08.05.2009
Í dag, föstudaginn 8. maí, fóru nemendur í 1. bekk í heimsókn til eldriborgara í félagsmiðstöðina í
Lindasíðu.
Þar sýndu nemendur árshátíðaratriði sitt, umhverfisverkefnið og tóku svo nokkur lög í lokin.
Þessi heimsókn var upphafið af áframhaldandi samstarfi bekkjarins og eldri borgara í félagsmiðstöðinni um ókomin ár. Næsta
heimsókn er áætluð í september næstkomandi.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
08.05.2009
Það var verkefni 4. bekkjar sem bar sigur úr býtum í umhverfissamkeppni Síðuskóla. Verkefni þeirra var að endurnýta
eggjabakka á fjölbreyttan hátt.
Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.
Lesa meira
07.05.2009
Í dag, fimmtudaginn 7. maí fór fram sýning á verkefnum nemenda í umhverfissamkeppni skólans: Verum umhverfisvæn - Gerum vel.
Myndir frá sýningunni má sjá hér.
Sigurvegarar verða svo tilkynntir á morgun, föstudaginn 8. maí.
Lesa meira
06.05.2009
Miðvikudaginn 6. maí var öryggisnefnd Síðuskóla með rýmingaræfingu á D- gangi. Verið var að kanna hve langan tíma
það tæki að senda nemendur og starfsfólk á D- gangi út um neyðarútganga. Í stuttu máli
þá stóðu sig allir eins og hetjur og gerðu þetta á mettíma eða þremur mínútum. Þarna fóru út fimm
bekkjardeildir og sérdeildin.
Lesa meira
06.05.2009
Allar myndir frá árshátíðinni eru komnar inn.
Myndir frá fimmtudegi má sjá hér.
Myndir frá föstudegi má sjá hér.
Lesa meira
05.05.2009
Í gær fór 6. bekkur niður að Hamri (félagsheimili Þórs) og fékk
fræðslu frá Einar Guðmundssyni frá Forvarnarhúsi Sjóvá. Áherslan er á reiðhjólið, búnað reiðhjóls, reiðhjólareglur, hjálmanotkun,
umferðina, bílbelti, vera sýnileg í umferðinni.
Nemendur fóru hjólandi niður í Hamar þar sem Steini Pé sjá um að skoða hjólin
þeirra. Nemendum var skipt í hópa þar sem hver hópur skiptist á að fara í þrautarplan á hjólunum sínum,
hjólaskoðun, veltibílinn og hvernig er að lenda í árekstri á 7 km hraða. Nemendur skemmtu sér mjög vel og tala myndirnar sínu
máli.
Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira
29.04.2009
Myndir frá 9. bekk eru komnar inn á myndasíðuna. Myndirnar má sjá hér.
Myndir frá 5. bekk eru komnar inn á myndasíðuna. Myndirnar má sjá hér.
Myndir úr Kjarnaskógi eru komnar inn, þar eru nemendur úr ýmsum bekkjum. Myndirnar má sjá hér.
Fleiri myndir eru væntanlegar.
Lesa meira
28.04.2009
Á morgun, miðvikudaginn 29. apríl, verður útivistardagur í skólanum. Kennarar fara með nemendur í ýmis verkefni utan
skólans og eru foreldrar beðnir að búa börn sín til útivistar. Umsjónarkennarar munu væntanlega senda upplýsingar til hvers
árgangs um hvert ferðinni er heitið og hvernig heimanbúnaður þarf að vera. Nemendur mæta klukkan 8:00 og engin kennsla verður eftir hádegi nema
fyrir valhópa utan skóla.
Lesa meira
27.04.2009
Þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00 verður kynning á valgreinum næsta skólaár fyrir foreldra nemenda í 8. og 9. bekk og kl. 18:00 fyrir foreldra
nemenda í 7. bekk.
Kynningarnar fara fram í stofu 31 á B- gangi
Ólöf Inga Andrésdóttir deildarstjóri eldri deildar
Árný Þóra Ármannsdóttir námsráðgjafi
Lesa meira
24.04.2009
Miðvikudaginn 15. apríl komu krakkar úr 5.bekk Giljaskóla í heimsókn til þess að kynna sér Grænfánaverkefnið okkar ( flokkunin
og moltugerð ) Heimsóknin tókst vel og stóðu krakkarnir sig mjög vel í að kynna fyrir þeim og sýna hvernig við flokkum. Myndir má
hjá hér.
Lesa meira