Skáknámskeiðin í Síðuskóla

1.-3. bekkur í skák
1.-3. bekkur í skák
Skáknámskeið fyrir 1.-3. bekk og 3.- 6. bekk Í síðustu viku var haldið skáknámskeið fyrir 1. - 3. bekk. Óhætt er að segja að mikill áhugi væri námskeiðinu því samtals tóku yfir 50 nemendur þátt! Nemendur voru flestir mjög  duglegir og stóðu sig vel. Á laugardaginn fór fram meistaramót Síðuskóla fyrir þennan aldursflokk og tóku 16 nemendur þátt.  Leikar fóru þannig að jafnir í 2. - 3. sæti voru Viktor Már Árnason og Tryggvi Snær Hólmgeirsson en efstur varð Elvar Máni Ólafssonog fengu þeir allir viðurkenningarskjöl fyrir frammistöðuna. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Sigurður Arnarson,  Hersteinn Heiðarsson og Andri Freyr Björgvinsson. Nokkrar myndir frá námskeiðinu og frá mótinu má sjá hér. Rétt er að taka fram að Skákfélag Akureyrar er með æfingar fyrir áhugasama nemendur á mánudögum kl. 14.30 í vesturenda Íþróttahallarinnar á Akureyri (gengið inn frá Þórunnarstræti). Heimasíða félagsins er http://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/ og þar má nálgast allar nánari upplýsingar. Í þessari viku verður annað námskeið í skólanum. Það er ætlað nemendum í 3. – 6. bekk sem lært hafa mannganginn. Tímasetningar eru eftirfarandi Fimmtudagur 3. febrúar  kl. 14.30 til 16.00 Föstudagur 4. febrúar kl. 14.00 til 16.00 Laugardaginn 5. febrúar frá kl. 10.00 til 12.00 verður meistaramót Síðuskóla fyrir 3. – 6. bekk. Þeir nemendur sem eiga töfl eru hvattir til að taka þau með. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar og er aðgangur ókeypis.

Skáknámskeið fyrir 1.-3. bekk og 3.- 6. bekk

Í síðustu viku var haldið skáknámskeið fyrir 1. - 3. bekk. Óhætt er að segja að mikill áhugi væri námskeiðinu því samtals tóku yfir 50 nemendur þátt! Nemendur voru flestir mjög  duglegir og stóðu sig vel. Á laugardaginn fór fram meistaramót Síðuskóla fyrir þennan aldursflokk og tóku 16 nemendur þátt.  Leikar fóru þannig að jafnir í 2. - 3. sæti voru Viktor Már Árnason og Tryggvi Snær Hólmgeirsson en efstur varð Elvar Máni Ólafssonog fengu þeir allir viðurkenningarskjöl fyrir frammistöðuna. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Sigurður Arnarson,  Hersteinn Heiðarsson og Andri Freyr Björgvinsson. Nokkrar myndir frá námskeiðinu og frá mótinu má sjá hér.

Rétt er að taka fram að Skákfélag Akureyrar er með æfingar fyrir áhugasama nemendur á mánudögum kl. 14.30 í vesturenda Íþróttahallarinnar á Akureyri (gengið inn frá Þórunnarstræti). Heimasíða félagsins er http://skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/ og þar má nálgast allar nánari upplýsingar.

Í þessari viku verður annað námskeið í skólanum. Það er ætlað nemendum í 3. – 6. bekk sem lært hafa mannganginn. Tímasetningar eru eftirfarandi

Fimmtudagur 3. febrúar  kl. 14.30 til 16.00

Föstudagur 4. febrúar kl. 14.00 til 16.00

Laugardaginn 5. febrúar frá kl. 10.00 til 12.00 verður meistaramót Síðuskóla fyrir 3. – 6. bekk.

Þeir nemendur sem eiga töfl eru hvattir til að taka þau með. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar og er aðgangur ókeypis.