23.11.2009
Af gefnu tilefni viljum við benda á beina símalínu í Frístund sem er 461-3473.
Lesa meira
20.11.2009
Á degi íslenskrar tungu, mánudaginn 16. nóvember, kom Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í
skólann. Á meðan á heimsókninni stóð fór hún meðal annars inn í 2. bekk og fylgdist með kennsluaðferðum
byrjendalæsis.
Lesa meira
19.11.2009
Í byrjun nóvember fóru 8 nemendur og 2 kennarar á vegum verkefnisins til Heppenheim í Þýskalandi. Krakkarnir gistu hjá þýskum
nemendum og undu sér vel. Unnið var með þemað – Litir og vísindi -. Krakkarnir unnu að verkefninu með nemendum frá Slóveníu,
en þangað verður farið í maí, Þýskalandi, Noregi og Ítalíu. Vinnan gekk mjög vel og voru okkar nemendur skólanum,
sjálfum sér og okkur til sóma eins og við var að búast. Við skoðuðum Heidelberg og fórum einnig til Strassborg (eða Stressborgar
því við höfðum svo lítinn tíma) að skoða Evrópuþingið og fleira. Ferðin tókst í alla staði mjög vel
og vildu hinir tímabundnu „foreldrar“ ekki sleppa krökkunum heim.
Myndir.
Lesa meira
18.11.2009
Krakkarnir í 3. bekk hafa verið að vinna byrjendalæsisverkefni um bíla sl. vikur. Einn þáttur í þeirri vinnu var heimsókn á
bifreiðaverkstæði Toyota. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að taka á móti öllum hópnum. Ekki var verra að á verkstæðinu
vinnur m.a. Símon, pabbi Sunnevu og Gunni, stóri bróðir Önnu Sigrúnar kennara.
Krakkarnir fengu góða fræðslu um bílana og sáu m.a. ofan í vélina og undir bílana. Mikið var spáð í heiti hina
ýmsu hluta bílsins og voru starfsmennirnir óþreytandi að svara spurningum krakkanna. 3. bekkur þakkar kærlega fyrir mótttökurnar.
Myndir má sjá hér.
Lesa meira
16.11.2009
Matseðill fyrir desember er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
13.11.2009
Á meðan á þemadögum stóð tóku nemendur þátt í getraun í tilefni af norræna loftlagsdeginum sem var 11. nóvember.
Getraunin samanstóð af 24 fullyrðingum, og áttu nemendur að svara til um hvort þær væru réttar eða rangar. Þegar getrauninni var lokið
var dregið úr réttum svörum og urðu sigurvegarar eftirfarandi:
1. sæti: Daði Hrannar Davíðsson
2. sæti: Guðmann Óskar Haraldsson
3. sæti: Jón Stefán Laxdal
Í verðlaun fengu strákarnir plöntur sem gefnar voru af Sólskógum og konfektkassa.
Til gamans má sjá getraunina hér.
Lesa meira
11.11.2009
Síðustu tvo daga hafa verið þemadagar í Síðuskóla, þar sem nemendur hafa unnið að ýmsum verkefnum, eins og
sokkabrúðugerð, mósaík, hljóðfæragerð ásamt mörgu öðru.
Myndir segja meira en þúsund orð og er því tilvalið að renna yfir þær myndir sem teknar voru þessa tvo daga.
Myndir frá miðvikudegi má finna hér.
Myndir frá fimmtudegi má finna hér.
Lesa meira
09.11.2009
/*
/*]]>*/
Miðvikudagur 11. nóvember
Mæting kl. 8:00 í heimastofu og stöðvavinnu lýkur kl. 14:00.
Fimmtudagur 12. nóvember
Mæting kl. 8:00 og skóladegi lýkur um kl.16:30. Foreldrar athugið að 1.-3. bekkur hættir kl. 16.00. Nemendur þurfa að hafa
með sér tvöfalt nesti þennan dag.
Allir eru velkomnir á kaffihús og nemendasýningu sem verður kl. 15: 00 á fimmtudeginum og einnig er hægt
að ganga um skólann og skoða afrakstur vinnunnar. Kaffi og djús verða í boði en meðlæti er selt á kostnaðarverði 50-150
krónur.
Að sjálfsögðu eru foreldrar og aðrir aðstandendur velkomnir í skólann til að fylgjast með vinnunni þessa
morgna sem og aðra daga.
Lesa meira
06.11.2009
/*
/*]]>*/
Nemendur í Síðuskóla í valfaginu Handmennt og hönnun hafa í samstarfi við
Rauðakrossinn á Akureyri verið að sauma og prjóna ungbarnaföt sem send verða til Malavi í Afriku. Verkefnið heitir
Föt sem framlag, þetta eru fatapakkar sem sendir eru til þróunar og neyðaraðstoðar. Innihald pakkanna er staðlað, hver pakki inniheldur: tvær peysur,
tvær nærskyrtur, tvennar samfellur, fjórar taubleiur, einar buxur, tvö pör af sokkum,eina húfu, eitt teppi og eitt handklæði. Nemendur hafa aðallega
verið að sauma buxur, treyjur, húfur og teppi. Þeir hafa einnig verið að prjóna húfur, teppi og sokka. Verkefnið hefur gengið mjög vel og
því lýkur eftir miðjan nóvember með því að nemendur skila af sér afrakstri vinnunnar til Rauðakrossins.
Myndir af vinnu nemenda má sjá hér.
Lesa meira