ÍSAT

Grenndargralið afhent

/* /*]]>*/ Sigurvegararnir í leitinni að grenndargralinu fengu grenndargralið sjálft afhent við hátíðlega athöfn á sal 2. desember. Við erum mjög stolt af því að sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu 2009  komu héðan úr Síðuskóla þær Lovísa og Guðrún úr 9. bekk BJ.  Leitin að gralinu hófst mánudaginn 31. ágúst og henni lauk fyrir miðjan nóvember. Alls hófu 36 nemendur keppni, 24 úr Giljaskóla og 12 úr Síðuskóla. Sextán nemendur kláruðu allar þrautirnar 10 og hlutu  viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur. Hér í Síðuskóla voru það  Dagný og Jónanna úr 9.BJ  sem hlutu slíka viðurkenningu. Keppnin var löng og ströng eins og gefur að skilja. Meðal þess sem keppendur þurftu að kynna sér var íbúafjöldi á Akureyri árið 1789, hörmulegt slys í Eyjafirði 1954 og tengsl Jóns Sigurðssonar, frelsishetju Íslendinga, við fyrstu prentsmiðju Akureyringa. Við heimildaöflun þurftu keppendur m.a. að finna styttu Einars Jónssonar, Útlagar, skoða eintak af hinu merkilega tímariti Norðra og skoða húsið sem hýsti Amtsbókasafnið á Akureyri fyrstu 18 árin. Hér eru þó aðeins nefnd nokkur dæmi um þau viðfangsefni sem krakkarnir stóðu frammi fyrir. Hörð barátta var á milli keppenda undir lok keppninnar þegar orðið var ljóst að gralið væri innan seilingar. Óhætt er að segja að keppendur hafi lagt allt í sölurnar til að verða fyrstir að gralinu. Við þökkum Giljaskóla, sérstaklega Brynjari Karli Óttarsyni upphafsmanni grenndargralsins  fyrir að bjóða okkur að taka þátt í þessum skemmtilega leik og óskum Lovísu og Guðrúnu innilega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

Gjöf frá KEA

Forráðamenn hótels KEA gáfu öllum nemendum í 1. -5. bekk buff. Á myndunum má sjá krakka í 3. bekk með nýju buffin. Við viljum nota þetta tækifæri og þökkum kærlega fyrir þessa gjöf. Myndir
Lesa meira

Eldvarnarvika í 3. bekk

Það er árlegur viðburður að slökkviliðsmenn fari í heimsókn í 3. bekk og fræði nemendur um eldvarnir. Fimmtudaginn 26. nóvember komu tveir þeirra hingað í Síðuskóla. Þeir ræddu um nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki og mikilvægi flóttaleiðar. Einnig fóru þeir yfir hvernig bregðast ætti við ef eldur kemur upp í heimahúsi. Í lokin fengu börnin að skoða slökkvibíl og sjúkrabíl. Nemendur fylltu svo út getraun og fengu ennisljós og bókamerki frá slökkviliðinu. Heimsóknin var fræðandi og skemmtileg í alla staði. Myndir
Lesa meira

Heimsókn rithöfundar í 1. – 5. bekk

Gerður Kristný rithöfundur, kom í heimsókn og kynnti bækurnar sem hún hefur samið á síðustu árum. Gerður Kristný sagði nemendum stuttlega frá sjálfri sér og hvað hún hefði gert í sínum frítíma í æsku. Hún las fyrir krakkana úr bókinni Ballið á Bessastöðum. Myndir
Lesa meira

Myndir frá 4. bekk

Föstudaginn 27. nóvember komu foreldrar nemenda í 4. bekk að skreyta piparkökur með börnunum.  Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Frístund - símanúmer

Af gefnu tilefni viljum við benda á beina símalínu í Frístund sem er 461-3473.
Lesa meira

Heimsókn menntamálaráðherra

Á degi íslenskrar tungu, mánudaginn 16. nóvember, kom Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í heimsókn í skólann. Á meðan á heimsókninni stóð fór hún meðal annars inn í 2. bekk og fylgdist með kennsluaðferðum byrjendalæsis.
Lesa meira

Comenius verkefnið – LITIR

Í byrjun nóvember fóru 8 nemendur og 2 kennarar á vegum verkefnisins til Heppenheim í Þýskalandi.  Krakkarnir gistu hjá þýskum nemendum og undu sér vel. Unnið var með þemað – Litir og vísindi -.  Krakkarnir unnu að verkefninu með nemendum frá Slóveníu, en þangað verður farið í maí, Þýskalandi, Noregi og Ítalíu.  Vinnan gekk mjög vel og voru okkar nemendur skólanum, sjálfum sér og okkur til sóma eins og við var að búast.   Við skoðuðum Heidelberg og fórum einnig til Strassborg (eða Stressborgar því við höfðum svo lítinn tíma) að skoða Evrópuþingið og fleira.  Ferðin tókst í alla staði mjög vel og vildu hinir tímabundnu „foreldrar“ ekki sleppa krökkunum heim. Myndir.
Lesa meira

Ferð á Toyota verkstæðið

Krakkarnir í 3. bekk hafa verið að vinna byrjendalæsisverkefni um bíla sl. vikur. Einn þáttur í þeirri vinnu var heimsókn á bifreiðaverkstæði Toyota. Starfsmennirnir þar voru svo almennilegir að taka á móti öllum hópnum. Ekki var verra að á verkstæðinu vinnur m.a. Símon, pabbi Sunnevu og Gunni, stóri bróðir Önnu Sigrúnar kennara. Krakkarnir fengu góða fræðslu um bílana og sáu m.a. ofan í vélina og undir bílana. Mikið var spáð í heiti hina ýmsu hluta bílsins og voru starfsmennirnir óþreytandi að svara spurningum krakkanna. 3. bekkur þakkar kærlega fyrir mótttökurnar. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir desember

Matseðill fyrir desember er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira