ÍSAT

Heimsókn námsráðgjafa VMA og MA

Mánudaginn 1. mars verða námsráðgjafar Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri með kynningu fyrir foreldra og nemendur í 10. bekk. Kynningin verður í salnum og hefst klukkan 8:15. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Myndir úr heimilisfræði

Mánudaginn 15. febrúar var valhópur í heimilisfræði að baka pizzur og skúffuköku. Myndir úr tímanum má sjá hér.
Lesa meira

Vetrarfrí í Síðuskóla 17. -19. febrúar 2010

Foreldrar og nemendur Síðuskóla. Við minnum á að dagana 17.-19. febrúar er vetrarfrí í Síðuskóla. Skólastarf hefst aftur mánudaginn 22. febrúar samkvæmt stundaskrá. Vonum að þið njótið vel frídaganna, bestu kveðjur, starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira

Skólaval 2010

Þriðjudaginn 16. febrúar er opið hús í Síðuskóla fyrir foreldra tilvonandi 1.bekkinga frá kl. 9:00-11:00.Foreldrar eru hvattir til að mæta og kynna sér skólann.Skólavalsbækling Skóladeildar Akureyrarbæjar má finna hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir mars

Matseðill fyrir mars er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Blak kennsla

Fimmtudaginn 11. febrúar fengum við til okkar hann Sigurð Arnar frá blakdeild KA til þess að kynna fyrir nemendum þessa skemmtilegu íþrótt. Nokkrar myndir voru teknar í tíma hjá 4. bekk og þær má sjá hér.
Lesa meira

Maraþonlestur á bókasafni - Draugavaka

Aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar fengu nemendur í 7. bekk að gista á bókasafni skólans þar sem lesið var langt fram eftir nóttu. Um morguninn fengu þau morgunmat í matsal skólans og fóru svo beint í tíma. Gekk þetta allt ágætlega og skemmtu allir sér mjög vel. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Myndir frá 5. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn á myndasíðu 5. bekkjar. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir

-Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir á vef skólavefsins- Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis sem skólar og einstaklingar hafa nýtt sér með góðum árangri í 10 ár. 93% allra grunnskóla og um 2000 heimili eru með áskrift að vefnum og nýta sér fjölbreytt námsefnið með margvíslegum hætti. Námsefni af Skólavefnum er notað víða í kennslu auk þess sem við erum einn stærsti einkaaðilinn í útgáfu námsbóka á Íslandi.
Lesa meira

Myndir úr myndmennt

Fyrir áramót voru nemendur 5. og 7. bekkjar í dagblaðaverkefni í myndmennt. Nemendur höfðu nóg að gera við að lesa, klippa, skoða, rífa og líma myndir úr blöðunum. Fróðleiksfúsir sökktu sér í blaðalestur sér til gagns og gamans áður en hafist var handa við að tæta blöðin í sundur! Myndir má sjá hér. Í haust var ákveðið að setja upp smt-tré fyrir allan skólann. Þar safnast saman hversu marga hrósmiða nemendur hafa fengið í heildina frá því í haust. Vaskir nemendur úr 5. bekk hjálpuðu til við að hengja tréið á sinn stað. Myndir má sjá hér.
Lesa meira