn frá 7:45 -13:00 og kostar dvölin 220 krónur
á tímann. Gjaldið á að greiða í frístund þegar barnið kemur eða er sótt. Börnin þurfa að koma með nesti að
heiman. Þeir sem ætla að nýta þessa þjónustu hafið samband við frístund eftir hádegi föstudaginn 16. janúar til
að skrá barnið. Síminn í frístund er 461 3473.
Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum. Einnig eru þeir beðnir að
svara viðhorfakönnun frá skólanefnd sem fram fer í tölvustofu (stofa 30).
Bestu kveðjur,
Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri
Lesa meira
08.01.2009
Á fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti bæjarráð breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið
2009.
Skólavistun
Síðdegishressing pr. dag 61
Mötuneyti grunnskóla Akureyrar
Stök máltíð 415
Annar áskrift pr. máltíð 307
Lesa meira
15.12.2008
Foreldrar og nemendur í Síðuskóla
Aðventan er gengin í garð og jólin
nálgast. Skólinn hefur verið skreyttur með fyrra móti þetta skólaár og með náminu eru nemendur að vinna að ýmsum verkefnum
tengdum jólunum. Verkefnin eru breytileg eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á
bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, skautaferðir, kaffihús heimsótt og aðventuferðir í
Minjasafns- og Glerárkirkju.
Lesa meira
19.12.2008
Röðun bekkja á litlu jólum.
Kl: 8:30
1.b SES
2.b ASR
3.b SS
4.b SEB
5.b EJK1
6.b TS
7.b B
8.b BJ9.b SJ
10.b HF
Kl: 10:30
1.b MB
2.b SÁ
3.b SG
4.b HL
5.b EJK2
6.b HB
7.b HH
8.b KLM9.b SA
10.b SSig
Nemendur byrja á því að mæta í sínar heimastofur, fyrir utan 7.-10. bekk sem mæta í eftirfarandi stofur.
7. bekkur í stofu 14
8. bekkur í stofu 23
9. bekkur í stofu 26
10. bekkur í stofu 32
Áætluð tímalengd litlu jóla eru 1-2 klukkustundir.
Lesa meira