ÍSAT

Kæru foreldrar barna í Síðuskóla

Skólafötin frá Cintamani eru komin til okkar en því miður vantar þó nokkuð af svörtu peysunum. Við getum afgreitt allar buxur og allar rauðar peysur en því miður fengum við ekki allar svörtu peysurnar.  Endilega komið samt við á auglýstum afhendingartíma og athugið hvort ykkar pöntun sé tilbúin, ef ekki þá fáið þið nánari upplýsingar hvernig staðan er. Við ætlum að afhenda fötin í matsalnum á morgun miðvikudaginn 22. október milli kl. 19 – 20 og á fimmtudaginn milli kl. 16 – 18. Það verður hægt að greiða á staðnum. Peysurnar kosta kr. 5.500,- og buxurnar kr. 3.500,- Einnig verður hægt að fá sendan greiðsluseðil. Upplýsingar um greiðanda þarf að gefa upp við afhendingu.   Stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla
Lesa meira

Norræna skólahlaupið 2008 - Úrslit

Í gær, miðvikudaginn 15. október var norræna skólahlaupið haldið. Hlaupið gekk mjög vel fyrir sig og stóðu nemendur sig mjög vel. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í hverjum aldursflokk og hér má sjá hverjir náðu bestu tímunum að þessu sinni. Myndir frá verðlaunaafhendingu má sjá hér.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður á morgun miðvikudaginn 15. október, klukkan 11:15. Hvetjum við alla nemendur til að mæta í góðum skóm og viðeigandi fatnaði.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf

/* Nemendur í 4. og 7. bekk taka samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði á fimmtudag og föstudag. Íslenska, fimmtudaginn 16. október kl. 9:30 og stærðfræði, föstudaginn 17. október kl. 9: 30. Frístund verður opin fyrir 4. bekk frá kl 8:00 – 9:30 og frá 12:00 – 13:00 báða prófdagana. Þeir foreldrar sem vilja notfæra sér þjónustu Frístundar eru beðnir um að skrá börn sín í Frístund í síðasta lagi á miðvikudag. Við hvetjum nemendur til að mæta stundvíslega og óskum þeim góðs gengis.  Skólastjórnendur.    
Lesa meira

Mentorverkefnið Vinátta

Síðuskóli hefur boðið nemendum í 4. bekk að taka þátt í mentorverkefninu Vináttu í nokkur ár. Á morgun kl. 17:00 er upphafsdagur verkefnisins í ár en þá hitta fjórðu bekkingar í grunnskólanum nemendur í framhaldsskólunum VMA og MA í Kvosinni (salur í MA).
Lesa meira

Tímar í íþróttahúsi

Tímar í íþróttahúsi fyrir skólana í Síðuhverfi veturinn 2008-2009    
Lesa meira

Myndir frá 4. bekk

Umhverfisdagur Á umhverfisdegi Síðuskóla fór 4. bekkur í gönguferð. Farið var með strætó að Eikarlundi og þaðan gengið fram hjá golfvellinum, um Naustaborgir og endað í Kjarnaskógi. Stoppað var á Hömrum þar sem krakkarnir léku sér góða stund í leiktækjum. Veðrið var frábært þennan dag og allir skemmtu sér vel.      Umbun - andarnefjur Síðastliðinn föstudag fór 4. bekkur í óvissuferð. Farið var með strætó niður í bæ og þaðan labbað og andarnefjur skoðaðar. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

9. alþjóðlegi skólajólkurdagurinn

Öllum skólabörnum boðin mjólk
Lesa meira

Ráðstefna - kennsla fellur niður

  Föstudaginn 26. september er skipulagsdagur í Síðuskóla vegna ráðstefnunnar Ný lög ný tækifæri. Kennsla fellur niður en Frístund og Árholt er opin frá 7:45 til 13:05 fyrir börn sem á vistun þurfa að halda. (Börn sem þegar hafa verið skráð í vistun eftir hádegi halda sínum tímum). Gjaldið er 200 kr. fyrir klst. og greiðist það í Frístund um leið og barnið kemur.  Þeir sem ætla að nýta sér þessa þjónustu látið vita fyrir þriðjudaginn 23. september en símanúmerið í Frístund er 461-3473 og er opið eftir kl. 12:30.  
Lesa meira

Hvað er að frétta af Naustaskóla?

Kynningar- og umræðufundur fyrir foreldra barna í Naustahverfi, sem munu eiga börn í 1. – 7.  bekk á næsta skólaári. Fundurinn verður haldinn í sal Brekkuskóla fimmtudaginn 2. október kl. 20:00-22:00. Á fundinum mun skólastjóri kynna þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið, skipulag húsnæðismála, helstu áherslur sem lagt er upp með o.fl. Þá er óskað eftir því að foreldrar kjósi fulltrúa í skólaráð sem mun verða skólastjóra til ráðgjafar við vinnuna framundan. Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta og hafa mótandi áhrif á skólann okkar frá byrjun.                                                 Ágúst Jakobsson, skólastjóri
Lesa meira