Leitin að grenndargralinu!

Leitin að grenndargralinu er tilraunaverkefni í samfélagsfræðikennslu á unglingastigi og er um samstarfsverkefni að ræða milli Síðuskóla og Giljaskóla. Tilraunin miðast að því að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því um frjálsa þátttöku að ræða. Um er að ræða leik og/eða keppni þar sem nemendur hafa fengið eina þraut til lausnar í viku hverri, þraut sem á einhvern hátt tengist sögu Akureyrar og nágrennis. Við lausn hverrar þrautar fá nemendur einn bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu.  Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í leitinni að grenndargralinu árið 2009. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Nemendur á unglingastigi í Giljaskóla taka einnig þátt og því er einnig um keppni á milli skóla að ræða.  Umsjón með leitinni hafa þau Sigrún Sigurðardóttir kennari í Síðuskóla og Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla.

\"\"Leitin að grenndargralinu er tilraunaverkefni í samfélagsfræðikennslu á unglingastigi og er um samstarfsverkefni að ræða milli Síðuskóla og Giljaskóla. Tilraunin miðast að því að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því um frjálsa þátttöku að ræða.

Um er að ræða leik og/eða keppni þar sem nemendur hafa fengið eina þraut til lausnar í viku hverri, þraut sem á einhvern hátt tengist sögu Akureyrar og nágrennis. Við lausn hverrar þrautar fá nemendur einn bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu. 

Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í leitinni að grenndargralinu árið 2009. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Nemendur á unglingastigi í Giljaskóla taka einnig þátt og því er einnig um keppni á milli skóla að ræða.

 Umsjón með leitinni hafa þau Sigrún Sigurðardóttir kennari í Síðuskóla og Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla.