07.09.2010
Allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman á sal í morgun þar sem úrslit keppninnar um sæmdarheitið náttúrufræðingur
Síðuskóla voru tilkynnt. Keppnin fólst í því að nemendur áttu að greina 15 myndir sem birtust á tjaldi ein og ein í senn, 5
af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslagsmyndir af þekktum stöðum á Íslandi. Guðrún Baldvinsdóttir nemandi í 10. bekk gerði sér
lítið fyrir og sigraði keppnina annað árið í röð. Í 2. -3. sæti voru jöfn þau Kjartan Atli Ísleifsson 8. bekk og Fanney
Rún Stefánsdóttir 4. bekk en fast á hæla þeirra í 4. sæti varð Sóley Gunnarsdóttir nemandi í 2. bekk. Þau fengu
öll viðurkenningarspjald frá skólanum og mikið klapp frá skólasystkinum. Þetta var hin ánægjulegast stund þar sem endað var
á því að syngja skólasönginn.
Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með mjög góðan árangur þar sem keppnin er ekki auðveld og sömu myndir eru
lagðar fyrir alla nemendur. Þeir fuglar sem bera þurfti kennsl á voru snæugla, steindepill, þúfutittlingur, langvía (hringvía) og
lóuþræll. Plönturnar voru jakobsfífill, holurt, hrútaberjalyng, hrafnafífa og týsfjóla. Landslagsmyndirnar voru af Eldey,
Sauðárkróki, Glym, Hvannadalshnjúk og Mývatni.
Fleiri myndir hér.
Lesa meira
02.09.2010
Leitin
að grenndargralinu hefst mánudaginn 6. september.
Þetta er í þriðja skipti sem nemendur í 8.-10. bekk hefja leit að hinu
eftirsóknaverða grali. Hugmyndin að verkefninu fæddist í Giljaskóla sumarið
2008 og um haustið hófu nemendur skólans leit að grenndargralinu í fyrsta skipti.
Árið 2009 tók Síðuskóli þátt og nú hefur Glerárskóli bæst í hópinn. Bjóðum við
nemendur Glerárskóla velkomna til leiks.
Þrautir verða settar upp á vissum stað í
skólunum þremur eins og tíðkast hefur. Þær koma upp eftir hádegi á mánudögum.
Heimasíða Leitarinnar hefur verið
tekin í notkun en þar má jafnframt nálgast þrautirnar og annað sem þeim
tilheyrir auk almennra upplýsinga um verkefnið. Slóðin er www.grenndargral.is.
Framundan eru 10 vikur fullar af spennandi
viðfangsefnum og ljóst að keppnin harðnar með hverju árinu. Við viljum hvetja
foreldra og aðra sem koma að uppeldi þeirra sem taka þátt í Leitinni til að aðstoða þau við
úrvinnslu þrautanna. Leitin er góður
vettvangur fyrir fjölskylduna að koma saman og vinna að sameiginlegu verkefni
þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir geta tekið þátt.
Umsjónarmenn verkefnisins eru Brynjar Karl Óttarsson kennari í Giljaskóla, Helga
Halldórsdóttir kennari í Glerárskóla og Sigrún Sigurðardóttir kennari í
Síðuskóla.
Lesa meira
30.08.2010
Um helgina var haldið Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum hér á Akureyri. Einn keppendanna var Kolbeinn
Höður Gunnarsson nemandi í 10. bekk Síðuskóla. Hann keppti í 100 og 200 metra hlaupi og var í boðhlaupssveitum Íslands í 4 x
100 m og 4 x 400 m hlaupum. Kolbeinn náði mjög góðum árangri en flestir keppinauta hans voru þremur til fjórum árum eldri en hann. Við
óskum Kolbeini til hamingju með góðan árangur og velgengni í framtíðinni á hlaupabrautinni. Hægt er að skoða úrslit
mótsins á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands www.fri.is
Lesa meira
24.08.2010
Matseðill fyrir ágúst og september er kominn inn.
Hann má nálgast hér.
Lesa meira
23.08.2010
Íþróttir
Fyrstu þrjár vikur haustannar verðum við úti með íþróttatímana. Nemendur koma þá klæddir eftir veðri
í fötum sem henta til íþróttaiðkunnar.
Nemendur skulu fara í sturtu eftir íþróttatíma.
Geti nemandi ekki tekið þátt í tíma skulu forföll tilkynnast á skrifstofu skólans.
Gleymi nemandi íþróttafötum/handklæði er í boði að fá lánuð föt einu sinni á hvorri önn.
Sund
Nemendur mæta með sundföt og handklæði í sundtíma.
Ef sundföt gleymast heima er hægt að fá lánuð sundföt einu sinni á hvorri önn.
Nemendur mega koma með sundgleraugu en slík verða ekki til láns í sundlauginni.
Geti nemandi ekki tekið þátt í tíma skulu forföll tilkynnast á skrifstofu skólans.
Lesa meira
12.08.2010
Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Síðuskóla
Senn fer nýtt skólaár að hefjast og eins verið hefur síðast liðin ár munu umsjónarkennarar byrja á viðtölum
við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst. Boð um viðtalið verður sent á rafrænu formi í vikunni áður.
Nú munum við í fyrsta skipti óska eftir því að undirbúningur fyrir viðtölin fari fram í gegnum leiðsagnarmatið í
Mentor. Opnað verður fyrir matið þann 17. ágúst en hér aftar í bréfinu má finna leiðbeiningar um gerð þess.
Varðandi aðgang að Mentor þá er hægt að sækja hann inn á síðunni mentor.is með því að velja Gleymt lykilorð vinstra megin á síðunni. Þá opnast gluggi þar sem kennitala er
skráð og í framhaldi af því sendir Mentor tölvupóst (mikilvægt er að rétt netfang sé skráð inn á vefinn) þar
sem boðið er upp á að búa til lykilorð en notendanafnið er alltaf kennitala.
Námsgagnalistar fyrir komandi skólaár má nálgast á heimasíðu skólans siduskoli.is
Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin ár.
Bestu kveðjur,
stjórnendur Síðuskóla
Leiðbeiningar inn
á leiðsagnarmatið
Lesa meira
06.08.2010
Námsgagnalista (áður kallaðir innkaupalistar) fyrir skólaárið 2010 - 2011 má skoða hér fyrir neðan.
1. bekkur 2. bekkur 3.
bekkur 4. bekkur 5. bekkur
6. bekkur 7. bekkur 8.
bekkur 9. bekkur 10. bekkur
Lesa meira
09.06.2010
Umsjónarkennarar væntanlegra 1. bekkjarnemenda eru þær Elfa Björk Jóhannsdóttir og Margrét Bergmann Tómasdóttir.
Elfa Björk (t.v.), Margrét Bergmann (t.h.)
Lesa meira
07.06.2010
Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru
viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert
og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.
Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær
til.
Tveir kennarar og einn nemandi úr Síðuskóla hlutu viðurkenningu:
Margrét Baldvinsdóttir og Sara Elín Svanlaugsdóttir, fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf.
Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk, fyrir dugnað og samviskusemi.
Við óskum þeim innilega til hamingju.
Lesa meira
07.06.2010
Nýjar myndir hafa verið settar inn á myndasvæði 2. bekkjar.
Myndirnar má nálgast hér.
Lesa meira