01.09.2009
/*
/*]]>*/
Í tilefni af 25 ára afmæli Síðuskóla verður haldin hátíð þann 5. september í skólanum. Margt skemmtilegt og
spennandi verður í boði á hátíðinni s.s. hoppkastali, leikir á skólalóð, spákonur og
andlitsmálun. Annað sem verður í boði:
Slökkviliðsmenn verða með slökkvibíl til sýnis.
Árlega tombólan okkar – óbreytt miðaverð kr. 50,-
Pylsusala verður í inni garðinum – verð kr. 100,- , Svali kr. 50,-
Börn í 1.bekk Síðuskóla verða boðin velkomin og þeim afhend gjöf frá foreldra- og kennarafélagi Síðuskóla
Afmæliskaka í boði Síðuskóla. Boðið verður upp á kaffi og djús með
kökunni
Hátíðin hefst kl. 13.30 með skrúðgöngu og lýkur kl. 16:00.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Starfsfólk Síðuskóla
Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla
Lesa meira
26.08.2009
Leitin að grenndargralinu er tilraunaverkefni í samfélagsfræðikennslu á unglingastigi og er um samstarfsverkefni að ræða milli Síðuskóla og Giljaskóla. Tilraunin miðast að því að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því um frjálsa þátttöku að ræða.
Um er að ræða leik og/eða keppni þar sem nemendur hafa fengið eina þraut til lausnar í viku hverri, þraut sem á einhvern hátt tengist sögu Akureyrar og nágrennis. Við lausn hverrar þrautar fá nemendur einn bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu.
Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í leitinni að grenndargralinu árið 2009. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Nemendur á unglingastigi í Giljaskóla taka einnig þátt og því er einnig um keppni á milli skóla að ræða.
Umsjón með leitinni hafa þau Sigrún Sigurðardóttir kennari í Síðuskóla og Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla.
Lesa meira
20.08.2009
/*
/*]]>*/
Senn fer skólinn að byrja og eins og síðastliðið haust munu umsjónarkennarar byrja á samtölum við nemendur og foreldra
dagana 24. og 25. ágúst. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og munum við halda því áfram. Viðtalsblöðin verða
eingöngu send rafrænt nema í undantekningartilfellum. Leiðbeiningar um hvernig vinna á viðtalsblaðið munu fylgja bréfi frá
umsjónarkennara ásamt tímasetningu viðtals og staðsetningu í þessari viku.
Breytingar hafa orðið á stjórnunarteymi skólans þar Ólafur B. Thoroddsen er í árs námsleyfi og kemur
Sigríður Ása Harðardóttir í hans stað. Ólöf Inga Andrésdóttir tekur við starfi aðstoðarskólastjóra og
deildarstjóri í eldri deild er Sigríður Jóhannsdóttir. Hafdís Kristjánsdóttir gegnir áfram starfi deildarstjóra í
yngri deild. Rétt er að minna á að Anna Kolbrún Árnadóttir hefur tekið við umsjón sérkennslu á yngra
stigi.
Við höldum SMT þróunarstarfi okkar áfram og erum að fara inn á þriðja ár í þeirri vinnu og vonum að
það haldi áfram að skila góðum árangri.
Sú nýbreytni verður næsta skólaár að starfsdagar verða í Frístund en upplýsingar um hvaða dagar
það eru má sjá á skóladagatali.
Þann 5. september verður hausthátíð sem að þessu sinni verður tileinkuð því að 25 ár eru
síðan Síðuskóli tók til starfa.
Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin
ár.
Bestu kveðjur,
stjórnendur Síðuskóla
Lesa meira
19.08.2009
/*
/*]]>*/
/*
/*]]>*/
Grunnskólar Akureyrar
Nemendur skulu koma í skólana mánudaginn 24. ágúst. n.k. sem hér segir:
Oddeyrarskóli, Glerárskóli og Giljaskóli
Nemendur í 2., 3. og 4. bekkklukkan 9:00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekkklukkan 10:00.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekkklukkan 11:00.
Sérdeild Giljaskóla – Nemendur mæti klukkan 09:00
Nemendur Hlíðarskóla, Brekkuskóla, Naustaskóla, Lundarskóla og Síðuskóla
verða boðaðir sérstaklega til viðtals við umsjónarkennara bréflega.Grunnskólinn í Hrísey verður settur þann 24.ágúst n.k. kl. 14:00Nemendur sem hefja nám í1. bekk verða boðaðir sérstaklega með bréfi til viðtals
í skólunum ásamt aðstandendum sínum.
Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum fyrsta skóladaginn.
Skólastjórar
Lesa meira
11.08.2009
Frístund - staðfesting fyrir skólaárið 2009 - 2010 fer fram 13. og 14. ágúst n.k. milli kl. 09:00
-14:00
Allir foreldrar barna í 1. - 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta sér þjónustu frístundar
fyrir börn sín næsta skólaár - staðfesti skráninguna. Staðfesta þarf dvöl í frístund með
undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast þessa daga hafi samband við skólana til að ákveða tíma.
Forstöðumaður frístundar Ingigerður Traustadóttir verður við fyrrnefnda daga og tekur við staðfestingum. Símanúmer frístundar:
461 3473 netfang: ingtraust@akmennt.is. Einnig er hægt að hafa samband við ritara í síma 462 2588 netfang: svava@akureyri.is.
Dvalarsamning og viðmiðunarreglur má finna hér.
Í vetur verða einnig starfsdagar í frístund sem áður hafa ekki verið auglýstir en er nú búið að bæta inn á skóladagatalið.
Þessir dagar eru eftirfarandi:
28. október: Hálfur dagur f.h.
8. desember: Hálfur dagur f.h.
4. janúar: Heill dagur
6. apríl: Heill dagur
Lesa meira
30.06.2009
Ágætu foreldrar.
Hér er að finna innkaupalista fyrir næsta skólaár.
Eitt og annað á þessum listum er eflaust til frá fyrri skólaárum og hægt að nota áfram.
1.bekkur 2.bekkur
3.bekkur 4.bekkur 5.bekkur 6.bekkur 7.bekkur 8.bekkur 9.bekkur 10.bekkur
*Í innkaupalistum fyrir 2, 3, 5, 6, 7. og 10. bekk hafa verið lagfærðar villur.
Lesa meira
05.06.2009
Í myndamöppu 5. bekkjar eru komnar myndir frá ferð þeirra í siglingaklúbbinn Nökkva þar sem nemendur fengu að sigla á kajak og
seglbátum. Myndirnar má sjá hér.
Í myndamöppu 6. bekkjar eru myndir af vorferð í fjöruna við Bárufell, þar sem steinum var safnað og hamborgarar grillaðir. Daginn eftir voru
gerð listaverk úr steinunum. Myndir má sjá hér.
Í myndamöppu 9. bekkjar eru myndir frá vorferð þeirra og siglingu á Húna. Myndir má sjá hér.
Á dögunum var haldið íþróttamót kvenna milli starfsfólks og nemenda í 10. bekk. Keppt var í handbolta, bandý og fótbolta.
Myndir frá þessum viðburði má sjá hér.
Myndir frá hjólreiðakeppni nemenda í 5.-8. bekk má sjá hér.
Í myndamöppu 4. bekkjar eru komin inn nokkur myndaalbúm.
Gróðursetningu má sjá hér.
Eggjaverkefni má sjá hér.
Ferð á Iðnaðarsafnið má sjá hér.
Útivistardag má sjá hér.
Í myndamöppu hjá 2. bekk eru komnar inn myndir frá vordögum. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
02.06.2009
Miðvikudag og fimmtudag eru vordagar í skólanum, þá daga lýkur kennslu klukkan 12:30.
Föstudaginn 5. júní n.k. eru skólaslit.
1. - 4. bekkur mætir kl. 10:00, 5. - 9. bekkur mætir kl. 11:00 og 10. bekkur í Glerárkirkju kl. 18.00.
Lesa meira
25.05.2009
Laugardaginn 23. maí kom fyrsti útskriftarárgangur Síðuskóla
í heimsókn í tilefni þess að nú eru 20 ár síðan hópurinn lauk grunnskólaprófi. Mætingin var góð og
komu 20 af 23 sem í hópnum voru. Einnig mætti Ragnhildur Skjaldardóttir sem var umsjónarkennari þeirra í þrjú ár en Ragnhildur var
aðstoðarskólastjóri í mörg ár og skólastjóri í afleysingum. Árgangurinn var búinn að vera í ýmsum
skólum á Akureyri en þrjú síðustu árin var hann í Síðuskóla og alltaf elstu nemendurnir meðan þau voru
hér.
Í tilefni afmælisins færði hann Síðuskóla
málverk að gjöf sem ein úr hópnum, Guðrún Vaka (GVAKA, listamannsnafn) málaði af skólanum.
Smelltu á lesa meira til að sjá mynd af
málverkinu.
Lesa meira
25.05.2009
Þriðjudaginn 12. maí var haldin rýmingaræfing í Síðuskóla. Hvorki nemendur né starfsfólk vissi
að til stæði að halda æfingu. Tilgangurinn var að sjá hve langan tíma tæki að rýma skólann þegar enginn vissi hvað
stæði til. Æfingin gekk í alla staði mjög vel og tók 3.51 mín að tæma skólann. Slökkviliðið var heldur lengur á
ferðinni og stafaði það af gatnaframkvæmdum.
Myndir má sjá hér.
Öryggisnefnd.
Lesa meira