ÍSAT

Öskudagurinn

Kötturinn sleginn úr tunnunni. Að venju verður Norðurorka með kattarslag á Ráðhústorgi á Öskudaginn. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni kl. 10.30
Lesa meira

Öryggi barna og unglinga á netinu

/* /*]]>*/ Foreldrafélaginu langar til að bjóða foreldrum og/eða forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu viðSímann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá þessum aðilum þá er það margt sem þarf að varast; ·        Kannanir SAFT gefa til kynna að netaðgengi grunnskólabarna á Íslandi sé yfir 99%. ·        Niðurstöðurnar gefa til kynna að foreldrar séu ekki nægilega upplýstir um notkun barna sinna á netinu þrátt fyrir að börnin vilji að foreldrar sýni notkun þeirra meiri áhuga. ·        Myspace lokaði síðum hjá tugþúsundum dæmdra kynferðisafbrotamanna 2007, en Myspace er mjög vinsæl félagsnetsíða hjá ungu fólki. ·        Facebook hefur sömuleiðis fengið fjölda ábendinga um dæmda kynferðisafbrotamenn sem leita eftir kynnum við ungt fólk á síðunni. ·        Netleikir eru mjög vinsælir hjá börnum. En í leit sinni af áhugaverðum leikjum lenda þau oft inn á síðum sem bjóða upp á að spilað sé með peninga, oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ·        Vísbendingar um aukið einelti á netinu og að börn fari ein á fund við netvin hafa undirstrikað nauðsyn þess að auka þekkingu almennings á því að netið er stór og opinn miðill og að svipaðar samskiptareglur ættu að gilda þar og í daglegum samskiptum á milli manna. ·        Því meira sem foreldrar láta sig varða nethegðun barna sinna því minni líkur eru á að þau taki þátt í áhættuhegðun eða lendi í aðstæðum sem þau ráð illa við     Í erindinu er fjallað um netið sem upplýsingaveitu og tæki til samskipta og þær hættur sem þar kunna að leynast og mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja. En til að foreldrar geti talað við börnin sín og leiðbeint þeim um öryggi og góða hegðun þurfa þeir að þekkja það umhverfi sem börnin eru í dags daglega. Leiðbeiningar um “umferðarreglur” á netinu eru því orðinn einskonar hluti af uppeldishlutverkinu. Fjallað verður um tölfræðilegar upplýsingar, rafrænt einelti, friðhelgi einkalífsins, nettælingu og netvini, og hvernig foreldra sjá netnotkun barnanna sinna og svo hvernig börnin upplifa netnotkun sína og samskipti sín við foreldra. Þá mun Síminn kynna Netvarann, sem boðin er viðskiptavinum Símans endurgjaldslaust. Nú er tækifærið að koma og hlusta á þetta áhugaverða erindi, hitta aðra foreldra og rabba saman um kosti og galla netsins.    Fyrirlesturinn er í Brekkuskóla á sal milli kl. 18 - 19 Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélagið
Lesa meira

6. bekkur á Friðrik V

Verum klár, borðum fisk! Á haustdögum fór 6. bekkur í siglingu með Húna II og tók svo þátt í getraun þar sem verðlaunin voru matreiðslunámskeið á Friðrik V. Námskeiðið var svo haldið mánudaginn 16. febrúar. Nemendum var skipt í 2 hópa, annar hópurinn fékk að elda og hinn fékk fræðslu og æfingu í þjónustustörfum. Matreiðsluhópurinn fékk að hreinsa ýmsan skelfisk eins og t.d humar, tígrisrækju, hörpuskel og krækling ásamt því að útbúa fiskisúpu og baka brauð. Að því loknu var sest niður að snæðingi. Myndir má finna hér.
Lesa meira

Vetrarfrí í Síðuskóla 25.-27. febrúar 2009

 Foreldrar og nemendur Síðuskóla. Við minnum á vetrarfrí Síðuskóla 25. -27. febrúar. Skólastarf hefst aftur 2. mars samkvæmt stundaskrá. Vonum að þið njótið vel frídagana, bestu kveðjur, starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Gjöf til skólans - flokkunarílát

Fyrir nokkrum dögum gaf Ester Guðbjörnsdóttir, annar af tveimur fulltrúum foreldra í umhverfisnefnd skólans, skólanum tvo stóra góða plastdalla sem gera okkur flokkun auðveldari. Vönduð flokkun er forsenda endurnýtingar og endurvinnslu úrgangs og því er þetta góð gjöf. Við þurfum alltaf að leita að góðum leiðum til að bæta flokkun þannig að minna magn fari til urðunar og vonum við að með því að gera starfið sýnilegra þá leggi sig fleiri fram og árangur verði meiri. Við þökkum Ester kærlega fyrir gjöfina sem og þann áhuga sem hún sýnir starfinu. Í Eyjafirði eru 17 úrgangsflokkar sem íbúar geta flokkað í og eru góðar leiðbeiningar að finna á vefsíðunni http://flokkun.is sem við hvetjum ykkur til að skoða.
Lesa meira

Comeniusarverkefnið

Í byrjun febrúar var annar fundur af 5 í verkefninu.  Farið var til Noregs þar sem verkefnið litarhaft íbúa var þemað.  2 kennarar, Bibbi og Sigrún Sig, fóru með 4 nemendur þau Heklu, Þorkel, Hallgrím og Samúel.  Ferðin gekk mjög vel og stóðu nemendur sig með mikilli prýði.  Þau unnu og kynntu fín verkefni sem þau voru búin að undirbúa fyrir ferðina og fengu lof fyrir.  Þau kynntust erlendum nemendum og vonandi halda þau sambandi í framhaldi af ferðinni.  Um mánaðamótin mars - apríl koma hingað til lands nemendur og kennarar frá Ítalíu, Slóveníu, Noregi og Þýskalandi alls 16 nemendur og 8 kennarar.  Nemendurnir koma til með að gista hjá nemendum í Síðuskóla og ítrekum við auglýsingu eftir fjölskyldum til að taka á móti þessum nemendum.   Þeir koma 30. mars og fara heim 3 og 4. apríl. Myndir eru á myndasíðu.
Lesa meira

7. Bekkur er á Reykjum

7. bekkur fór að Reykjum í gær, mánudag, og hefur ferðin gengið mjög vel.  Krakkarnir náttúrulega spenntir fyrsta daginn en allt fór vel fram og allir hafa staðið sig vel.   Myndir væntanlegar.
Lesa meira

Matseðill fyrir mars

Matseðill fyrir mars er kominn inn og viljum við minna á að opið er fyrir skráningar í mat. Matseðilinn má nálgast hér.
Lesa meira

112 dagurinn

11. febrúar er 112 dagurinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og þá neyðarþjónustuaðila sem tengjast því.  Sérstöku 112 blaði verður dreift með fréttablaðinu þennan dag og er upplagt að nota tækifærið til að minna á númerið og ræða hvað á að gera þegar eitthvað kemur fyrir.  Mikilvægt er að kenna börnum að kalla í einhvern fullorðinn og hringja í 112 ef enginn er nálægur.  Þegar hringt er í 112 þarf að vera viðbúinn að svara spurningum og ekki vera fyrri til að slíta sambandinu því neyðarverðir ákveða hvenær nægar upplýsingar hafa borist . Einnig er gott að fara yfir brunavarnir heimila, t.d fara yfir útgönguleiðir.  Á vef slökkviliðsins undir liðnum forvarnir www.shs.is má sjá hvernig æfa má flóttaáætlanir fyrir fjölskylduna.
Lesa meira

Tannverndarvika 2009

Fyrsta vika febrúarmánaðar ár hvert er helguð tannvernd. Áhersla er lögð á mikilvægi góðrar tannheilsu og í ár er sérstök áhersla á tannþráðinn og daglega notkun hans. Samstarf og þátttaka ykkar í tannverndarviku er lykilatriði svo efla megi vitund grunnskólanemenda um mikilvægi góðrar tannheilsu. Gera má ráð fyrir að efnahagsþrengingar geti leitt til versnandi tannheilsu landsmanna og ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af börnunum. Minnum foreldra 6 og 12 ára barna á ókeypis skoðun hjá tannlækni. Vef lýðheilsustöðvar um tannvernd má sjá hér.
Lesa meira