ÍSAT

Kolbeinn tók þátt í stórmóti í frjálsum

Um helgina var haldið Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum hér á Akureyri. Einn keppendanna var Kolbeinn Höður Gunnarsson nemandi í 10. bekk Síðuskóla. Hann keppti í 100 og 200 metra hlaupi og var í boðhlaupssveitum Íslands í  4 x 100 m og 4 x 400 m hlaupum. Kolbeinn náði mjög góðum árangri en flestir keppinauta hans voru þremur til fjórum árum eldri en hann. Við óskum Kolbeini til hamingju með góðan árangur og velgengni í framtíðinni á hlaupabrautinni. Hægt er að skoða úrslit mótsins á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands www.fri.is
Lesa meira

Matseðill fyrir ágúst og september

Matseðill fyrir ágúst og september er kominn inn. Hann má nálgast hér.
Lesa meira

Frá íþróttakennurum

Íþróttir Fyrstu þrjár vikur haustannar verðum við úti með íþróttatímana. Nemendur koma þá klæddir eftir veðri  í fötum sem henta til  íþróttaiðkunnar.   Nemendur skulu fara í sturtu eftir íþróttatíma. Geti nemandi ekki tekið þátt í tíma skulu forföll  tilkynnast á skrifstofu skólans.  Gleymi nemandi íþróttafötum/handklæði er í boði að fá lánuð föt einu sinni á hvorri önn. Sund Nemendur mæta með sundföt og handklæði í sundtíma. Ef sundföt gleymast  heima er hægt að fá lánuð sundföt einu sinni á hvorri önn.   Nemendur mega koma með sundgleraugu en slík verða ekki til láns í sundlauginni.  Geti nemandi ekki tekið þátt í tíma skulu forföll  tilkynnast á skrifstofu skólans. 
Lesa meira

Skólabyrjun

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Síðuskóla Senn fer nýtt skólaár að hefjast og eins verið hefur síðast liðin ár munu umsjónarkennarar byrja á viðtölum við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst. Boð um viðtalið verður sent á rafrænu formi í vikunni áður. Nú munum við í fyrsta skipti óska eftir því að undirbúningur fyrir viðtölin fari fram í gegnum leiðsagnarmatið í Mentor. Opnað verður fyrir matið þann 17. ágúst en hér aftar í bréfinu má finna leiðbeiningar um gerð þess. Varðandi aðgang að Mentor þá er hægt að sækja hann inn á síðunni mentor.is með því að velja Gleymt lykilorð vinstra megin á síðunni. Þá opnast gluggi þar sem  kennitala er skráð og í framhaldi af því sendir Mentor tölvupóst (mikilvægt er að rétt netfang sé skráð inn á vefinn) þar sem boðið er upp á að búa til lykilorð en notendanafnið er alltaf kennitala. Námsgagnalistar fyrir komandi skólaár má nálgast á heimasíðu skólans siduskoli.is Við hlökkum til að eiga farsælt og gefandi samstarf við ykkur á komandi skólaári eins og undanfarin ár.                                                                  Bestu kveðjur,                                                             stjórnendur Síðuskóla Leiðbeiningar inn á leiðsagnarmatið
Lesa meira

Námsgagnalistar

Námsgagnalista (áður kallaðir innkaupalistar) fyrir skólaárið 2010 - 2011 má skoða hér fyrir neðan. 1. bekkur        2. bekkur        3. bekkur        4. bekkur        5. bekkur        6. bekkur        7. bekkur        8. bekkur        9. bekkur        10. bekkur
Lesa meira

Umsjónarkennarar 1. bekkjar 2010-2011

Umsjónarkennarar væntanlegra 1. bekkjarnemenda eru þær Elfa Björk Jóhannsdóttir og Margrét Bergmann Tómasdóttir. Elfa Björk (t.v.), Margrét Bergmann (t.h.)
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Tveir kennarar og einn nemandi úr Síðuskóla hlutu viðurkenningu: Margrét Baldvinsdóttir og Sara Elín Svanlaugsdóttir, fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf. Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk, fyrir dugnað og samviskusemi. Við óskum þeim innilega til hamingju.
Lesa meira

Myndir frá 2. bekk

Nýjar myndir hafa verið settar inn á myndasvæði 2. bekkjar. Myndirnar má nálgast hér.
Lesa meira

Tour de Siduskoli - Stefánsbikarinn

Hin árlega hjólreiðarkeppni Tour de Siduskóli var haldin föstudaginn 4.júní.  Keppt var í fyrsta skipti um Stefánsbikarinn til minningar um Stefán Má Harðarson sem var nemandi í 8.bekk Síðuskóla þegar hann lést í vetur. Keppnin er á milli nemenda í 5. - 8. bekk.  Fyrstu þrír í hverjum árgangi fengu verðlaun.  Keppni í opnum flokki þ.e.a.s. á milli allra keppenda burtséð frá því í hvaða bekk þeir eru var mjög jöfn.  Svavar í 6.bekk endaði í þriðja sæti, Hrannar í 6.bekk varð annar en sigurvegari og þar með fyrsti handhafi Stefánsbikarsins var Ottó í 7.bekk.  Ottó vann keppnina líka í fyrra og hefur því unnið keppnina frá upphafi.  Þátttaka var ágæt en vegna ýmissa ástæðna var mikil óvissa með keppnina og kom það eflaust niður á þátttöku.  Allir keppendur stóðu sig vel.
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2010

/* /*]]>*/ /* /*]]>*/ Skólaslit í Síðuskóla verða mánudaginn 7. júní eftir því sem hér segir: 1. -4. bekkur kl. 9:00 5.-9. bekkur kl. 10:00 Nemendur mæta fyrst á sal en fara síðan í sínar stofur með umsjónarkennara. Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju kl. 19:00. Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn hefst að nýju með viðtölum 23.-24. ágúst. Með sumarkveðju Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira