ÍSAT

Blak kennsla

Fimmtudaginn 11. febrúar fengum við til okkar hann Sigurð Arnar frá blakdeild KA til þess að kynna fyrir nemendum þessa skemmtilegu íþrótt. Nokkrar myndir voru teknar í tíma hjá 4. bekk og þær má sjá hér.
Lesa meira

Maraþonlestur á bókasafni - Draugavaka

Aðfaranótt föstudagsins 5. febrúar fengu nemendur í 7. bekk að gista á bókasafni skólans þar sem lesið var langt fram eftir nóttu. Um morguninn fengu þau morgunmat í matsal skólans og fóru svo beint í tíma. Gekk þetta allt ágætlega og skemmtu allir sér mjög vel. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Myndir frá 5. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn á myndasíðu 5. bekkjar. Myndirnar má sjá hér.
Lesa meira

Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir

-Stuðningssíða fyrir nemendur með lesraskanir á vef skólavefsins- Á Skólavefnum er að finna ógrynni námsefnis sem skólar og einstaklingar hafa nýtt sér með góðum árangri í 10 ár. 93% allra grunnskóla og um 2000 heimili eru með áskrift að vefnum og nýta sér fjölbreytt námsefnið með margvíslegum hætti. Námsefni af Skólavefnum er notað víða í kennslu auk þess sem við erum einn stærsti einkaaðilinn í útgáfu námsbóka á Íslandi.
Lesa meira

Myndir úr myndmennt

Fyrir áramót voru nemendur 5. og 7. bekkjar í dagblaðaverkefni í myndmennt. Nemendur höfðu nóg að gera við að lesa, klippa, skoða, rífa og líma myndir úr blöðunum. Fróðleiksfúsir sökktu sér í blaðalestur sér til gagns og gamans áður en hafist var handa við að tæta blöðin í sundur! Myndir má sjá hér. Í haust var ákveðið að setja upp smt-tré fyrir allan skólann. Þar safnast saman hversu marga hrósmiða nemendur hafa fengið í heildina frá því í haust. Vaskir nemendur úr 5. bekk hjálpuðu til við að hengja tréið á sinn stað. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Matseðill fyrir febrúar

Matseðill fyrir febrúar er kominn inn, hann má nálgast hér.
Lesa meira

Danskeppni hjá 4. SS

Í dag miðvikudaginn 27. janúar var haldin danskeppni hjá nemendum í 4. SS. Krakkarnir völdu sér danskeppni sem umbun. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Myndir frá 6. bekk

Nýjar myndir eru komnar inn í myndaalbúm 6. bekkjar. Náttúrufræðikynning frá því í desember & Enskutími hjá 6.1
Lesa meira

2. og 3. bekkur spila saman

Föstudaginn 16. janúar spiluðu 2. og 3. bekkur saman. Krakkarnir í 3. bekk voru að kenna krökkunum í 2. bekk á nýju spilin sem við höfum verið að fá í skólann núna í vetur. Það var mikið líf og fjör hjá krökkunum. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Snillingar - Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD

Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska– og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árin 200 og 2001 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Eftirfarandi þættir verða teknir fyrir í hópunum: Tilfinninga– og reiðistjórnun, félagsfærni, sjálfstjórn og þrautalausnir. Námskeiðið verður frá 22. febrúar til 24. mars n.k. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 16.– 17.30, alls 10 skipti. Umsóknir berist til gudrunkr@akureyri.is eða bjorg@akureyri.is eða hringið í síma 460-1420 Nánari upplýsingar er að finna hér http://naustaskoli.is/news/snillingarnir_-_namskeid/
Lesa meira